Næsta mál sé að ráðast í útboð, úthluta lóðinni og sjá bygginguna rísa Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. janúar 2024 12:01 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir tímamótin mikil. Vísir/Arnar Undirritun samkomulags um stofnun félags um uppbyggingu Þjóðarhallar í Laugardal er risastórt hagsmunamál að sögn borgarstjóra Reykjavíkur, enda verði höllin lykilinnviður fyrir íþróttir. Næsta mál sé að ráðast í úrboð og úthluta lóðinni. Í gær skrifuðu borgarstjóri Reykjavíkur, fjármálaráðherra, barnamálaráðherra og forsætisráðherra undir samkomulag um stofnun félags um uppbyggingu Þjóðarhallar í Laugardal. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri segir um risastór tímamót að ræða eftir langa vinnu. „Það sem hefur staðið á er annars vegar stofnun félags um byggingu þjóðarhallar og að ná niðurstöðu varðandi kostnaðarskiptingu milli ríkis og Reykjavíkurborgar, bæði varðandi stofnkostnað og rekstur. Þetta allt saman er búið að botna núna. Næsta mál er í raun að ráðast í útboð, úthluta lóðinni og fara að sjá þessa byggingu í hönnun og sjá hana rísa.“ Risa skref Um gríðarlegt hagsmunamál sé að ræða enda verði höllin lykilinnviður fyrir íþróttir. „Þetta er gríðarlega stórt og mikið mál og stærra en ýmsir átta sig á. Þetta skiptir máli fyrir börnin sem æfa og keppa í Laugardalnum, þetta skiptir máli fyrir landsliðið og í raun allar keppnisíþróttir innanhúss.“ Töluvert hefur verið fjallað um nýjan þjóðarleikvang undanfarin ár og hafa ráðamenn hlotið gagnrýni fyrir seinagang í þeim efnum. „Ég man alveg eftir sambærilegri umræðu um Hörpu. Það trúði því í raun enginn að Harpa væri að verða að veruleika fyrr en fólk mætti á fyrstu tónleikana og nú er hún orðin órjúfanlegur þáttur af borgarlífinu og menningarlífinu. Þannig verður það líka með þjóðarhöll. Ég skil að fólk sé óþolinmótt í hversu skrefi en mikilvægt að átta sig á að þetta var risa skref sem tekið var í gær.“ Laugardalsvöllur Reykjavík Íþróttir barna Ný þjóðarhöll Borgarstjórn Þróttur Reykjavík Ármann Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Í gær skrifuðu borgarstjóri Reykjavíkur, fjármálaráðherra, barnamálaráðherra og forsætisráðherra undir samkomulag um stofnun félags um uppbyggingu Þjóðarhallar í Laugardal. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri segir um risastór tímamót að ræða eftir langa vinnu. „Það sem hefur staðið á er annars vegar stofnun félags um byggingu þjóðarhallar og að ná niðurstöðu varðandi kostnaðarskiptingu milli ríkis og Reykjavíkurborgar, bæði varðandi stofnkostnað og rekstur. Þetta allt saman er búið að botna núna. Næsta mál er í raun að ráðast í útboð, úthluta lóðinni og fara að sjá þessa byggingu í hönnun og sjá hana rísa.“ Risa skref Um gríðarlegt hagsmunamál sé að ræða enda verði höllin lykilinnviður fyrir íþróttir. „Þetta er gríðarlega stórt og mikið mál og stærra en ýmsir átta sig á. Þetta skiptir máli fyrir börnin sem æfa og keppa í Laugardalnum, þetta skiptir máli fyrir landsliðið og í raun allar keppnisíþróttir innanhúss.“ Töluvert hefur verið fjallað um nýjan þjóðarleikvang undanfarin ár og hafa ráðamenn hlotið gagnrýni fyrir seinagang í þeim efnum. „Ég man alveg eftir sambærilegri umræðu um Hörpu. Það trúði því í raun enginn að Harpa væri að verða að veruleika fyrr en fólk mætti á fyrstu tónleikana og nú er hún orðin órjúfanlegur þáttur af borgarlífinu og menningarlífinu. Þannig verður það líka með þjóðarhöll. Ég skil að fólk sé óþolinmótt í hversu skrefi en mikilvægt að átta sig á að þetta var risa skref sem tekið var í gær.“
Laugardalsvöllur Reykjavík Íþróttir barna Ný þjóðarhöll Borgarstjórn Þróttur Reykjavík Ármann Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira