AP segir frá þvið að sprengingin hafi orðið í héraðinu Suphan Buri, um hundrað kílómetra norðvestur af höfuðborginni Bangkok.
Talsmenn yfirvalda segja að enginn hafi fundist á lífi í rústum verksmiðjunnar en unnið er að því að tryggja vettvanginn. Þá hefur lögregla hafið rannsókn á því hvað kunni að hafa valdið sprengingunni.
Á samfélagsmiðlum voru birtar myndir af vettvangi og mátti þar sjá svartan, þykkan reyk leggja frá staðnum.
Sprengingar sem þessar eru ekki óvanalegar í Taílandi, en síðastliðið sumar létust tíu manns eftir að sprenging varð í flugeldaverksmiðju í suðurhluta landsins.
Spreningin nú varð þegar innan við mánuður er í að haldið verður upp á áramót samkvæmt kínverska dagatalinu og er þá notkun flugelda jafnan mikil.
