Skemmdarverk og fúkyrði á Austurvelli: „Farið heim til ykkar, Hamas-rottur“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. janúar 2024 21:09 Fyrri maðurinn mætti á Austurvöll um klukkan tvö í nótt, en sá seinni klukkan níu í morgun. Naji segir lögreglu hafa verið kallaða til vegna fyrri mannsins. Palestínskur maður sem haldið hefur til í tjaldi á Austurvelli segist hafa fengið tvær miður skemmtilegar heimsóknir í nótt og morgun. Myndbönd sýna tvo karlmenn, á sitthvorum tímanum, með ógnandi tilburði og fúkyrðaflaum í garð fólks á svæðinu. Í samtali við fréttastofu segir Naji Asar, sem er einn þeirra sem reistu hafa tjöld fyrir utan Alþingi til að minna á fjölskyldur sínar sem hafast við í tjöldum á götum Gasa við skelfilegar aðstæður, að fyrri maðurinn hafi mætt á svæðið um klukkan tvö í nótt. Það er maðurinn sem sést fyrr í myndbandinu. „Við sátum saman inni í stóru tjaldi nokkrir vinir. Þá kemur hann inn og byrjar að tala við okkur, en ég svara ekki fyrr en hann spyr hvort ég skilji hann. Þá spyr ég hann hvort ég geti aðstoðað, en hann segir mér að þegja,“ segir Naji. Maðurinn hafi í kjölfar orðið afar ógnandi og hlaupið gólandi út úr tjaldinu. Hann hafi meðal annars skemmt síma vinar hans og tekið niður eitt tjaldanna. Hið síðarnefnda sést í upphafi myndskeiðsins í spilaranum hér að neðan. Naji segir að hringt hafi verið á lögreglu vegna mannsins, og hann handtekinn. „Farið heim til ykkar, Hamas-rottur“ Seinni maðurinn, sem Naji segir hafa verið leigubílstjóra að bíða eftir farþegum á hóteli í grenndinni, hafi komið á svæðið um klukkan níu í morgun. „Hann kom inn í tjaldið og spurði hvort við værum með leyfi til að vera á svæðinu. Ég játti því og spurði hvort hann vildi sjá. Þá fengum við fúkyrðaflauminn yfir okkur,“ segir Naji. Maðurinn hafi látið afar ljót orð falla. „Hann sagði að Ísrael myndi drepa alla frá Palestínu. Það var áður en ég byrjaði að taka upp, en eftir að ég byrjaði að taka upp hélt hann áfram,“ segir Naji. Í myndbandinu heyrist maðurinn meðal annars segja „Go home Hamas rats“ sem útlista mætti sem „Farið heim til ykkar, Hamas-rottur“. Auk þess sem heyrist hann segja Naji að fara til fjandans, og að hann hafi ekki gefið leyfi til að láta mynda sig og því væri Naji það óheimilt. Málið er afar óþægilegt segir Naji, en stundum hafa börnin hans þrjú, sem eru á aldrinum sex til fjórtán ára, verið hjá honum á Austurvelli. „Ég er hræddur um að einhver geri þeim eitthvað,“ segir Naji. Naji hefur haldið til í tjaldi á Austurvelli í viku.Vísir/Sigurjón Hefur ekki áhyggjur af atvinnumissinum Líkt og áður segir er Naji einn þeirra Palestínumanna með samþykkta fjölskyldusameiningu sem dvalið hafa í tjöldum á Austurvelli til að minna þingheim á þær ömurlegu aðstæður sem fólk býr við á Gasa. Sjá einnig: „Við fylgjumst bara með fjölskyldu okkar deyja smám saman“ Naji hefur nú dvalið í sjö daga við Austurvöll, ásamt nokkrum fleirum. Einhverjir hafi þurft frá að hverfa vegna vinnu, en Naji hefur sjálfur misst vinnuna þar sem hann hafi verið önnum kafinn í mótmælunum. „Ég mun aldrei gefast upp á þessu, á fólkinu mínu,“ segir Naji. Hann segist litlar áhyggjur hafa af atvinnumissinum. „Ég finn aðra vinnu. Ég missti ekki vinnuna, þau misstu mig,“ segir Naji. Reykjavík Palestína Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Í samtali við fréttastofu segir Naji Asar, sem er einn þeirra sem reistu hafa tjöld fyrir utan Alþingi til að minna á fjölskyldur sínar sem hafast við í tjöldum á götum Gasa við skelfilegar aðstæður, að fyrri maðurinn hafi mætt á svæðið um klukkan tvö í nótt. Það er maðurinn sem sést fyrr í myndbandinu. „Við sátum saman inni í stóru tjaldi nokkrir vinir. Þá kemur hann inn og byrjar að tala við okkur, en ég svara ekki fyrr en hann spyr hvort ég skilji hann. Þá spyr ég hann hvort ég geti aðstoðað, en hann segir mér að þegja,“ segir Naji. Maðurinn hafi í kjölfar orðið afar ógnandi og hlaupið gólandi út úr tjaldinu. Hann hafi meðal annars skemmt síma vinar hans og tekið niður eitt tjaldanna. Hið síðarnefnda sést í upphafi myndskeiðsins í spilaranum hér að neðan. Naji segir að hringt hafi verið á lögreglu vegna mannsins, og hann handtekinn. „Farið heim til ykkar, Hamas-rottur“ Seinni maðurinn, sem Naji segir hafa verið leigubílstjóra að bíða eftir farþegum á hóteli í grenndinni, hafi komið á svæðið um klukkan níu í morgun. „Hann kom inn í tjaldið og spurði hvort við værum með leyfi til að vera á svæðinu. Ég játti því og spurði hvort hann vildi sjá. Þá fengum við fúkyrðaflauminn yfir okkur,“ segir Naji. Maðurinn hafi látið afar ljót orð falla. „Hann sagði að Ísrael myndi drepa alla frá Palestínu. Það var áður en ég byrjaði að taka upp, en eftir að ég byrjaði að taka upp hélt hann áfram,“ segir Naji. Í myndbandinu heyrist maðurinn meðal annars segja „Go home Hamas rats“ sem útlista mætti sem „Farið heim til ykkar, Hamas-rottur“. Auk þess sem heyrist hann segja Naji að fara til fjandans, og að hann hafi ekki gefið leyfi til að láta mynda sig og því væri Naji það óheimilt. Málið er afar óþægilegt segir Naji, en stundum hafa börnin hans þrjú, sem eru á aldrinum sex til fjórtán ára, verið hjá honum á Austurvelli. „Ég er hræddur um að einhver geri þeim eitthvað,“ segir Naji. Naji hefur haldið til í tjaldi á Austurvelli í viku.Vísir/Sigurjón Hefur ekki áhyggjur af atvinnumissinum Líkt og áður segir er Naji einn þeirra Palestínumanna með samþykkta fjölskyldusameiningu sem dvalið hafa í tjöldum á Austurvelli til að minna þingheim á þær ömurlegu aðstæður sem fólk býr við á Gasa. Sjá einnig: „Við fylgjumst bara með fjölskyldu okkar deyja smám saman“ Naji hefur nú dvalið í sjö daga við Austurvöll, ásamt nokkrum fleirum. Einhverjir hafi þurft frá að hverfa vegna vinnu, en Naji hefur sjálfur misst vinnuna þar sem hann hafi verið önnum kafinn í mótmælunum. „Ég mun aldrei gefast upp á þessu, á fólkinu mínu,“ segir Naji. Hann segist litlar áhyggjur hafa af atvinnumissinum. „Ég finn aðra vinnu. Ég missti ekki vinnuna, þau misstu mig,“ segir Naji.
Reykjavík Palestína Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira