Að þétta og þróa byggð í Hlíðunum Ævar Harðarson skrifar 10. janúar 2024 07:31 Senn fer að ljúka kynningu á tillögum að nýju hverfisskipulagi fyrir Háteigshverfi (Holt og Norðurmýri), Hlíðahverfi og Öskjuhlíðarhverfi. Þessi kynning hófst 16. nóvember á síðasta ári og er áætlað að henni ljúki fyrir lok janúar. Rólegt hefur verið í kringum tillögurnar þegar þetta er skrifað. Aðeins sjö umsagnir hafa borist í skipulagsgatt.is þar sem hægt er að koma lögformlegum ábendingum á framfæri. Svo fáar athugasemdir um jafn stórt og umfangsmið skipulagsmál, sem varðar um hátt í tvöþúsund húseignir verður að teljast lítið. Því erum við að vekja athygli húseigenda og íbúa á þessum máli núna. Ágæti húseigandi endilega kynntu þér tillögurnar sem eru til sýnis í þjónustuveri Reykjavíkurborgar í Borgartúni 12- 14. Tillögurnar er einnig hægt að skoða á kynningarvef hverfisskipulagsins; https://reykjavik.is/hverfisskipulag/hlidar. Hvað þurfa húseigendur að kynna sér? Í tillögum að nýju hverfisskipulagi er að finna hugmyndir um viðbyggingar og þéttingu byggðar, þakhækkanir og kvisti, svalir, fjölgun íbúða, hverfisvernd, flokkun úrgangs og grenndarstöðvar, græn svæði eins og Klambratún og lausagöngugerð fyrir hunda, til að nefna það helsta. Viðbyggingar og þétting Víða í borgarhlutanum standa hús á nokkuð stórum lóðum sem hugsanlega mætti nýta betur. Í tillögum að hverfisskipulagi eru settar fram hugmyndir að hóflegum heimildum til viðbygginga. Þetta á bæði við um einbýli, raðhús og fjölbýlishús. Á nokkrum stöðum t.d. við Skipholt og Bólstaðahlíð standa fjölbýlishús á stórum lóðum þar sem nýta mætti land mun betur og þróa nýjar íbúðir, sem sárlega vantar í borginni. Í tillögunum er gert ráð fyrir að þetta svæði verði gert að sérstöku þróunarsvæði til að kanna hvort og hvernig megi koma þar fyrir nýjum íbúðum, í samstarfi borgarinnar og lóðarhafa. Hvað segir þú ágæti íbúi um þessar hugmyndir? Mynd 1. Á myndinni má sjá hugmyndir að uppbyggingu við Bólstaðarhlíð. Mynd: Trípólí arkitektar Þakhæðir og kvistir Í gegnum tíðina hefur það tíðkast að þök á eldri húsum í Hlíðum hafi verið hækkuð og útbúnir kvistir í þaki. Slíkar breytingar geta bætt nýtingu á rishæðum og aukið gæði íbúða. Samtímis breyta slíkar framkvæmdir ásýnd húsa og götumynda. Í tillögunum er verið að heimila slíkar þakbreytingar víða í borgarhlutanum. Hefur þú ágæti íbúi kynnt þér hvort tillögur sé um þakhækkanir og kvisti þar sem þú býrð? Mynd 2. Á myndinni má sjá útfærslu á þakhækkun og kvisti á dæmigerðu fjölbýlishúsi í Hlíðum. Mynd: Ydda arkitektar Svalir á eldri hús Þegar húsin í Háteigshverfi (Holt og Norðurmýri) og Hlíðahverfi voru byggð á fjórða áratug 20. aldar var litið á svalir sem lúxus. Því eru mörg eldri hús í borgarhlutanum án svala. Í dag er skylda að hafa svalir á húsum sem eru tvær hæðir eða hærri m.a. vegna brunavarna. Í tillögunum eru sýndar teikningar að nýjum svölum sem sérstaklega eru ætlaðar byggðinni í Rauðarárholti og hluta Norðurmýrar. Með þessari samræmdu hönnun er leitast við að standa vörð um einkenni byggðarinnar um leið og gæði íbúða eru aukin og bætt er úr brunavörnum. Teikningarnar eru gjaldfrjálsar fyrir íbúa og hönnuði og ekkert því til fyrirstöðu að þær séu notaðar á öðrum svæðum þar sem þær henta byggingarstíl húsa. Hvað segir þú ágæti íbúi um