Pirraðir Grindvíkingar og andleg heilsa þeirra ekki góð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. janúar 2024 13:04 Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkurbæjar, sem er einnig varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum og íbúi í Grindavík var gestur á laugardagsfundi D-listan í Árborg í gær. Vísir „Það er margt sem hefði mátt fara betur og laga“ segir formaður bæjarráðs Grindavíkurbæjar vegna ástandsins í bæjarfélaginu. Þá sé heilmikill pirringur á meðal Grindvíkinga og andleg heilsa íbúa ekki góð. Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkurbæjar og varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum var gestur á laugardagsfundi Sjálfstæðisflokksins í Árborg í gær þar sem hann fór yfir stöðuna í Grindavík og þá svaraði hann fjölmörgum spurningum fundarmanna. „Það er margt sem hefur mátt fara betur og laga. Við þurfum núna að skoða framhaldið og við erum bara eins og orð fundarins er eiginlega bara óviss,“ segir Hjálmar. En yfir hverju ertu mest pirraður? „Ég er svona óánægður með gang mála yfir mati, hættumati á svæðinu. Það hefur jú komið víða í ljós, jú, jú, það eru sprungur og það eru hættulegri svæði innan Grindavíkur heldur en önnur. Ég hefði bara viljað sjá það mat ganga hraðar fyrir sig. Hvar er algjörlega bannað að vera og hvar er óhætt að vera bara til að sækja eigur sínar og annað. Nú er ég ekki að tala um að gista í Grindavík, bara að menn fái að fara í verðmætabjörgun og ýmislegt, sem við getum hæglega gert frá öðrum leiðum heldur en þessu hættulegasta svæði.“ Og Hjálmar bætir við. „Menn hafa verulegar áhyggjur af þeim eignum sem eru heilar en liggja undir skemmtum af öðrum ástæðum.“ Jón Gauti Dagbjartsson, Grindvíkingur mætti með Hjálmari á fundinn og tók þátt í umræðunum. Hér eru þeir með Kjartani Björnssyni, sem stýrði fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segir Hjálmar um andlega heilsu Grindvíkinga, hver er staðan þar að hans mati? „Andleg heilsa Grindvíkinga er bara alls ekki góð. Við erum að reyna að sjá út úr einhverjum atburðum þegar við fáum annan atburð ofan í það, þannig að við erum í bullandi vörn en við erum reyndar bara mjög þakklát fyrir samhug Íslendinga gagnvart okkur og við erum bara ánægð með það að það eru allir að hugsa til okkar og við erum að reyna að leysa stöðu, sem er fordæmalaus á Íslandi,“ segir Hjálmar. Fjölmargir mættu á fundinn til að hlusta á Hjálmar og Jón Gauta og spyrja þá spurninga.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Húsnæðismál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkurbæjar og varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum var gestur á laugardagsfundi Sjálfstæðisflokksins í Árborg í gær þar sem hann fór yfir stöðuna í Grindavík og þá svaraði hann fjölmörgum spurningum fundarmanna. „Það er margt sem hefur mátt fara betur og laga. Við þurfum núna að skoða framhaldið og við erum bara eins og orð fundarins er eiginlega bara óviss,“ segir Hjálmar. En yfir hverju ertu mest pirraður? „Ég er svona óánægður með gang mála yfir mati, hættumati á svæðinu. Það hefur jú komið víða í ljós, jú, jú, það eru sprungur og það eru hættulegri svæði innan Grindavíkur heldur en önnur. Ég hefði bara viljað sjá það mat ganga hraðar fyrir sig. Hvar er algjörlega bannað að vera og hvar er óhætt að vera bara til að sækja eigur sínar og annað. Nú er ég ekki að tala um að gista í Grindavík, bara að menn fái að fara í verðmætabjörgun og ýmislegt, sem við getum hæglega gert frá öðrum leiðum heldur en þessu hættulegasta svæði.“ Og Hjálmar bætir við. „Menn hafa verulegar áhyggjur af þeim eignum sem eru heilar en liggja undir skemmtum af öðrum ástæðum.“ Jón Gauti Dagbjartsson, Grindvíkingur mætti með Hjálmari á fundinn og tók þátt í umræðunum. Hér eru þeir með Kjartani Björnssyni, sem stýrði fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segir Hjálmar um andlega heilsu Grindvíkinga, hver er staðan þar að hans mati? „Andleg heilsa Grindvíkinga er bara alls ekki góð. Við erum að reyna að sjá út úr einhverjum atburðum þegar við fáum annan atburð ofan í það, þannig að við erum í bullandi vörn en við erum reyndar bara mjög þakklát fyrir samhug Íslendinga gagnvart okkur og við erum bara ánægð með það að það eru allir að hugsa til okkar og við erum að reyna að leysa stöðu, sem er fordæmalaus á Íslandi,“ segir Hjálmar. Fjölmargir mættu á fundinn til að hlusta á Hjálmar og Jón Gauta og spyrja þá spurninga.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Húsnæðismál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira