TMZ segist hafa heimildir fyrir því að eftir áflogin sem sjáist á myndbandinu hafi Ziering tekist að komast aftur í bíl sinn og aka í burtu.
Ziering gerði garðinn frægan í sjónvarpsþáttunum Beverly Hills, 90210, en þar fór hann með hlutverk Steve Sanders.
Á mánudag, tjáði Ziering sig um atvikið á Instagram. Þar sagðist hann þakklátur fyrir að tólf ára gömul dóttir hans, Mia, sem og hann sjálfur hafi sloppið ómeidd.
Hann vill meina að um sjálfsvörn hafi verið að ræða af sinni hálfu, en ástæða átakanna er nokkuð óljós.
„Ég hef miklar áhyggjur af veldisvexti hópa sem koma í veg fyrir að friður og öryggi sé mögulegt,“ sagði Ziering.