tillögur að svölum á þínu svæði? Mynd 3. Húsin í Rauðarárholti með nýjum svölum, meðal annars til að bæta brunaöryggi en líka til útivistar. Teikning: A arkitektar Fjölgun íbúða Í tilögum að skilmálum hverfisskipulags eru víða gefnar heimildir fyrir sameiningu íbúða á aðliggjandi hæðum í sambýlishúsum. Í Hlíðum er hlutfall stærri fjölskylduíbúða nokkuð lágt og heimild fyrir sameiningu íbúða getur því aukið fjölbreytni í íbúðagerðum og jafnað aldursdreifingu íbúa, sem getur stuðlað að betri nýtingu á ýmsum innviðum í hverfinu, svo sem leik- og grunnskólum. Sömuleiðis getur verið heimilt að skipta íbúð upp á milli hæða og útbúa annað hvort sjálfstæða íbúð með sér fasteignanúmer eða svokallaða aukaíbúð. Samkvæmt tillögunum fá aukaíbúðir ekki sérstakt fasteignanúmer og má ekki selja frá aðalíbúð. Þær má hinsvegar leigja út. Aukaíbúð getur til dæmis verið góður kostur fyrir fjölskyldumeðlimi, eins og ungt fólk sem er að byrja búsetu eða afa og ömmu sem óska þess að vera nálægt fjölskyldunni. Í Hlíðum eru ekki síst tækifæri til að útbúa aukaíbúðir í bílageymslum. Eru slíkar heimildir í tillögunum fyrir þitt hús ágæti húseigandi? Mynd 4. Myndin sýnir mismunandi útfærslur á aukaíbúð í bílageymslu. Mynd: Ydda arkitektar Aðrar byggingar á lóð Á undaförnum árum hafa sprottið upp „ eins og gorkúlur“ smáhýsi, garðskúrar og gróðurhús á lóðum út um alla borg. Þessar byggingarframkvæmdir urðu sérstaklega áberandi í Covid faraldrinum. Byggingarfyrirtæki og söluaðilar brugðust við þessu og buðu húseigendum fjölbreyttar lausnir. Í eldri og heildstæðri byggð eins og Hlíðum er mikilvægt að vanda til verka svo að yfirbragði byggðarinnar sé ekki raskað að óþörfu. Í skilmálum skipulagsins og í leiðbeiningum um aðrar byggingar á lóð, sem fylgja hverfisskipulagi, eru því settar ýmsar takmarkanir svo sem um fjölda, stærð og staðsetningu á lóðinni. Hver er þín skoðun ágæti íbúi í borgarhluta 3 á þessu máli? Mynd 5. Á myndunum eru sýndar mismunandi útfærslur á hvar hægt er að staðsetja smáhýsi, gróðurhús, skýli og gerði jafnt við smærri fjöleignarhús og stærri. Mynd: Trípólí arkitektar. Tillögur um hverfisvernd Í tillögnum er verið að leggja til hverfisvernd á nokkur svæði. En hvað er hverfisvernd? Í skipulagsreglugerð segir að hverfisvernd séu ákvæði í svæðis-, aðal- eða deiliskipulagi um vernd á sérkennum eldri byggðar, annarra menningarsögulegra minja eða náttúruminja. Tekið skal fram að hverfisvernd er ekki friðun í skilningi laga um menningarminjar. Rétt þykir að vekja athygli húseigenda á tillögum m.a. vegna þess að þegar sett hefur verið hverfisvernd á hús, götumyndir eða svæði getur það hamlað breytingum og sett strangari kröfur m.a. um viðhald. Einnig getur hverfisvernd haft áhrif á nýtingu bygginga. Ágæti húseigandi, þess vegna er verið að vekja athygli þína á tillögum að hverfisvernd til þess að þú getir myndað þér skoðun á þeim og eftir atvikum komið á framfæri athugasemdum. Flokkun á úrgangi og grenndarstöðvar Undanfarin ár hafa kröfur um flokkun á sorpi aukist mikið og sorpílátum fjölgað við hvert hús. Í eldri byggð er oft erfitt að mæta þessum kröfum í núverandi húsnæði svo vel sé. Í tillögum hverfisskipulags er að finna heimildir til handa húseigendum og húsfélögum til að byggja sorpgerði á lóðinni svo snyrtilega megi koma fyrir sorpílátum