Við hefjum þó leik í Keflavík klukkan 19:05 á Stöð 2 Sport þar sem heimakonur taka á móti Haukum í Subway-deild kvenna sem farin er að rúlla á ný eftir stutt jólafrí. Að leik loknum verður Subway Körfuboltakvöld á sínum stað þar sem farið verður yfir allt það helsta úr leikjum umferðarinnar.
Klukkan 19:55 er svo komið að beinni útsendingu frá Alexandra Palace á Vodafone Sport þar sem þeir Luke Littler og Luke Humphries berjast um heimsmeistaratitilinn í pílukasti. Báðir eru þeir að keppa til úrslita í fyrsta sinn á ferlinum og því er ljóst að nýr heimsmeistari verður krýndur í kvöld.
Að lokum verður bein útsending frá viðureign Capitals og Devils í NHL-deildinni í íshokkí klukkan 00:35 eftir miðnætti á Vodafone Sport.