„Líkt og tíminn hefði staðið í stað“ Atli Ísleifsson skrifar 2. janúar 2024 07:25 Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, varði langstærstum hluta nýársávarps síns í að ræða Margréti Þórhildi drottningu og ákvörðun hennar að afsala sér krúnunni. EPA „Ég fæddist ekki konungssinni. Ég varð konungssinni þökk sé drottningunni okkar.“ Þetta sagði Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, í nýársávarpi sínu sem hún flutti í gærkvöldi. Í ávarpinu fjallaði hún að langstærstum hluta um þá ákvörðun Margrétar Þórhildar Danadrottningar að afsala sér krúnunni þannig að Friðrik krónprins verði konungur Danmerkur 14. janúar næstkomandi. Frederiksen hafði ætlað sér að fjalla að stærstum hluta um málefni og stöðu aldraðra og fyrirhugaðar aðgerðir stjórnvalda í þeirra þágu í nýársávarpi sínu, en eftir að drottningin greindi frá ákvörðun sinni á gamlársdag þurfti forsætisráðherrann að endurskrifa sitt ávarp. Einstakt afrek Forsætisráðherrann þakkaði drottningunni í ávarpinu fyrir hennar framlag og hennar störf. „Það sem þú hefur megnað í bráðum 52 ár er einstakt afrek. Ekki er hægt að gera of mikið úr mikilvægi ykkar.“ Frederiksen sagði að ljóst sé að í framtíðinni verði ársins 2024 helst minnst fyrir brotthvarf drottningar af drottningarstóli. „Í gær var eins og tíminn hafi staðið í stað. Þú hefur verið akkeri okkar þegar á móti hefur blásið. Samviska okkar í mikilvægum álitamálum lífsins. Leiðtogi okkar í áratugi þar sem Danmörk framtíðarinnar reis á fætur. Þú hefur verið miðpunktur okkar á góðum sem erfiðum stundum.“ Passað upp á hefðir en einnig nútímaleg Áfram hélt forsætisráðherrann og hrósaði drottningunni fyrir að hafa verið fastur punktur í tilveru Dana, fyrir að hafa passað upp á hefðir en á sama tíma verið nútímalegur þjóðhöfðingi. „Drottningunni hefur tekist að tala til okkar sem einnar þjóðar. Bæði til nýrra og eldri Dana. Ungra sem aldinna. Og til ríkissins alls – Danmerkur, Færeyja og Grænlands.“ Frederiksen ræddi einnig framtíðina en þegar Friðrik krónprins tekur við krúnunni verður hann Friðrik tíundi. „Nú hefst nýr kafli í Danmörku. Við munum sakna Margrétar drottningar, sem við elskum svo mikið. En að Konungshöllin sem stofnun lifi áfram er að stórum hluta manneskjunnar Margrétar að þakka.“ Danmörk Kóngafólk Margrét Þórhildur II Danadrottning Friðrik X Danakonungur Tengdar fréttir Drottningin hafi varpað sprengju í danskt samfélag Sendiherra Íslands í Danmörku segir Margréti Þórhildi Danadrottningu hafa varpað sprengju í danskt samfélag með ákvörðun sinni að afsala sér krúnunni. Danir hafi verið algjörlega óviðbúnir þessum tíðindum og mörgum sé verulega brugðið. 1. janúar 2024 12:17 Margrét drottning ræddi við Karl konung fyrir ávarpið Margrét Þórhildur Danadrottning ræddi við frænda sinn, Karl Gústaf Svíakonung, og tilkynnti honum um ákvörðun sína að afsala sér krúnunni áður en hún greindi dönsku þjóðinni frá hinu sama í áramótaávarpi sínu í gærkvöldi. 1. janúar 2024 10:42 Margrét Þórhildur stígur til hliðar Margrét Þórhildur Danadrottning ætlar að stíga til hliðar hinn 14. janúar næst komandi. Hún tilkynnti þetta í áramótaávarpi sínu í dag. 31. desember 2023 17:16 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Þetta sagði Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, í nýársávarpi sínu sem hún flutti í gærkvöldi. Í ávarpinu fjallaði hún að langstærstum hluta um þá ákvörðun Margrétar Þórhildar Danadrottningar að afsala sér krúnunni þannig að Friðrik krónprins verði konungur Danmerkur 14. janúar næstkomandi. Frederiksen hafði ætlað sér að fjalla að stærstum hluta um málefni og stöðu aldraðra og fyrirhugaðar aðgerðir stjórnvalda í þeirra þágu í nýársávarpi sínu, en eftir að drottningin greindi frá ákvörðun sinni á gamlársdag þurfti forsætisráðherrann að endurskrifa sitt ávarp. Einstakt afrek Forsætisráðherrann þakkaði drottningunni í ávarpinu fyrir hennar framlag og hennar störf. „Það sem þú hefur megnað í bráðum 52 ár er einstakt afrek. Ekki er hægt að gera of mikið úr mikilvægi ykkar.“ Frederiksen sagði að ljóst sé að í framtíðinni verði ársins 2024 helst minnst fyrir brotthvarf drottningar af drottningarstóli. „Í gær var eins og tíminn hafi staðið í stað. Þú hefur verið akkeri okkar þegar á móti hefur blásið. Samviska okkar í mikilvægum álitamálum lífsins. Leiðtogi okkar í áratugi þar sem Danmörk framtíðarinnar reis á fætur. Þú hefur verið miðpunktur okkar á góðum sem erfiðum stundum.“ Passað upp á hefðir en einnig nútímaleg Áfram hélt forsætisráðherrann og hrósaði drottningunni fyrir að hafa verið fastur punktur í tilveru Dana, fyrir að hafa passað upp á hefðir en á sama tíma verið nútímalegur þjóðhöfðingi. „Drottningunni hefur tekist að tala til okkar sem einnar þjóðar. Bæði til nýrra og eldri Dana. Ungra sem aldinna. Og til ríkissins alls – Danmerkur, Færeyja og Grænlands.“ Frederiksen ræddi einnig framtíðina en þegar Friðrik krónprins tekur við krúnunni verður hann Friðrik tíundi. „Nú hefst nýr kafli í Danmörku. Við munum sakna Margrétar drottningar, sem við elskum svo mikið. En að Konungshöllin sem stofnun lifi áfram er að stórum hluta manneskjunnar Margrétar að þakka.“
Danmörk Kóngafólk Margrét Þórhildur II Danadrottning Friðrik X Danakonungur Tengdar fréttir Drottningin hafi varpað sprengju í danskt samfélag Sendiherra Íslands í Danmörku segir Margréti Þórhildi Danadrottningu hafa varpað sprengju í danskt samfélag með ákvörðun sinni að afsala sér krúnunni. Danir hafi verið algjörlega óviðbúnir þessum tíðindum og mörgum sé verulega brugðið. 1. janúar 2024 12:17 Margrét drottning ræddi við Karl konung fyrir ávarpið Margrét Þórhildur Danadrottning ræddi við frænda sinn, Karl Gústaf Svíakonung, og tilkynnti honum um ákvörðun sína að afsala sér krúnunni áður en hún greindi dönsku þjóðinni frá hinu sama í áramótaávarpi sínu í gærkvöldi. 1. janúar 2024 10:42 Margrét Þórhildur stígur til hliðar Margrét Þórhildur Danadrottning ætlar að stíga til hliðar hinn 14. janúar næst komandi. Hún tilkynnti þetta í áramótaávarpi sínu í dag. 31. desember 2023 17:16 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Drottningin hafi varpað sprengju í danskt samfélag Sendiherra Íslands í Danmörku segir Margréti Þórhildi Danadrottningu hafa varpað sprengju í danskt samfélag með ákvörðun sinni að afsala sér krúnunni. Danir hafi verið algjörlega óviðbúnir þessum tíðindum og mörgum sé verulega brugðið. 1. janúar 2024 12:17
Margrét drottning ræddi við Karl konung fyrir ávarpið Margrét Þórhildur Danadrottning ræddi við frænda sinn, Karl Gústaf Svíakonung, og tilkynnti honum um ákvörðun sína að afsala sér krúnunni áður en hún greindi dönsku þjóðinni frá hinu sama í áramótaávarpi sínu í gærkvöldi. 1. janúar 2024 10:42
Margrét Þórhildur stígur til hliðar Margrét Þórhildur Danadrottning ætlar að stíga til hliðar hinn 14. janúar næst komandi. Hún tilkynnti þetta í áramótaávarpi sínu í dag. 31. desember 2023 17:16