og auðvelda flokkun. Á stórum fjölbýlishúsalóðum má einnig byggja sameiginleg sorpskýli fyrir alla lóðina eða koma fyrir djúpgámum ef aðstæður leyfa. Þessar heimildir eru ekki eingöngu hagnýtar fyrir íbúa heldur geta þær auðveldað og flýtt fyrir sorphirðu mjög víða. Með hverfisskipulagi er staðsetning grenndarstöðva fest í skipulagi. Staðsetningu þeirra má sjá á kortinu fyrir neðan. Við staðsetningu er horft til þess að grenndarstöðvar séu í göngufæri við sem flesta íbúa hverfisins. Ágæti íbúi, hefur þú kynnt þér tillögur hverfiskipulags um flokkun og grenndarstöðva? Mynd 6. Kort af borgarhluta 3 þar sem sýndar núverandi- og væntanlegar grenndarstöðvar. Grænar áherslur Í gróinni byggð eins og er í borgarhluta 3 vantar oft garða og torg á ákveðnum svæðum. Þetta á sérstaklega við um Holtin. Til þess að bæta úr því er lagt til að breyta bílastæði sem er á borgarlandi í grænt hverfistorg sem í tillögunum er kallað Holtatorg. Á meðfylgjandi myndum má sjá tillögu að þessu nýja hverfistorgi mitt í Háteigshverfinu á horni Einholts, Skipholts og Stórholts. Þar er gert ráð fyrir gróðursvæðum og aðstöðu fyrir börn og fullorðna til þess að dvelja og leika og njóta samveru úti. Efasemdir komu fram á íbúafundi borgarstjóra á Kjarvalsstöðum 21. nóvember s.l. um að hugmyndin um þetta torg væru góðar. Það væri þörf á þessum bílastæðum í hverfinu og að þarna væri sjaldan logn. Og aftur beini ég spurningunni til þín ágæti íbúi, hver er þín skoðun á tillögum að hverfistorgi í Holtunum? Mynd 7. Nýtt grænt Holtatorg á mótum Einholts, Skipholts og Stórholts. Teikning: Jakob Jakobsson arkitekt. Klambratún, almenningssalerni og lausagöngugarður Í tillögum hverfisskipulags er lögð sérstök áhersla á að styrkja og vernda Klambratún sem eitt mikilvægasta opna svæðið í borginni. Klambratún er eitt af mest sóttu almenningssvæðunum í borginni. Á svæðinu austan við Kjarvalsstaði, þar sem lengst af hefur verið verkbækistöð garðyrkjunnar, er gert ráð fyrir að umfang starfseminnar minnki mikið. Heimilt verður að rífa núverandi mannvirki á svæðinu eða nýta þau fyrir aukna þjónustu við gesti garðsins, til dæmis fyrir almenningssalerni sem mjög hefur verið kallað eftir. Einnig er í tillögunum lagt til að þar verði staðsett lausagöngusvæði fyrir hunda.Svæðið verður afmarkað svo að ferfætlingar og eigendur þeirra fái að njóta sín á öruggu svæði í fjarlægð frá öðrum notendum garðsins. Ágæti íbúi hver er skoðun þín á þessum hugmyndum? Mynd 8: Uppdráttur af Klambratúni sem sýnir áætlun um þróun garðsins. Bent er á að austan við Kjarvalsstaði af afmörkuðu svæði er gerð tillaga um lausagöngugarð fyrir hunda ásamt almenningsalerni. Teikning: Landslag, Landslagsarkitektúr og skipulag. Hvað er framundan? Miðvikudaginn 10. janúar verður leiðsögn um sýningu á tillögunum að nýju hverfisskipulag í borgarhluta 3 í þjónustuveri Reykjavíkurborgar í Borgartúni 12–14. Leiðsögnin stendur frá 16.00 til 17.00. Á þessum viðburði gefst húseigendum og íbúum tækifæri til þess að spyrja sérfræðinga borgarinnar um tillögurnar. Eins og fram hefur komið er sérstök kynningarsíða með tillögunum á vef Reykjavíkurborgar, reykjavik.is/hverfisskipulag/hlidar. Höfundur er deildarstjóri Hverfisskipulags Reykjavíkur/ Ph.D. arkitekt, Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ævar Harðarson Reykjavík Skipulag Arkitektúr Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Senn fer að ljúka kynningu á tillögum að nýju hverfisskipulagi fyrir Háteigshverfi (Holt og Norðurmýri), Hlíðahverfi og Öskjuhlíðarhverfi. Þessi kynning hófst 16. nóvember á síðasta ári og er áætlað að henni ljúki fyrir lok janúar. Rólegt hefur verið í kringum tillögurnar þegar þetta er skrifað. Aðeins sjö umsagnir hafa borist í skipulagsgatt.is þar sem hægt er að koma lögformlegum ábendingum á framfæri. Svo fáar athugasemdir um jafn stórt og umfangsmið skipulagsmál, sem varðar um hátt í tvöþúsund húseignir verður að teljast lítið. Því erum við að vekja athygli húseigenda og íbúa á þessum máli núna. Ágæti húseigandi endilega kynntu þér tillögurnar sem eru til sýnis í þjónustuveri Reykjavíkurborgar í Borgartúni 12- 14. Tillögurnar er einnig hægt að skoða á kynningarvef hverfisskipulagsins; https://reykjavik.is/hverfisskipulag/hlidar. Hvað þurfa húseigendur að kynna sér? Í tillögum að nýju hverfisskipulagi er að finna hugmyndir um viðbyggingar og þéttingu byggðar, þakhækkanir og kvisti, svalir, fjölgun íbúða, hverfisvernd, flokkun úrgangs og grenndarstöðvar, græn svæði eins og Klambratún og lausagöngugerð fyrir hunda, til að nefna það helsta. Viðbyggingar og þétting Víða í borgarhlutanum standa hús á nokkuð stórum lóðum sem hugsanlega mætti nýta betur. Í tillögum að hverfisskipulagi eru settar fram hugmyndir að hóflegum heimildum til viðbygginga. Þetta á bæði við um einbýli, raðhús og fjölbýlishús. Á nokkrum stöðum t.d. við Skipholt og Bólstaðahlíð standa fjölbýlishús á stórum lóðum þar sem nýta mætti land mun betur og þróa nýjar íbúðir, sem sárlega vantar í borginni. Í tillögunum er gert ráð fyrir að þetta svæði verði gert að sérstöku þróunarsvæði til að kanna hvort og hvernig megi koma þar fyrir nýjum íbúðum, í samstarfi borgarinnar og lóðarhafa. Hvað segir þú ágæti íbúi um þessar hugmyndir? Mynd 1. Á myndinni má sjá hugmyndir að uppbyggingu við Bólstaðarhlíð. Mynd: Trípólí arkitektar Þakhæðir og kvistir Í gegnum tíðina hefur það tíðkast að þök á eldri húsum í Hlíðum hafi verið hækkuð og útbúnir kvistir í þaki. Slíkar breytingar geta bætt nýtingu á rishæðum og aukið gæði íbúða. Samtímis breyta slíkar framkvæmdir ásýnd húsa og götumynda. Í tillögunum er verið að heimila slíkar þakbreytingar víða í borgarhlutanum. Hefur þú ágæti íbúi kynnt þér hvort tillögur sé um þakhækkanir og kvisti þar sem þú býrð? Mynd 2. Á myndinni má sjá útfærslu á þakhækkun og kvisti á dæmigerðu fjölbýlishúsi í Hlíðum. Mynd: Ydda arkitektar Svalir á eldri hús Þegar húsin í Háteigshverfi (Holt og Norðurmýri) og Hlíðahverfi voru byggð á fjórða áratug 20. aldar var litið á svalir sem lúxus. Því eru mörg eldri hús í borgarhlutanum án svala. Í dag er skylda að hafa svalir á húsum sem eru tvær hæðir eða hærri m.a. vegna brunavarna. Í tillögunum eru sýndar teikningar að nýjum svölum sem sérstaklega eru ætlaðar byggðinni í Rauðarárholti og hluta Norðurmýrar. Með þessari samræmdu hönnun er leitast við að standa vörð um einkenni byggðarinnar um leið og gæði íbúða eru aukin og bætt er úr brunavörnum. Teikningarnar eru gjaldfrjálsar fyrir íbúa og hönnuði og ekkert því til fyrirstöðu að þær séu notaðar á öðrum svæðum þar sem þær henta byggingarstíl húsa. Hvað segir þú ágæti íbúi um tillögur að svölum á þínu svæði? Mynd 3. Húsin í Rauðarárholti með nýjum svölum, meðal annars til að bæta brunaöryggi en líka til útivistar. Teikning: A arkitektar Fjölgun íbúða Í tilögum að skilmálum hverfisskipulags eru víða gefnar heimildir fyrir sameiningu íbúða á aðliggjandi hæðum í sambýlishúsum. Í Hlíðum er hlutfall stærri fjölskylduíbúða nokkuð lágt og heimild fyrir sameiningu íbúða getur því aukið fjölbreytni í íbúðagerðum og jafnað aldursdreifingu íbúa, sem getur stuðlað að betri nýtingu á ýmsum innviðum í hverfinu, svo sem leik- og grunnskólum. Sömuleiðis getur verið heimilt að skipta íbúð upp á milli hæða og útbúa annað hvort sjálfstæða íbúð með sér fasteignanúmer eða svokallaða aukaíbúð. Samkvæmt tillögunum fá aukaíbúðir ekki sérstakt fasteignanúmer og má ekki selja frá aðalíbúð. Þær má hinsvegar leigja út. Aukaíbúð getur til dæmis verið góður kostur fyrir fjölskyldumeðlimi, eins og ungt fólk sem er að byrja búsetu eða afa og ömmu sem óska þess að vera nálægt fjölskyldunni. Í Hlíðum eru ekki síst tækifæri til að útbúa aukaíbúðir í bílageymslum. Eru slíkar heimildir í tillögunum fyrir þitt hús ágæti húseigandi? Mynd 4. Myndin sýnir mismunandi útfærslur á aukaíbúð í bílageymslu. Mynd: Ydda arkitektar Aðrar byggingar á lóð Á undaförnum árum hafa sprottið upp „ eins og gorkúlur“ smáhýsi, garðskúrar og gróðurhús á lóðum út um alla borg. Þessar byggingarframkvæmdir urðu sérstaklega áberandi í Covid faraldrinum. Byggingarfyrirtæki og söluaðilar brugðust við þessu og buðu húseigendum fjölbreyttar lausnir. Í eldri og heildstæðri byggð eins og Hlíðum er mikilvægt að vanda til verka svo að yfirbragði byggðarinnar sé ekki raskað að óþörfu. Í skilmálum skipulagsins og í leiðbeiningum um aðrar byggingar á lóð, sem fylgja hverfisskipulagi, eru því settar ýmsar takmarkanir svo sem um fjölda, stærð og staðsetningu á lóðinni. Hver er þín skoðun ágæti íbúi í borgarhluta 3 á þessu máli? Mynd 5. Á myndunum eru sýndar mismunandi útfærslur á hvar hægt er að staðsetja smáhýsi, gróðurhús, skýli og gerði jafnt við smærri fjöleignarhús og stærri. Mynd: Trípólí arkitektar. Tillögur um hverfisvernd Í tillögnum er verið að leggja til hverfisvernd á nokkur svæði. En hvað er hverfisvernd? Í skipulagsreglugerð segir að hverfisvernd séu ákvæði í svæðis-, aðal- eða deiliskipulagi um vernd á sérkennum eldri byggðar, annarra menningarsögulegra minja eða náttúruminja. Tekið skal fram að hverfisvernd er ekki friðun í skilningi laga um menningarminjar. Rétt þykir að vekja athygli húseigenda á tillögum m.a. vegna þess að þegar sett hefur verið hverfisvernd á hús, götumyndir eða svæði getur það hamlað breytingum og sett strangari kröfur m.a. um viðhald. Einnig getur hverfisvernd haft áhrif á nýtingu bygginga. Ágæti húseigandi, þess vegna er verið að vekja athygli þína á tillögum að hverfisvernd til þess að þú getir myndað þér skoðun á þeim og eftir atvikum komið á framfæri athugasemdum. Flokkun á úrgangi og grenndarstöðvar Undanfarin ár hafa kröfur um flokkun á sorpi aukist mikið og sorpílátum fjölgað við hvert hús. Í eldri byggð er oft erfitt að mæta þessum kröfum í núverandi húsnæði svo vel sé. Í tillögum hverfisskipulags er að finna heimildir til handa húseigendum og húsfélögum til að byggja sorpgerði á lóðinni svo snyrtilega megi koma fyrir