Allar götur í Reykjavík ættu að vera færar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. janúar 2024 13:27 Hjalti Jóhannes Guðmundsson er skrifstofustjóri borgarlandsins. einar árnason Götur í Reykjavík ættu að vera greiðfærar eftir snjókomu næturinnar að sögn fulltrúa hjá borginni. Færð er þó víða erfið vegna hálku og gul viðvörun í gildi. Viðvörunin er í gildi á Suðurlandi til klukkan eitt í dag. Talsverð snjókoma er á köflum í landshlutanum með takmörkuðu eða lélegu skyggni og vetrarfærð á höfuðborgarsvæðinu. Búast má við versnandi akstursskilyrðum og afmörkuðum samgöngutruflunum. Allar leiðir færar Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri borgarlandsins segir að snjómokstur hafi gengið vel í Reykjavík í nótt og í morgun. Flest allar götur ættu að vera greiðfærar. „Það hefur gengið mjög vel. Snjókoman var ekki eins mikil og við gerðum ráð fyrir í gærkvöldi þannig það var bara hið besta mál. Allar okkar áætlanir hafa gengið upp og allar leiðir færar í borginni.“ Snjóþungt var í borginni í morgun.sigurjón ólason Nú sé unnið að því að moka í húsagötum. Tugir tækja hafi verið við mokstur í nótt. „Það sem við erum að gera núna er í raun og veru að klára kerfið í heild sinni. Gerum það vonandi núna í kvöld eða í síðasta lagi á morgun og síðan er mikilvægt að missa ekki eins og húsagöturnar í klakamyndun því það er frost eftir þessa snjókomu þannig það ætti að nást því við erum byrjaðir og þegar við erum byrjaðir þá vinnst nú yfirleitt í þessu snjómagni húsagöturnar ágætlega.“ Umferðaróhöpp í snjónum Þónokkur umferðaróhöpp hafa verið skráð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í morgun og gengur umferð hægt. Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar segir í samtali við fréttastofu að staðan sé svipuð á öllu höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem eru á illa búnum bílum eigi ekki erindi á götur borgarinnar. Hjalti minnir fólk á að fari varlega í umferðinni. „Það er hált og erfitt að eiga við hálkuna í svona miklu frosti þannig allir að fara varlega.“ Snjómokstur Reykjavík Veður Færð á vegum Umferðaröryggi Tengdar fréttir Mikil vetrarfærð og nokkuð um umferðaróhöpp Mikil vetrarfærð er á höfuðborgarsvæðinu og gul viðvörun í gangi til hádegis. Aðalvarðstjóri segir fólk á illa búnum bílum ekki eiga heima í umferðinni í þessari færð. 18. janúar 2024 08:35 Mest lesið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Innlent Fótboltinn víkur fyrir padel Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Viðvörunin er í gildi á Suðurlandi til klukkan eitt í dag. Talsverð snjókoma er á köflum í landshlutanum með takmörkuðu eða lélegu skyggni og vetrarfærð á höfuðborgarsvæðinu. Búast má við versnandi akstursskilyrðum og afmörkuðum samgöngutruflunum. Allar leiðir færar Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri borgarlandsins segir að snjómokstur hafi gengið vel í Reykjavík í nótt og í morgun. Flest allar götur ættu að vera greiðfærar. „Það hefur gengið mjög vel. Snjókoman var ekki eins mikil og við gerðum ráð fyrir í gærkvöldi þannig það var bara hið besta mál. Allar okkar áætlanir hafa gengið upp og allar leiðir færar í borginni.“ Snjóþungt var í borginni í morgun.sigurjón ólason Nú sé unnið að því að moka í húsagötum. Tugir tækja hafi verið við mokstur í nótt. „Það sem við erum að gera núna er í raun og veru að klára kerfið í heild sinni. Gerum það vonandi núna í kvöld eða í síðasta lagi á morgun og síðan er mikilvægt að missa ekki eins og húsagöturnar í klakamyndun því það er frost eftir þessa snjókomu þannig það ætti að nást því við erum byrjaðir og þegar við erum byrjaðir þá vinnst nú yfirleitt í þessu snjómagni húsagöturnar ágætlega.“ Umferðaróhöpp í snjónum Þónokkur umferðaróhöpp hafa verið skráð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í morgun og gengur umferð hægt. Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar segir í samtali við fréttastofu að staðan sé svipuð á öllu höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem eru á illa búnum bílum eigi ekki erindi á götur borgarinnar. Hjalti minnir fólk á að fari varlega í umferðinni. „Það er hált og erfitt að eiga við hálkuna í svona miklu frosti þannig allir að fara varlega.“
Snjómokstur Reykjavík Veður Færð á vegum Umferðaröryggi Tengdar fréttir Mikil vetrarfærð og nokkuð um umferðaróhöpp Mikil vetrarfærð er á höfuðborgarsvæðinu og gul viðvörun í gangi til hádegis. Aðalvarðstjóri segir fólk á illa búnum bílum ekki eiga heima í umferðinni í þessari færð. 18. janúar 2024 08:35 Mest lesið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Innlent Fótboltinn víkur fyrir padel Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Mikil vetrarfærð og nokkuð um umferðaróhöpp Mikil vetrarfærð er á höfuðborgarsvæðinu og gul viðvörun í gangi til hádegis. Aðalvarðstjóri segir fólk á illa búnum bílum ekki eiga heima í umferðinni í þessari færð. 18. janúar 2024 08:35