Ákærður fyrir að gabba lögreglu: „Höfuð ykkar og hjörtu barna ykkar munu springa“ Árni Sæberg skrifar 24. janúar 2024 20:47 Sprengjuhótuninni var meðal annars beint að ráðhúsi Reykjanesbæjar. Vísir/Þorgils Erlendur karlmaður hefur verið ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni og að gabba lögreglu, með því að senda falska sprengjuhótun á stofnanir Reykjanesbæjar. Meðal stofnanna voru nokkrir leikskólar og ráðhús bæjarins var rýmt vegna hótananna. Maðurinn var handtekinn þann 3. mars síðastliðinn við komuna til landsins á Keflavíkurflugvelli. Vísir greindi frá því á sínum tíma að maðurinn væri grunaður um að standa að baki sprengjuhótun sem send var á nokkrar stofnanir og vinnustaði í Reykjanesbæ í vikunni áður. Ráðhús Reykjanesbæjar var rýmt vegna hótunarinnar auk þess sem hún beindist gegn nokkrum leikskólum. Yfirlögregluþjónn sagði manninn eiga langan sakaferil að baki. Hann væri af af erlendu bergi brotinn en hafi verið búsettur hér á landi um tíma. Sagðist meina það sem hann sagði Ákæra var gefin út á hendur manninum í lok nóvember síðastliðins. Í ákærunni, sem Vísir hefur undir höndum, segir að maðurinn sé ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni og að gabba lögreglu, og að reyna að gabba lögreglu, með því hafa sent tvo tölvupóst að kvöldi 23. febrúar árið 2023. Þeir hljóða svo: „Eins og ríkið veit mun sprengjan springa í dag. Segið lögreglunni að sprengjan sé með gildrum í fimm kílómetra radíus. Vitið til, ef þið komið nálægt mér mun ég bjóða ykkur upp á allt það sem ég hef sankað að mér í lengri tíma. Kveðja, maðurinn sem meinar það sem hann segir.“ „Staðurinn er morandi í sprengjum, höfuð ykkar og hjörtu barna ykkar munu springa.“ Fundu enga sprengju Seinni tölvupósturinn leiddi til þess að ráðhús Reykjanesbæjar var rýmt morguninn eftir, þegar tölvupósturinn var opnaður og lesinn, og þess að lögregla framkvæmdi sprengjuleit í ráðhúsinu án árangurs. Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Við broti gegn valdstjórninni liggur allt að sex ára fangelsi, en átta ára ef það beinist gegn opinberum starfsmanni sem að lögum hefur heimild til líkamlegrar valdbeitingar. Lögreglumál Reykjanesbær Tengdar fréttir Sendu sprengjuhótun meðal annars á leikskóla Tölvupóstur með sprengjuhótun var sendur á nokkrar stofnanir og vinnustaði í Reykjanesbæ í morgun, þar á meðal nokkra leikskóla. Ráðhúsið í Reykjanesbæ var rýmt vegna hótunarinnar. Lögregla segir ekkert að óttast en en málið sé litið alvarlegum augum. 24. febrúar 2023 13:21 Lögreglan telur sprengjuhótun í ráðhúsi Reykjanesbæjar ótrúverðuga Tilkynning barst með tölvupósti á almennt netfang Reykjanesbæjar í morgun um að búið væri að koma þar fyrir sprengjum. Lögregla segir hótunina ekki trúverðuga. 24. febrúar 2023 11:22 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Maðurinn var handtekinn þann 3. mars síðastliðinn við komuna til landsins á Keflavíkurflugvelli. Vísir greindi frá því á sínum tíma að maðurinn væri grunaður um að standa að baki sprengjuhótun sem send var á nokkrar stofnanir og vinnustaði í Reykjanesbæ í vikunni áður. Ráðhús Reykjanesbæjar var rýmt vegna hótunarinnar auk þess sem hún beindist gegn nokkrum leikskólum. Yfirlögregluþjónn sagði manninn eiga langan sakaferil að baki. Hann væri af af erlendu bergi brotinn en hafi verið búsettur hér á landi um tíma. Sagðist meina það sem hann sagði Ákæra var gefin út á hendur manninum í lok nóvember síðastliðins. Í ákærunni, sem Vísir hefur undir höndum, segir að maðurinn sé ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni og að gabba lögreglu, og að reyna að gabba lögreglu, með því hafa sent tvo tölvupóst að kvöldi 23. febrúar árið 2023. Þeir hljóða svo: „Eins og ríkið veit mun sprengjan springa í dag. Segið lögreglunni að sprengjan sé með gildrum í fimm kílómetra radíus. Vitið til, ef þið komið nálægt mér mun ég bjóða ykkur upp á allt það sem ég hef sankað að mér í lengri tíma. Kveðja, maðurinn sem meinar það sem hann segir.“ „Staðurinn er morandi í sprengjum, höfuð ykkar og hjörtu barna ykkar munu springa.“ Fundu enga sprengju Seinni tölvupósturinn leiddi til þess að ráðhús Reykjanesbæjar var rýmt morguninn eftir, þegar tölvupósturinn var opnaður og lesinn, og þess að lögregla framkvæmdi sprengjuleit í ráðhúsinu án árangurs. Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Við broti gegn valdstjórninni liggur allt að sex ára fangelsi, en átta ára ef það beinist gegn opinberum starfsmanni sem að lögum hefur heimild til líkamlegrar valdbeitingar.
Lögreglumál Reykjanesbær Tengdar fréttir Sendu sprengjuhótun meðal annars á leikskóla Tölvupóstur með sprengjuhótun var sendur á nokkrar stofnanir og vinnustaði í Reykjanesbæ í morgun, þar á meðal nokkra leikskóla. Ráðhúsið í Reykjanesbæ var rýmt vegna hótunarinnar. Lögregla segir ekkert að óttast en en málið sé litið alvarlegum augum. 24. febrúar 2023 13:21 Lögreglan telur sprengjuhótun í ráðhúsi Reykjanesbæjar ótrúverðuga Tilkynning barst með tölvupósti á almennt netfang Reykjanesbæjar í morgun um að búið væri að koma þar fyrir sprengjum. Lögregla segir hótunina ekki trúverðuga. 24. febrúar 2023 11:22 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Sendu sprengjuhótun meðal annars á leikskóla Tölvupóstur með sprengjuhótun var sendur á nokkrar stofnanir og vinnustaði í Reykjanesbæ í morgun, þar á meðal nokkra leikskóla. Ráðhúsið í Reykjanesbæ var rýmt vegna hótunarinnar. Lögregla segir ekkert að óttast en en málið sé litið alvarlegum augum. 24. febrúar 2023 13:21
Lögreglan telur sprengjuhótun í ráðhúsi Reykjanesbæjar ótrúverðuga Tilkynning barst með tölvupósti á almennt netfang Reykjanesbæjar í morgun um að búið væri að koma þar fyrir sprengjum. Lögregla segir hótunina ekki trúverðuga. 24. febrúar 2023 11:22