Dramatískir sigrar hjá Real Madríd og Barcelona Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. janúar 2024 19:46 Sigurmarkinu fagnað. Diego Souto/Getty Images Real Madríd vann gríðarlega dramatískan sigur á botnliði Almería í La Liga, úrvalsdeild karla í knattspyrnu á Spáni. Lokatölur 3-2 þar sem gestirnir komust 2-0 yfir. Spánarmeistarar Barcelona unnu einnig dramatískan sigur þökk sé Ferran Torres þegar þeir sóttu Real Betis heim. Það kom vægast sagt á óvart þegar Largie Ramazani kom Almería yfir strax á fyrstu mínútu í Madríd. Það kom hins vegar enn meira á óvart þegar Edgar González tvöfaldaði forystu gestanna rétt fyrir lok fyrri hálfleiks, staðan í hálfleik 0-2 og topplið Real í miklum vandræðum. Carlo Ancelotti brást við með þrefaldri skiptingu í hálfleik og átti hún eftir að skila sér. Þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik fengu heimamenn vítaspyrnu. Jude Bellingham fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Hans 14. deildarmark á leiktíðinni. Sléttum tíu mínútum síðar jafnaði Vinícius Junior metin. Markið var þó einkar umdeild en það virtist sem Brasilíumaðurinn hafi notað hendi sína til að stýra boltanum í átt að marki. Staðan hins vegar orðin 2-2 og nægur tími fyrir heimamenn til að skora sigurmarkið. Það gerðu þeir þegar níu mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Hægri bakvörðurinn Dani Carvajal með markið eftir stoðsendingu Bellingham og lokatölur 3-2 Real Madríd í vil. #LALIGAHighlights | Real Madrid 3-2 UD AlmeríaWatch the highlights!#LALIGAEASPORTS pic.twitter.com/mmoRb9SuKK— LALIGA English (@LaLigaEN) January 21, 2024 Real Betis tók á móti Barcelona í síðasta leik dagsins. Ferran Torres kom gestunum frá Katalóníu yfir eftir sendingu frá hinum efnilega Pedri um miðbik fyrri hálfleiks. Pólska markavélin Robert Lewandowski hélt hann hefði jafnað metin undir lok fyrri hálfleiks en markið dæmt af. HALFTIME0 Betis1 Barça (Ferran Torres 21')#BetisBarça Join our Live Chat on Discord — FC Barcelona (@FCBarcelona) January 21, 2024 Torres bætti hins vegar við öðru marki Börsunga í upphafi síðari hálfleiks en Spánarmeisturunum tókst þó ekki að halda út. Isco, fyrrverandi leikmaður Real Madríd, minnkaði muninn á 56. mínútu og aðeins þremur mínútum síðar jafnaði Isco metin. Stefndi lengi vel í að það yrðu lokatölur leiksins en gestirnir skoruðu í tvígang undir lok leiksins. João Félix kom þeim yfir eftir sendingu frá Torres sem fullkomnaði þrennu sína og gulltryggði sigur Börsunga þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Lokatölur á Benito Villamarin-vellinum 2-4 og Börsungar nú með 44 stig í 3. sæti deildarinnar, sjö minna en Real Madríd sem er á toppi deildarinnar. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Rangers - Tottenham | Spursarar í Skotlandi Átján ára strákur með tvö mörk fyrir Chelsea í Sambandsdeildinni Í beinni: Plzen - Man. Utd | Berjast um sæti meðal efstu átta Sara Björk og félagar að komast í gang „Fengum viðvaranir áður en mörkin komu“ Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Í beinni: Astana - Chelsea | Hvolpasveit í Kasakstan Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Mætti syni sínum „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Rannsókn felld niður í máli Mbappé Sjáðu bombu Hákonar og Man. City í bobba Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Mourinho daðrar við Real Madrid Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhlutverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport Sjá meira
Það kom vægast sagt á óvart þegar Largie Ramazani kom Almería yfir strax á fyrstu mínútu í Madríd. Það kom hins vegar enn meira á óvart þegar Edgar González tvöfaldaði forystu gestanna rétt fyrir lok fyrri hálfleiks, staðan í hálfleik 0-2 og topplið Real í miklum vandræðum. Carlo Ancelotti brást við með þrefaldri skiptingu í hálfleik og átti hún eftir að skila sér. Þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik fengu heimamenn vítaspyrnu. Jude Bellingham fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Hans 14. deildarmark á leiktíðinni. Sléttum tíu mínútum síðar jafnaði Vinícius Junior metin. Markið var þó einkar umdeild en það virtist sem Brasilíumaðurinn hafi notað hendi sína til að stýra boltanum í átt að marki. Staðan hins vegar orðin 2-2 og nægur tími fyrir heimamenn til að skora sigurmarkið. Það gerðu þeir þegar níu mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Hægri bakvörðurinn Dani Carvajal með markið eftir stoðsendingu Bellingham og lokatölur 3-2 Real Madríd í vil. #LALIGAHighlights | Real Madrid 3-2 UD AlmeríaWatch the highlights!#LALIGAEASPORTS pic.twitter.com/mmoRb9SuKK— LALIGA English (@LaLigaEN) January 21, 2024 Real Betis tók á móti Barcelona í síðasta leik dagsins. Ferran Torres kom gestunum frá Katalóníu yfir eftir sendingu frá hinum efnilega Pedri um miðbik fyrri hálfleiks. Pólska markavélin Robert Lewandowski hélt hann hefði jafnað metin undir lok fyrri hálfleiks en markið dæmt af. HALFTIME0 Betis1 Barça (Ferran Torres 21')#BetisBarça Join our Live Chat on Discord — FC Barcelona (@FCBarcelona) January 21, 2024 Torres bætti hins vegar við öðru marki Börsunga í upphafi síðari hálfleiks en Spánarmeisturunum tókst þó ekki að halda út. Isco, fyrrverandi leikmaður Real Madríd, minnkaði muninn á 56. mínútu og aðeins þremur mínútum síðar jafnaði Isco metin. Stefndi lengi vel í að það yrðu lokatölur leiksins en gestirnir skoruðu í tvígang undir lok leiksins. João Félix kom þeim yfir eftir sendingu frá Torres sem fullkomnaði þrennu sína og gulltryggði sigur Börsunga þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Lokatölur á Benito Villamarin-vellinum 2-4 og Börsungar nú með 44 stig í 3. sæti deildarinnar, sjö minna en Real Madríd sem er á toppi deildarinnar.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Rangers - Tottenham | Spursarar í Skotlandi Átján ára strákur með tvö mörk fyrir Chelsea í Sambandsdeildinni Í beinni: Plzen - Man. Utd | Berjast um sæti meðal efstu átta Sara Björk og félagar að komast í gang „Fengum viðvaranir áður en mörkin komu“ Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Í beinni: Astana - Chelsea | Hvolpasveit í Kasakstan Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Mætti syni sínum „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Rannsókn felld niður í máli Mbappé Sjáðu bombu Hákonar og Man. City í bobba Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Mourinho daðrar við Real Madrid Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhlutverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport Sjá meira