sorpílátum og auðvelda flokkun. Á stórum fjölbýlishúsalóðum má einnig byggja sameiginleg sorpskýli fyrir alla lóðina eða koma fyrir djúpgámum ef aðstæður leyfa. Þessar heimildir eru ekki eingöngu hagnýtar fyrir íbúa heldur geta þær auðveldað og flýtt fyrir sorphirðu mjög víða. Með hverfisskipulagi er staðsetning grenndarstöðva fest í skipulagi. Staðsetningu þeirra má sjá á kortinu fyrir neðan. Við staðsetningu er horft til þess að grenndarstöðvar séu í göngufæri við sem flesta íbúa hverfisins. Ágæti íbúi, hefur þú kynnt þér tillögur hverfiskipulags um flokkun og grenndarstöðva? Mynd 6. Kort af borgarhluta 3 þar sem sýndar núverandi- og væntanlegar grenndarstöðvar. Grænar áherslur Í gróinni byggð eins og er í borgarhluta 3 vantar oft garða og torg á ákveðnum svæðum. Þetta á sérstaklega við um Holtin. Til þess að bæta úr því er lagt til að breyta bílastæði sem er á borgarlandi í grænt hverfistorg sem í tillögunum er kallað Holtatorg. Á meðfylgjandi myndum má sjá tillögu að þessu nýja hverfistorgi mitt í Háteigshverfinu á horni Einholts, Skipholts og Stórholts. Þar er gert ráð fyrir gróðursvæðum og aðstöðu fyrir börn og fullorðna til þess að dvelja og leika og njóta samveru úti. Efasemdir komu fram á íbúafundi borgarstjóra á Kjarvalsstöðum 21. nóvember s.l. um að hugmyndin um þetta torg væru góðar. Það væri þörf á þessum bílastæðum í hverfinu og að þarna væri sjaldan logn. Og aftur beini ég spurningunni til þín ágæti íbúi, hver er þín skoðun á tillögum að hverfistorgi í Holtunum? Mynd 7. Nýtt grænt Holtatorg á mótum Einholts, Skipholts og Stórholts. Teikning: Jakob Jakobsson arkitekt. Klambratún, almenningssalerni og lausagöngugarður Í tillögum hverfisskipulags er lögð sérstök áhersla á að styrkja og vernda Klambratún sem eitt mikilvægasta opna svæðið í borginni. Klambratún er eitt af mest sóttu almenningssvæðunum í borginni. Á svæðinu austan við Kjarvalsstaði, þar sem lengst af hefur verið verkbækistöð garðyrkjunnar, er gert ráð fyrir að umfang starfseminnar minnki mikið. Heimilt verður að rífa núverandi mannvirki á svæðinu eða nýta þau fyrir aukna þjónustu við gesti garðsins, til dæmis fyrir almenningssalerni sem mjög hefur verið kallað eftir. Einnig er í tillögunum lagt til að þar verði staðsett lausagöngusvæði fyrir hunda.Svæðið verður afmarkað svo að ferfætlingar og eigendur þeirra fái að njóta sín á öruggu svæði í fjarlægð frá öðrum notendum garðsins. Ágæti íbúi hver er skoðun þín á þessum hugmyndum? Mynd 8: Uppdráttur af Klambratúni sem sýnir áætlun um þróun garðsins. Bent er á að austan við Kjarvalsstaði af afmörkuðu svæði er gerð tillaga um lausagöngugarð fyrir hunda ásamt almenningsalerni. Teikning: Landslag, Landslagsarkitektúr og skipulag. Hvað er framundan? Miðvikudaginn 10. janúar verður leiðsögn um sýningu á tillögunum að nýju hverfisskipulag í borgarhluta 3 í þjónustuveri Reykjavíkurborgar í Borgartúni 12–14. Leiðsögnin stendur frá 16.00 til 17.00. Á þessum viðburði gefst húseigendum og íbúum tækifæri til þess að spyrja sérfræðinga borgarinnar um tillögurnar. Eins og fram hefur komið er sérstök kynningarsíða með tillögunum á vef Reykjavíkurborgar, reykjavik.is/hverfisskipulag/hlidar. Höfundur er deildarstjóri Hverfisskipulags Reykjavíkur/ Ph.D. arkitekt, Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun