Grunaðir um mörg skartgriparán í heimahúsum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. janúar 2024 20:31 Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Arnar Margt bendir til þess að sami eða sömu þjófar hafi framið tíu innbrot í íbúðir í fjölbýlishúsum á höfuðborgarsvæðinu yfir jól og áramót að sögn lögreglu. Fólk saknar helst skartgripa og fjármuna eftir ránin. Málin sem um ræðir voru í Sjálandi í Garðabæ þar sem þrjú innbrot áttu sér stað, sami fjöldi var í Lundi í Kópavogi. Þá var brotist inn í fjórar íbúðir í Neðsta- og Ofanleiti. Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að það sem einkenni ránin sé að þjófurinn eða þjófarnir róti mikið í íbúðunum. Hverfin þar sem innbrotin áttu sér stað. „Fólk saknar aðallega skartgripa og fjármuna eftir ránin,“ segir Skúli. Handabrögð þjófanna séu svipuð í flestum málanna. Þannig höfðu íbúðirnar verið mannlausar um tíma áður en brotist var inn í þær. Þær voru langflestar í fjölbýli á fyrstu hæð. Þjófarnir byrjuðu á að fara bakvið hús og inná á sólpall viðkomandi íbúðar. Þar spenntu þeir upp svalahurð eða glugga og komust inn. Skúli segir slík rán árstíðabundin. „Því miður erum við að sjá þetta ár eftir ár.“ Lögreglunni hefur ekki tekist að hafa hendur í hári ræningjans eða ræningjanna. Skúli segir allar ábendingar vel þegnar. „Ef fólk er að sjá einhverjar grunsamlegar mannaferðir eða bílferðir hringiði bara strax ekki bíða með það. Láttu okkur um að greiða úr þessu. Það getur komið okkur á sporið að fá bara hluta úr bílnúmeri, tegund eða lit bifreiðar,“ segir hann. Ræningjarnir ekki hættir Hann telur að ræninginn eða ræningjarnir muni aftur láta til skara skríða. „Fólk þarf alltaf að huga að sínum afbrotavörnum og ég er ekki viss um að hann sé hættur þessi,“ segir hann Hann segir að því miður upplýsist aðeins hluti svona mála en vonast til klófesta þá sem standi að þessum ránum. „Því miður þá náum við aðeins um þriðjungi innbrotsþjófa. En ég að vonast til að ná einhverjum í þessum málum,“ segir hann. Ráðleggur nágrannavörslu og ljós innan-og utandyra Skúli ráðleggur fólki að fá nágranna til að líta eftir eignum sínum þegar það fer að heiman í lengri tíma og vera með góðar læsingar á hurðum og gluggum. Þá sé mikilvægt að vera með góða lýsingu innan-og utandyra. „Það er t.d. ágætisvörn að vera með útiljós sem kviknar á við hreyfingu og tímastillt ljós innandyra,“ segir Skúli að lokum. Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Fleiri fréttir Fiskiskip kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Sjá meira
Málin sem um ræðir voru í Sjálandi í Garðabæ þar sem þrjú innbrot áttu sér stað, sami fjöldi var í Lundi í Kópavogi. Þá var brotist inn í fjórar íbúðir í Neðsta- og Ofanleiti. Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að það sem einkenni ránin sé að þjófurinn eða þjófarnir róti mikið í íbúðunum. Hverfin þar sem innbrotin áttu sér stað. „Fólk saknar aðallega skartgripa og fjármuna eftir ránin,“ segir Skúli. Handabrögð þjófanna séu svipuð í flestum málanna. Þannig höfðu íbúðirnar verið mannlausar um tíma áður en brotist var inn í þær. Þær voru langflestar í fjölbýli á fyrstu hæð. Þjófarnir byrjuðu á að fara bakvið hús og inná á sólpall viðkomandi íbúðar. Þar spenntu þeir upp svalahurð eða glugga og komust inn. Skúli segir slík rán árstíðabundin. „Því miður erum við að sjá þetta ár eftir ár.“ Lögreglunni hefur ekki tekist að hafa hendur í hári ræningjans eða ræningjanna. Skúli segir allar ábendingar vel þegnar. „Ef fólk er að sjá einhverjar grunsamlegar mannaferðir eða bílferðir hringiði bara strax ekki bíða með það. Láttu okkur um að greiða úr þessu. Það getur komið okkur á sporið að fá bara hluta úr bílnúmeri, tegund eða lit bifreiðar,“ segir hann. Ræningjarnir ekki hættir Hann telur að ræninginn eða ræningjarnir muni aftur láta til skara skríða. „Fólk þarf alltaf að huga að sínum afbrotavörnum og ég er ekki viss um að hann sé hættur þessi,“ segir hann Hann segir að því miður upplýsist aðeins hluti svona mála en vonast til klófesta þá sem standi að þessum ránum. „Því miður þá náum við aðeins um þriðjungi innbrotsþjófa. En ég að vonast til að ná einhverjum í þessum málum,“ segir hann. Ráðleggur nágrannavörslu og ljós innan-og utandyra Skúli ráðleggur fólki að fá nágranna til að líta eftir eignum sínum þegar það fer að heiman í lengri tíma og vera með góðar læsingar á hurðum og gluggum. Þá sé mikilvægt að vera með góða lýsingu innan-og utandyra. „Það er t.d. ágætisvörn að vera með útiljós sem kviknar á við hreyfingu og tímastillt ljós innandyra,“ segir Skúli að lokum.
Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Fleiri fréttir Fiskiskip kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Sjá meira