Gerðu árás nálægt ræðisskrifstofu Bandaríkjanna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. janúar 2024 23:45 Árásin var gerð á borgina Erbil. Dan Kitwood/Getty Byltingarverðir Írans hafa lýst yfir ábyrgð á loftárás á Erbil, sem er höfuðborg sjálfstjórnarhéraðs Kúrda innan landamæra Íraks. AP-fréttastofan greinir frá þessu og hefur eftir stjórnvöldum í Íran að árásin hafi beinst að „hryðjuverkahópum sem beita sér gegn Íran“. Það var stuttu eftir að eldflaugar lentu skammt frá ræðisskrifstofu Bandaríkjanna í borginni. Öryggisráð svæðisstjórnar Kúrda á svæðinu hefur greint frá því að fjórir óbreyttir borgarar hafi fallið og sex aðrir særst í árásinni. Íranir segjast hafa gert nokkrar árásir á „starfsstöðvar hryðjuverkamanna“. Þar á meðal séu skotmörk sem tengist Íslamska ríkinu í Sýrlandi. Í annarri yfirlýsingu sögðust Íranir þá hafa hæft höfuðstöðvar Mossad, leyniþjónustu Ísraels, innan kúrdíska hluta Íraks. Aukin spenna á svæðinu Fyrr í þessum mánuði lýsti Íslamska ríkið, ISIS, yfir ábyrgð á tveimur sjálfsvígssprengjuárásum á minningarathöfn um Qassem Soleimani. Soleimani var háttsettur og dáður hershöfðingi innin íranska hersins. Hann var drepinn í drónaárás Bandaríkjamanna árið 2020. AP hefur eftir embættismanni innan bandaríska stjórnkerfisins að ekkert benti til þess að bandarískir innviðir hefðu skemmst í árásinni. Árásin er talin til marks um aukna spennu í Mið-Austurlöndum, þar sem talið er að árásir Ísraelsmanna á Gasa séu til þess fallnar að dreifa úr sér. Síðan Hamas-samtökin gerðu árás á Ísrael þann 7. október á síðasta ári hafa herskáir hópar í Írak, með stuðning Írans, gert nánast daglegar drónaárásir á herstöðvar bandarískra hermanna í Írak og Sýrlandi. Þær árásir eru sagðar hefnd fyrir stuðning Bandaríkjanna við Ísrael. Írak Íran Bandaríkin Hernaður Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Sjá meira
AP-fréttastofan greinir frá þessu og hefur eftir stjórnvöldum í Íran að árásin hafi beinst að „hryðjuverkahópum sem beita sér gegn Íran“. Það var stuttu eftir að eldflaugar lentu skammt frá ræðisskrifstofu Bandaríkjanna í borginni. Öryggisráð svæðisstjórnar Kúrda á svæðinu hefur greint frá því að fjórir óbreyttir borgarar hafi fallið og sex aðrir særst í árásinni. Íranir segjast hafa gert nokkrar árásir á „starfsstöðvar hryðjuverkamanna“. Þar á meðal séu skotmörk sem tengist Íslamska ríkinu í Sýrlandi. Í annarri yfirlýsingu sögðust Íranir þá hafa hæft höfuðstöðvar Mossad, leyniþjónustu Ísraels, innan kúrdíska hluta Íraks. Aukin spenna á svæðinu Fyrr í þessum mánuði lýsti Íslamska ríkið, ISIS, yfir ábyrgð á tveimur sjálfsvígssprengjuárásum á minningarathöfn um Qassem Soleimani. Soleimani var háttsettur og dáður hershöfðingi innin íranska hersins. Hann var drepinn í drónaárás Bandaríkjamanna árið 2020. AP hefur eftir embættismanni innan bandaríska stjórnkerfisins að ekkert benti til þess að bandarískir innviðir hefðu skemmst í árásinni. Árásin er talin til marks um aukna spennu í Mið-Austurlöndum, þar sem talið er að árásir Ísraelsmanna á Gasa séu til þess fallnar að dreifa úr sér. Síðan Hamas-samtökin gerðu árás á Ísrael þann 7. október á síðasta ári hafa herskáir hópar í Írak, með stuðning Írans, gert nánast daglegar drónaárásir á herstöðvar bandarískra hermanna í Írak og Sýrlandi. Þær árásir eru sagðar hefnd fyrir stuðning Bandaríkjanna við Ísrael.
Írak Íran Bandaríkin Hernaður Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Sjá meira