Á vef Vinnuverndar kemur fram að Valgeir hafi í lok október óskað eftir því að hætta störfum. Ása Inga hafi tekið við starfinu 4. desember en Valgeir verður henni og fyrirtækinu til aðstoðar út febrúar.
„Valgeir hefur verið mjög farsæll framkvæmdastjóri og hefur haft lag á að laða hæft og gott fólk til starfa hjá fyrirtækinu. Hann hefur ávallt náð góðum árangri í þeim verkefnum sem hann hefur tekið sér fyrir hendur og átt stærstan þátt í uppbyggingu og árangursríkri vegferð Vinnuverndar,“ segir á vef Vinnuverndar.
Ása Inga hóf störf hjá Vinnuvernd fyrir rúmu ári síðan sem yfirmaður þjónustu- og markaðssviðs.
„Á þeim tíma hefur hún komið inn með ferskar hugmyndir, sýnt áræðni og hve megnug hún er. Ása Inga, sem hefur víðtæka stjórnunarreynslu, hefur svo sannarlega náð að setja svip sinn á fyrirtækið á þessum stutta tíma. Við horfum full bjartsýni til framtíðar og hlökkum til áframhaldandi samstarfs með ykkur öllum,“ segir í tilkynningu frá stjórn Vinnuverndar.