Sýknaður þrátt fyrir játningu um að binda niður barn og kitla það Jón Þór Stefánsson skrifar 23. janúar 2024 15:52 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Maður, sem var ákærður fyrir að brot á barnaverndarlögum með því að brjóta á tíu ára gömlum dreng, hefur verið sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness. Atvikið sem málið varðar átti sér stað í desember 2021. Manninum var gefið að sök að hafa hlaupið á eftir drengnum, sem var gestkomandi á heimili hans, inn í svefnherbergi, læst dyrum, og gegn vilja drengsins snúið hann niður í hjónarúm herbergisins og þar bundið hann á höndum og fótum, fyrir aftan bak, sest klofvega yfir hann, þar sem hann lá á maganum og kitlað hann, þrátt fyrir að drengurinn bæði hann margsinnis um að hætta. Með þessu á maðurinn að hafa sýnt drengnum yfirgang og vanvirðandi og ruddalega háttsemi, en samkvæmt ákærunni lét hann ekki af háttseminni fyrr en drengurinn hrækti í andlit hans. Játaði háttsemina að hluta en neitaði sök Fyrir dómi játaði maðurinn að hafa bundið drenginn á höndum og fótum í hjónarúmi og kitlað hann. Hins vegar neitaði hann að hafa setið ofan á honum, og vildi meina að drengurinn hafi ekki beðið hann um að hætta. Hann neitaði hins vegar sök, þar sem hann vildi meina að ekki væri um refsiverðan verknað að ræða, heldur leik sem drengurinn hafi tekið þátt í. Drengurinn kom á heimili mannsins í fylgd með stjúpdóttur hans og annarri vinkonu. Stjúpdóttirin lýsti atvikum þannig fyrir dómi að krakkarnir hefðu komið heim til hennar og hlaupið að manninum og byrjað að kitla hann og hann kitlað þau á móti. Það hafi leitt til þess að atburðirnir sem málið varðar hafi átt sér stað. Hún taldi manninn og drenginn hafa verið lokaða inni í herbergi í eina til tvær mínútur. Vinkonan lýsti atvikum á svipaðan hátt, en haft er eftir henni að hún og stjúpdóttirin hafi verið fyrir utan herbergishurðina og bankað á hana á meðan piltarnir voru inni í herberginu. „Ekki eins og ég hafi verið að nauðga ykkur“ Drengurinn lýsti því líka fyrir dómi að stelpurnar hafi barið á hurðina, en hann taldi sig og manninn hafa verið inni í herberginu í fimm mínútur. Hann segir að þegar maðurinn hafi hætt að kitla hann, eftir að hafa verið beðinn um að stoppa, hafi hann sagt: „það er ekki eins og ég hafi verið að nauðga ykkur“. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að frásögn mannsins af atvikum málsins væri trúverðug, og að einungis hann og drengurinn væru til frásagnar um það sem hefði átt sér stað, og því væri að ræða um orð á móti orði. Sú háttsemi sem maðurinn játaði, að binda drenginn um hendur og fætur kitla í læstu herbergi, er að mati dómsins ekki til eftirbreytni. Þrátt fyrir það telur dómurinn að um „ærslaleik“ hafi verið að ræða og að gögn málsins bendi til þess að drengurinn hafi tekið fullan þátt og haft gaman að. Hann hafi ekki beitt drenginn yfirgangi, vanvirðingu eða ruddaskap eins og segir í ákæru. Líkt og áður segir var maðurinn sýknaður af ákærunni. Foreldri drengsins krafðist þess fyrir hönd sonar síns að maðurinn myndi greiða eina milljón króna í miskabætur, en þeirri kröfu var vísað frá dómi. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí Sjá meira
Manninum var gefið að sök að hafa hlaupið á eftir drengnum, sem var gestkomandi á heimili hans, inn í svefnherbergi, læst dyrum, og gegn vilja drengsins snúið hann niður í hjónarúm herbergisins og þar bundið hann á höndum og fótum, fyrir aftan bak, sest klofvega yfir hann, þar sem hann lá á maganum og kitlað hann, þrátt fyrir að drengurinn bæði hann margsinnis um að hætta. Með þessu á maðurinn að hafa sýnt drengnum yfirgang og vanvirðandi og ruddalega háttsemi, en samkvæmt ákærunni lét hann ekki af háttseminni fyrr en drengurinn hrækti í andlit hans. Játaði háttsemina að hluta en neitaði sök Fyrir dómi játaði maðurinn að hafa bundið drenginn á höndum og fótum í hjónarúmi og kitlað hann. Hins vegar neitaði hann að hafa setið ofan á honum, og vildi meina að drengurinn hafi ekki beðið hann um að hætta. Hann neitaði hins vegar sök, þar sem hann vildi meina að ekki væri um refsiverðan verknað að ræða, heldur leik sem drengurinn hafi tekið þátt í. Drengurinn kom á heimili mannsins í fylgd með stjúpdóttur hans og annarri vinkonu. Stjúpdóttirin lýsti atvikum þannig fyrir dómi að krakkarnir hefðu komið heim til hennar og hlaupið að manninum og byrjað að kitla hann og hann kitlað þau á móti. Það hafi leitt til þess að atburðirnir sem málið varðar hafi átt sér stað. Hún taldi manninn og drenginn hafa verið lokaða inni í herbergi í eina til tvær mínútur. Vinkonan lýsti atvikum á svipaðan hátt, en haft er eftir henni að hún og stjúpdóttirin hafi verið fyrir utan herbergishurðina og bankað á hana á meðan piltarnir voru inni í herberginu. „Ekki eins og ég hafi verið að nauðga ykkur“ Drengurinn lýsti því líka fyrir dómi að stelpurnar hafi barið á hurðina, en hann taldi sig og manninn hafa verið inni í herberginu í fimm mínútur. Hann segir að þegar maðurinn hafi hætt að kitla hann, eftir að hafa verið beðinn um að stoppa, hafi hann sagt: „það er ekki eins og ég hafi verið að nauðga ykkur“. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að frásögn mannsins af atvikum málsins væri trúverðug, og að einungis hann og drengurinn væru til frásagnar um það sem hefði átt sér stað, og því væri að ræða um orð á móti orði. Sú háttsemi sem maðurinn játaði, að binda drenginn um hendur og fætur kitla í læstu herbergi, er að mati dómsins ekki til eftirbreytni. Þrátt fyrir það telur dómurinn að um „ærslaleik“ hafi verið að ræða og að gögn málsins bendi til þess að drengurinn hafi tekið fullan þátt og haft gaman að. Hann hafi ekki beitt drenginn yfirgangi, vanvirðingu eða ruddaskap eins og segir í ákæru. Líkt og áður segir var maðurinn sýknaður af ákærunni. Foreldri drengsins krafðist þess fyrir hönd sonar síns að maðurinn myndi greiða eina milljón króna í miskabætur, en þeirri kröfu var vísað frá dómi.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí Sjá meira