Stjórnarmaður segir ábyrgðinni varpað yfir á listafólkið án aðkomu stjórnar Árni Sæberg skrifar 23. janúar 2024 22:00 Þungt hefur verið yfir Ríkisútvarpinu undanfarið vegna stórrar ákvörðunar sem þarf að taka. Vísir/Vilhelm Stjórnarmaður í Ríkisútvarpinu segir að stjórnendur stofnunarinnar hafi varpað allri ábyrgð á þátttöku Íslendinga í Eurovision yfir á listafólkið sem tekur þátt í Söngvakeppninni. Það hafi verið gert alfarið á aðkomu stjórnar hlutafélagsins opinbera. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri og Rúnar Freyr Gíslason, framkvæmdastjóri Söngvakeppni sjónvarpsins, hefðu ákveðið að aðskilja Söngvakeppnina og þátttöku Íslands í Eurovision algerlega. Þannig yrði ákvörðun um þátttöku ekki tekin fyrr en að Söngvakeppni lokinni. Rúnar Freyr útskýrði ákvörðunina í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann sagði að ákvörðun um þátttöku yrði tekin í samráði við þá listamenn sem vinna forkeppnina hér heima og á grundvelli öryggissjónarmiða og stöðunnar almennt. „Það hefur verið mjög hávær krafa um að RÚV sniðgangi Eurovision vegna þátttöku Ísraelsmanna og þess skelfilega stríðs sem á sér stað þar. Söngvakeppnin hefur auðvitað verið nátengd Eurovision vegna þess að þar er framlag Íslendinga valið inn í Eurovisionkeppnina. Við ákváðum því að rjúfa þessi tengsl, í sátt við keppendur og starfsfólk RÚV, með það að leiðarljósi að skapa ró um Söngvakeppnina og geta haldið þessa frábæru lagakeppni Íslands fyrir börn og fullorðna með frábærum hætti eins og síðastliðin ár.“ Ákvörðunin firri Ríkisútvarpið ábyrgð á mjög mikilvægri ákvörðun Mörður Áslaugarson, stjórnarmaður í Ríkisútvarpinu, er ekki ánægður með þetta útspil stjórnenda hjá RÚV, ef marka má skrif hans á Facebook í kvöld. Hann segir að svo virðist sem ákveðið hafi verið, án aðkomu stjórnar, vegna þess að ákvörðunin komi henni ekki við, að varpa skuli ábyrgðinni á þáttöku RÚV í Eurovision á listafólkið sem vinnur í dægurlagakeppninni. „Þetta er auðvitað win win fyrir stjórnina og stjórnendur. Þetta stórkostlega trix firrir okkur algerlega allri ábyrgð á þessar gríðarlega mikilvægu ákvörðun og þeir sem verða brjálaðir út af niðurstöðunni, hver sem hún verður, munu beina bræði sinni að þessu listafólki en ekki að okkur,“ segir hann. Þá leggur hann til að Ríkisútvarpið taki upp einkunnarorðin Hugrekki, heilindi, ábyrgð. Reyndi að fá stjórnina til að álykta um sniðgöngu Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Mörður tjáir sig opinberlega um þátttöku Íslands í Eurovision þrátt fyrir þátttöku Ísraela. Í desember tilkynnti hann að hann hefði lagt fram tillögu á fundi stjórnar um að hún ályktaði um að ekki yrði tekið þátt í Eurovision 2024 ef Ísrael tekur þátt í keppninni. Stjórnin hafi hafnað því að taka tillöguna til atkvæðagreiðslu. Eurovision Ríkisútvarpið Átök í Ísrael og Palestínu Menning Tónlist Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ákveða sig eftir Söngvakeppnina Ríkisútvarpið ætlar ekki að taka neina ákvörðun um þátttöku sína í Eurovision í Svíþjóð fyrr en að lokinni Söngvakeppni sjónvarpsins. Að óbreyttu verður Ísland meðal þátttökuþjóða í Malmö í maí. 23. janúar 2024 17:10 „Þetta er hálft skref í rétta átt“ Daníel Ágúst Haraldsson, sem var einn fjölda tónlistarmanna sem mótmæltu fyrirhugaðri þátttöku Íslendinga í Eurovision, segist fagna því að yfirmenn Ríkisútvarpsins hafi frestað endanlegri þátttöku fram yfir Söngvakeppni sjónvarpsins. Hann hefði þó viljað sjá skrefið stigið til fulls. 23. janúar 2024 18:25 RÚV í úlfakreppu vegna þátttöku í Eurovision Bragi Valdimar Skúlason, formaður Félags tónskálda og textahöfunda, spyr hvað verði þegar tónlistarmenn fari að týnast úr Eurovison-verkefninu einn af öðrum? 14. desember 2023 11:40 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri og Rúnar Freyr Gíslason, framkvæmdastjóri Söngvakeppni sjónvarpsins, hefðu ákveðið að aðskilja Söngvakeppnina og þátttöku Íslands í Eurovision algerlega. Þannig yrði ákvörðun um þátttöku ekki tekin fyrr en að Söngvakeppni lokinni. Rúnar Freyr útskýrði ákvörðunina í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann sagði að ákvörðun um þátttöku yrði tekin í samráði við þá listamenn sem vinna forkeppnina hér heima og á grundvelli öryggissjónarmiða og stöðunnar almennt. „Það hefur verið mjög hávær krafa um að RÚV sniðgangi Eurovision vegna þátttöku Ísraelsmanna og þess skelfilega stríðs sem á sér stað þar. Söngvakeppnin hefur auðvitað verið nátengd Eurovision vegna þess að þar er framlag Íslendinga valið inn í Eurovisionkeppnina. Við ákváðum því að rjúfa þessi tengsl, í sátt við keppendur og starfsfólk RÚV, með það að leiðarljósi að skapa ró um Söngvakeppnina og geta haldið þessa frábæru lagakeppni Íslands fyrir börn og fullorðna með frábærum hætti eins og síðastliðin ár.“ Ákvörðunin firri Ríkisútvarpið ábyrgð á mjög mikilvægri ákvörðun Mörður Áslaugarson, stjórnarmaður í Ríkisútvarpinu, er ekki ánægður með þetta útspil stjórnenda hjá RÚV, ef marka má skrif hans á Facebook í kvöld. Hann segir að svo virðist sem ákveðið hafi verið, án aðkomu stjórnar, vegna þess að ákvörðunin komi henni ekki við, að varpa skuli ábyrgðinni á þáttöku RÚV í Eurovision á listafólkið sem vinnur í dægurlagakeppninni. „Þetta er auðvitað win win fyrir stjórnina og stjórnendur. Þetta stórkostlega trix firrir okkur algerlega allri ábyrgð á þessar gríðarlega mikilvægu ákvörðun og þeir sem verða brjálaðir út af niðurstöðunni, hver sem hún verður, munu beina bræði sinni að þessu listafólki en ekki að okkur,“ segir hann. Þá leggur hann til að Ríkisútvarpið taki upp einkunnarorðin Hugrekki, heilindi, ábyrgð. Reyndi að fá stjórnina til að álykta um sniðgöngu Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Mörður tjáir sig opinberlega um þátttöku Íslands í Eurovision þrátt fyrir þátttöku Ísraela. Í desember tilkynnti hann að hann hefði lagt fram tillögu á fundi stjórnar um að hún ályktaði um að ekki yrði tekið þátt í Eurovision 2024 ef Ísrael tekur þátt í keppninni. Stjórnin hafi hafnað því að taka tillöguna til atkvæðagreiðslu.
Eurovision Ríkisútvarpið Átök í Ísrael og Palestínu Menning Tónlist Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ákveða sig eftir Söngvakeppnina Ríkisútvarpið ætlar ekki að taka neina ákvörðun um þátttöku sína í Eurovision í Svíþjóð fyrr en að lokinni Söngvakeppni sjónvarpsins. Að óbreyttu verður Ísland meðal þátttökuþjóða í Malmö í maí. 23. janúar 2024 17:10 „Þetta er hálft skref í rétta átt“ Daníel Ágúst Haraldsson, sem var einn fjölda tónlistarmanna sem mótmæltu fyrirhugaðri þátttöku Íslendinga í Eurovision, segist fagna því að yfirmenn Ríkisútvarpsins hafi frestað endanlegri þátttöku fram yfir Söngvakeppni sjónvarpsins. Hann hefði þó viljað sjá skrefið stigið til fulls. 23. janúar 2024 18:25 RÚV í úlfakreppu vegna þátttöku í Eurovision Bragi Valdimar Skúlason, formaður Félags tónskálda og textahöfunda, spyr hvað verði þegar tónlistarmenn fari að týnast úr Eurovison-verkefninu einn af öðrum? 14. desember 2023 11:40 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Ákveða sig eftir Söngvakeppnina Ríkisútvarpið ætlar ekki að taka neina ákvörðun um þátttöku sína í Eurovision í Svíþjóð fyrr en að lokinni Söngvakeppni sjónvarpsins. Að óbreyttu verður Ísland meðal þátttökuþjóða í Malmö í maí. 23. janúar 2024 17:10
„Þetta er hálft skref í rétta átt“ Daníel Ágúst Haraldsson, sem var einn fjölda tónlistarmanna sem mótmæltu fyrirhugaðri þátttöku Íslendinga í Eurovision, segist fagna því að yfirmenn Ríkisútvarpsins hafi frestað endanlegri þátttöku fram yfir Söngvakeppni sjónvarpsins. Hann hefði þó viljað sjá skrefið stigið til fulls. 23. janúar 2024 18:25
RÚV í úlfakreppu vegna þátttöku í Eurovision Bragi Valdimar Skúlason, formaður Félags tónskálda og textahöfunda, spyr hvað verði þegar tónlistarmenn fari að týnast úr Eurovison-verkefninu einn af öðrum? 14. desember 2023 11:40