Leynigöngum gyðinga í Brooklyn lokað og níu handteknir Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. janúar 2024 22:25 Stórt gat var gert á vegginn á sýnagógunni, sem var endastöð ganganna. AP Lögreglan í Brooklyn í New York-borg handtók níu meðlimi hasidíska gyðingasamfélagsins á mánudag vegna leyniganga sem þeir höfðu grafið frá höfuðstöðvum Chabad-Lubavitch-hreyfingarinnar að sögufrægri sýnagógu. Til átaka kom þegar borgaryfirvöld New York-borgar og leiðtogar hreyfingarinnar hugðust loka göngunum eftir að upp komst um göngin, sem eru ólöglega byggð. Að sögn Rabbi Motti Seligson, talsmanns Chabad-Lubavitch, sem heyrir undir hasidíska gyðingasamfélagið, bar hópur öfgafullra námsmanna ábyrgð á tilurð ganganna. Mennirnir níu eru ákærðir fyrir glæpsamlegt athæfi, að hafa stefnt sér og öðrum í ófyrirleitna hættu og fyrir að hafa hindrað aðgerðir yfirvalda. Níu voru handteknir í átökunum. AP Tilgangurinn ráðgáta Leynigöngin voru byggð undir fjölfarinni götu í Brooklyn þar sem höfuðstöðvar hreyfingarinnar eru staðsettar auk áðurnefndrar sýnagógu. Seligson segir mennina hafa grafið neðanjarðargöngin frá höfuðstöðvunum, undir röð skrifstofubygginga í götunni og inn í hlið sýnagógunnar, sem var endastöð ganganna. Tilgangur ganganna liggur þó ekki fyrir. Hér að neðan má sjá myndband þar sem einn notenda þeirra er gripinn glóðvolgur við að yfirgefa þau í gegnum eins konar ræsi meðan á rannsókn lögreglu stendur. Secret tunnel from inside the Jewish synagogue leads to secret get away pic.twitter.com/uj7AQ7AQeV— Insider Corner (@insiderscorner) January 9, 2024 Eyðileggingin við enda ganganna er talsverð.AP Frétt The Guardian um málið má nálgast hér og myndband af átökunum frá miðlinum má sjá hér að neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=0D4XIaat268">watch on YouTube</a> Trúmál Bandaríkin Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Til átaka kom þegar borgaryfirvöld New York-borgar og leiðtogar hreyfingarinnar hugðust loka göngunum eftir að upp komst um göngin, sem eru ólöglega byggð. Að sögn Rabbi Motti Seligson, talsmanns Chabad-Lubavitch, sem heyrir undir hasidíska gyðingasamfélagið, bar hópur öfgafullra námsmanna ábyrgð á tilurð ganganna. Mennirnir níu eru ákærðir fyrir glæpsamlegt athæfi, að hafa stefnt sér og öðrum í ófyrirleitna hættu og fyrir að hafa hindrað aðgerðir yfirvalda. Níu voru handteknir í átökunum. AP Tilgangurinn ráðgáta Leynigöngin voru byggð undir fjölfarinni götu í Brooklyn þar sem höfuðstöðvar hreyfingarinnar eru staðsettar auk áðurnefndrar sýnagógu. Seligson segir mennina hafa grafið neðanjarðargöngin frá höfuðstöðvunum, undir röð skrifstofubygginga í götunni og inn í hlið sýnagógunnar, sem var endastöð ganganna. Tilgangur ganganna liggur þó ekki fyrir. Hér að neðan má sjá myndband þar sem einn notenda þeirra er gripinn glóðvolgur við að yfirgefa þau í gegnum eins konar ræsi meðan á rannsókn lögreglu stendur. Secret tunnel from inside the Jewish synagogue leads to secret get away pic.twitter.com/uj7AQ7AQeV— Insider Corner (@insiderscorner) January 9, 2024 Eyðileggingin við enda ganganna er talsverð.AP Frétt The Guardian um málið má nálgast hér og myndband af átökunum frá miðlinum má sjá hér að neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=0D4XIaat268">watch on YouTube</a>
Trúmál Bandaríkin Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira