Reykjavík eignist nýja vini í Palestínu Stefán Pálsson skrifar 11. janúar 2024 07:00 Árið 1944 tóku enska borgin Coventry og Stalíngrað í Sovétríkjunum upp vinaborgasamband. Sú fyrrnefnda hafði farið verst allra borga á Bretlandseyjum út úr loftárásum Þjóðverja og sú síðarnefnda mátti heita rústir einar eftir langvinnt og blóðugt umsátur í stríðinu. Nokkrum misserum síðar þróuðu íbúar Coventry hugmyndina lengra og stofnuðu til vinaborgasambands við þýskar borgir sem sömuleiðis höfðu mátt þola harðar loftárásir, þar á meðal Dresden sem orðið hafði fyrir gríðarlegum eldsprengjuárásum. Talið er að þessi táknræni gjörningur hafi skipt talsverðu máli við að græða sárin og vinna að sáttum milli þjóðanna teggja sem svo skömmu áður höfðu barist á banaspjótum. Coventry var ekki fyrsta borgin til að koma á vinasambandi við aðrar borgir. Vinaborgir, einnig nefndar systraborgir eða tvíburaborgir, höfðu þekkst á fyrri helmingi tuttugustu aldar en vinsældir fyrirbærisins hófust fyrst fyrir alvöru eftir stríðið og voru nátengdar hugsjónum um frið og útrýmingu styrjalda. Í stórum hlutum heimsins má það teljast viðtekin venja að borgir og stærri sveitarfélög eigi í slíku samstarfi við eina að fleiri borgir og bæi í öðrum ríkjum. Inntak slíks samstarfs er mismunandi í hverju tilfelli. Stundum er það lítið annað en að nafninu til en í öðrum tilvikum hefur vinaborgarsamband verið kveikja að ýmis konar samskiptum, svo sem stúdentaskiptum eða gagnkvæmum heimsóknum listamanna eða íþróttafólks. Vinaborgasamband kannað Á síðasta fundi borgarstjórnar Reykjavíkur var samþykkt að vinna áfram að tillögu okkar Vinstri grænna um að Reykjavíkurborg kanni möguleika og kosti þess að koma á vinabæjarsambandi við borg eða sveitarfélag í Palestínu. Fordæmið er augljóst. Í fyrra gerðist Reykjavík vinaborg Lviv í Úkraínu og var tilgangurinn augljóslega sá að senda skýr pólitísk skilaboð um samstöðu með fórnarlömbum árásarstríðsins þar í landi. Óþarf er að fjölyrða um hrylling þann sem fylgt hefur árásum Ísraelshers á Gaza síðustu vikur með óheyrilegu mannfalli og þjáningum borgara. Saga hernáms og ofbeldis á svæðinu er þó miklu lengri og öllum kunn. Heimsbyggðin getur ekki setið hjá og fylgst aðgerðalaust með. Með því að efna til vinaborgarsambands við samfélög í Palestínu myndi Reykjavík senda skýr og uppbyggileg skilaboð. Fyrirmyndina að slíku samstarfi mætti hæglega sækja til vina okkar Norðmanna sem búa að langri hefð fyrir slíku. Norskar borgir og stórbæir hafa t.a.m. verið í vinarborgasambandi við Ramallah, Nablus og Gazaborg. Í mörgum tilvikum hefur það orðið kveikjan að blómlegum ungmennasamskiptum og listsköpun. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Pálsson Borgarstjórn Reykjavík Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Árið 1944 tóku enska borgin Coventry og Stalíngrað í Sovétríkjunum upp vinaborgasamband. Sú fyrrnefnda hafði farið verst allra borga á Bretlandseyjum út úr loftárásum Þjóðverja og sú síðarnefnda mátti heita rústir einar eftir langvinnt og blóðugt umsátur í stríðinu. Nokkrum misserum síðar þróuðu íbúar Coventry hugmyndina lengra og stofnuðu til vinaborgasambands við þýskar borgir sem sömuleiðis höfðu mátt þola harðar loftárásir, þar á meðal Dresden sem orðið hafði fyrir gríðarlegum eldsprengjuárásum. Talið er að þessi táknræni gjörningur hafi skipt talsverðu máli við að græða sárin og vinna að sáttum milli þjóðanna teggja sem svo skömmu áður höfðu barist á banaspjótum. Coventry var ekki fyrsta borgin til að koma á vinasambandi við aðrar borgir. Vinaborgir, einnig nefndar systraborgir eða tvíburaborgir, höfðu þekkst á fyrri helmingi tuttugustu aldar en vinsældir fyrirbærisins hófust fyrst fyrir alvöru eftir stríðið og voru nátengdar hugsjónum um frið og útrýmingu styrjalda. Í stórum hlutum heimsins má það teljast viðtekin venja að borgir og stærri sveitarfélög eigi í slíku samstarfi við eina að fleiri borgir og bæi í öðrum ríkjum. Inntak slíks samstarfs er mismunandi í hverju tilfelli. Stundum er það lítið annað en að nafninu til en í öðrum tilvikum hefur vinaborgarsamband verið kveikja að ýmis konar samskiptum, svo sem stúdentaskiptum eða gagnkvæmum heimsóknum listamanna eða íþróttafólks. Vinaborgasamband kannað Á síðasta fundi borgarstjórnar Reykjavíkur var samþykkt að vinna áfram að tillögu okkar Vinstri grænna um að Reykjavíkurborg kanni möguleika og kosti þess að koma á vinabæjarsambandi við borg eða sveitarfélag í Palestínu. Fordæmið er augljóst. Í fyrra gerðist Reykjavík vinaborg Lviv í Úkraínu og var tilgangurinn augljóslega sá að senda skýr pólitísk skilaboð um samstöðu með fórnarlömbum árásarstríðsins þar í landi. Óþarf er að fjölyrða um hrylling þann sem fylgt hefur árásum Ísraelshers á Gaza síðustu vikur með óheyrilegu mannfalli og þjáningum borgara. Saga hernáms og ofbeldis á svæðinu er þó miklu lengri og öllum kunn. Heimsbyggðin getur ekki setið hjá og fylgst aðgerðalaust með. Með því að efna til vinaborgarsambands við samfélög í Palestínu myndi Reykjavík senda skýr og uppbyggileg skilaboð. Fyrirmyndina að slíku samstarfi mætti hæglega sækja til vina okkar Norðmanna sem búa að langri hefð fyrir slíku. Norskar borgir og stórbæir hafa t.a.m. verið í vinarborgasambandi við Ramallah, Nablus og Gazaborg. Í mörgum tilvikum hefur það orðið kveikjan að blómlegum ungmennasamskiptum og listsköpun. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun