Fótbolti

Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Harry Kane, Michael Olise og félagar þeirra í Bayern München þurfa að bíða í viku í viðbót eftir því að tryggja sér titilinn.
Harry Kane, Michael Olise og félagar þeirra í Bayern München þurfa að bíða í viku í viðbót eftir því að tryggja sér titilinn. Getty/Alexander Hassenstein

Bayern München og Bayer Leverkusen unnu bæði leiki sína í þýsku Bundesligunni í fótbolta í dag og Bæjarar urðu því ekki þýskir meistarar eins og þeir gátu orðið hefðu öll úrslit fallið með þeim.

Bayern hefði tryggt sér titilinn með sigri ef Leverkusen hefði ekki unnið sinn leik.

Bayern München vann 3-0 heimasigur á Mainz. Leroy Sané kom Bayern í 1-0 á 27. mínútu og Michael Olise bætti við öðru marki fimm mínutum fyrir hálfleik. Konrad Laimer átti stoðsendinguna í báðum mörkunum.

Eric Dier innsiglaði sigurinn á 84. mínútu með skallamarki eftir sendingu frá Olise.

Bayer Leverkusen vann á sama tíma 2-0 heimasigur á Augsburg.

Leverkusen komst líka tveimur mörkum yfir í fyrri hálfleik á móti Augsburg. Patrik Schick skoraði fyrra markið á 13. mínútu og Emiliano Buendia kom liðinu síðan í 2-0 með marki í uppbótatíma fyrri hálfleiks.

Eftir þessa tvo leiki þá er Bayern með átta stiga forskot á Leverkusen þegar níu stig eru eftir í pottinum. Næsti sigur færir því Bæjurum titilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×