Aðeins helmingur íbúa með fastan heimilislækni þvert gegn stefnu stjórnvalda Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. janúar 2024 13:58 Margrét Ólafía Tómasdóttir formaður Félags íslenskra heimilislækna. Vísir/Arnar Þrátt fyrir að heilbrigðisyfirvöld stefni að því að landsmenn séu með fastan skráðan heimilislækni á það aðeins við um helming íbúa á höfuðborgarasvæðinu. Ástæðan er skortur á heimilislæknum að sögn formanns félags þeirra. Það hafi áhrif á aðgengi og gæði þjónustunnar. Heilsugæslan sé í raun verr stödd en Landspítalinn. Fagfólk á Landspítalanum hefur undanfarið lýst gríðarlegu álagi þar í fjölmiðlum. Þrátt fyrir að það séu gamalkunnug stef þá segist fólk aldrei hafa séð það svartara. Víða er líka mikil bið eftir tíma hjá læknum á heilsugæslunni sem virðist í einhverjum tilvikum aðeins geta sinnt bráðatilfellum og hafa t.d. miklar umræður spunnist um það á samfélagsmiðlum. Meiri læknaskortur hjá heilsugæslunni Margrét Ólafía Tómasdóttir formaður félags íslenskra heimilislækna telur jafnvel meiri skort á læknum hjá heilsugæslunni en á Landspítalanum. „Þetta er all stór vandi sem endurspeglast bæði á spítalanum og hjá heilsugæslunni. Ég held hins vegar að á þessari stundu sé heilsugæslan ver stödd en spítalinn með tilliti til fjölda lækna,“ segir Margrét. Hún segir of fáa hafa fastan heimilislækni. „Í rauninni sýna tölur frá Sjúkratryggingum að einungis fimmtíu prósent íbúa eru með skráðan fastan heimilislækni. Það er dálítill munur millli hverfa. Þá sérstaklega út frá því hversu vel heilsugæslustöðin í þinu hverfi er mönnuð. Það að hafa fastan heimilislækni hefur hins egar bæði áhrif á aðgengi og gæði þjónustunnar. Það er miklu auðveldara að eiga í samskiptum við lækni sem þekkir þig. Þá er mikill munur á því að eiga samskipti í síma eða rafrænt við einhvern sem þú þekkir eða við ókunnuga manneskju. Það er afskaplega erfitt að taka læknisfræðilegar ályktanir um hluti í gegnum rafræn skilaboð um einstakling sem þú hefur aldrei hitt,“ segir hún. Þvert gegn stefnu stjórnvalda Hún segir þetta vera fyrst og fremst vegna skorts á læknum og þvert á stefnu stjórnvalda. „Stefnan hjá Sjúkratryggingum og hjá heilbrigðisráðuneytinu hefur verið að heimililæknar séu með fast skráða skjólstæðinga eins mikið og hægt er. Hver heimilislæknir má vera með um tólfhundruð skjólstæðinga,“ segir hún. Hún segir að lengi hafi verið bent á að þessi staða gæti komið upp. „Það eru ýmsar ástæður fyrir þessum skorti nú. Ein er að stór hluti heimilislækna er að komast á aldur. Þá er skortur á heimilislæknum á aldrinum 50-60 ára. Góðu fréttirnar eru að aftur hefur verið vinsælt að fara í sérnám í heimilislækningum á undanförnum árum þannig að við eigum von á nýjum hópi heimilislækna á næstu fimm til tíu árum,“ segir Margrét. Heilbrigðismál Landspítalinn Heilsugæsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Fólk búið að bíða upp undir ár á spítalanum eftir plássi Hjúkrunarfræðingur og einn af stjórnendum Landspítalans segir stóran hóp aldraða, sem fastur er á spítalanum vegna skorts á öðrum úrræðum, eiga betra skilið en að vera orðinn eitthvað vandamál á síðustu metrunum. Uggvænlegt sé að engin lausn sé í sjónmáli. 5. janúar 2024 21:01 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Fagfólk á Landspítalanum hefur undanfarið lýst gríðarlegu álagi þar í fjölmiðlum. Þrátt fyrir að það séu gamalkunnug stef þá segist fólk aldrei hafa séð það svartara. Víða er líka mikil bið eftir tíma hjá læknum á heilsugæslunni sem virðist í einhverjum tilvikum aðeins geta sinnt bráðatilfellum og hafa t.d. miklar umræður spunnist um það á samfélagsmiðlum. Meiri læknaskortur hjá heilsugæslunni Margrét Ólafía Tómasdóttir formaður félags íslenskra heimilislækna telur jafnvel meiri skort á læknum hjá heilsugæslunni en á Landspítalanum. „Þetta er all stór vandi sem endurspeglast bæði á spítalanum og hjá heilsugæslunni. Ég held hins vegar að á þessari stundu sé heilsugæslan ver stödd en spítalinn með tilliti til fjölda lækna,“ segir Margrét. Hún segir of fáa hafa fastan heimilislækni. „Í rauninni sýna tölur frá Sjúkratryggingum að einungis fimmtíu prósent íbúa eru með skráðan fastan heimilislækni. Það er dálítill munur millli hverfa. Þá sérstaklega út frá því hversu vel heilsugæslustöðin í þinu hverfi er mönnuð. Það að hafa fastan heimilislækni hefur hins egar bæði áhrif á aðgengi og gæði þjónustunnar. Það er miklu auðveldara að eiga í samskiptum við lækni sem þekkir þig. Þá er mikill munur á því að eiga samskipti í síma eða rafrænt við einhvern sem þú þekkir eða við ókunnuga manneskju. Það er afskaplega erfitt að taka læknisfræðilegar ályktanir um hluti í gegnum rafræn skilaboð um einstakling sem þú hefur aldrei hitt,“ segir hún. Þvert gegn stefnu stjórnvalda Hún segir þetta vera fyrst og fremst vegna skorts á læknum og þvert á stefnu stjórnvalda. „Stefnan hjá Sjúkratryggingum og hjá heilbrigðisráðuneytinu hefur verið að heimililæknar séu með fast skráða skjólstæðinga eins mikið og hægt er. Hver heimilislæknir má vera með um tólfhundruð skjólstæðinga,“ segir hún. Hún segir að lengi hafi verið bent á að þessi staða gæti komið upp. „Það eru ýmsar ástæður fyrir þessum skorti nú. Ein er að stór hluti heimilislækna er að komast á aldur. Þá er skortur á heimilislæknum á aldrinum 50-60 ára. Góðu fréttirnar eru að aftur hefur verið vinsælt að fara í sérnám í heimilislækningum á undanförnum árum þannig að við eigum von á nýjum hópi heimilislækna á næstu fimm til tíu árum,“ segir Margrét.
Heilbrigðismál Landspítalinn Heilsugæsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Fólk búið að bíða upp undir ár á spítalanum eftir plássi Hjúkrunarfræðingur og einn af stjórnendum Landspítalans segir stóran hóp aldraða, sem fastur er á spítalanum vegna skorts á öðrum úrræðum, eiga betra skilið en að vera orðinn eitthvað vandamál á síðustu metrunum. Uggvænlegt sé að engin lausn sé í sjónmáli. 5. janúar 2024 21:01 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Fólk búið að bíða upp undir ár á spítalanum eftir plássi Hjúkrunarfræðingur og einn af stjórnendum Landspítalans segir stóran hóp aldraða, sem fastur er á spítalanum vegna skorts á öðrum úrræðum, eiga betra skilið en að vera orðinn eitthvað vandamál á síðustu metrunum. Uggvænlegt sé að engin lausn sé í sjónmáli. 5. janúar 2024 21:01