Fegurðin við vörn Valsliðsins á móti Remy Martin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2024 16:20 Remy Martin komst lítið áleiðis á móti Valsvörninni. Vísir/Hulda Margrét Remy Martin hefur farið á kostum með Keflavíkurliðinu í vetur en hann lenti á vegg í síðasta leik. Vegg af vakandi Valsmönnum. Subway Körfuboltakvöld tók fyrir varnarleik Valsmanna í síðasta þætti sínum en það er einkum hann sem skilar Hliðarendaliðinu í efsta sæti Subway deildarinnar eftir fjórtán umferðir. Valsliðið átti ekki í miklum vandræðum í 23 stiga sigri á Keflavík þar sem gestirnir úr Keflavík voru í miklum vandræðum fram eftir leik. „Við ætlum að skoða frábæran varnarleik Valsmanna gegn Keflvíkingum en þeir ná upp mjög miklu forskoti,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Ég sá bara Valsvörnina upp á sitt besta. Það er greinilega mikil áhersla lögð á það að stoppa Remy Martin. Það eru bara þrír leikmenn sem bíða eftir honum,“ sagði Helgi Már Magnússon, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Keflavík náði ekki að finna út úr þessu og Valsmenn voru að treysta á það að Remy myndi ekki gefa réttu sendinguna. Hann náði að gera það nokkrum sinnum en ekki alltaf,“ sagði Helgi. Klippa: Körfuboltakvöld: Vörn Valsmanna á móti Remy Martin Þeir fóru yfir nokkrar klippur með því hvernig Valsliðið dekkaði Martin í leiknum. „Þetta er lýjandi fyrir Remy en fegurðin við þetta er að það er eins og það sé strengur á milli þeirra. Þetta er einhver teygja og þegar einn hreyfir sig þá er veika hliðin að hreyfa sig. Þeir hreyfast í takti og allir tilbúnir. Um leið og Remy lyftir boltanum og er að fara að gefa hann þá fara allir út aftur. Þetta er bara gullfalleg vörn en að sama skapi á Keflavík að geta fundið lausn við þessu,“ sagði Helgi. Hann segir að Valsmenn hafi mögulega fundið lausnina á móti einum hættulegasta sóknarmanni deildarinnar. „Svona eiga liðin eftir að spila á móti Remy. Þau eiga eftir að neyða hann í það að taka réttar ákvarðanir, aftur og aftur og aftur. Lykillinn að góðri vörn á móti Keflavík er síðan að nógu agaður þegar hinir eru að hitta líka,“ sagði Helgi. Það má horfa á alla umfjöllunina hér fyrir ofan. Næsti leikur Valsmanna er á móti Tindastól í kvöld og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 5 og hefst útsendingin klukkan 19.05. Subway-deild karla Valur Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Sjá meira
Subway Körfuboltakvöld tók fyrir varnarleik Valsmanna í síðasta þætti sínum en það er einkum hann sem skilar Hliðarendaliðinu í efsta sæti Subway deildarinnar eftir fjórtán umferðir. Valsliðið átti ekki í miklum vandræðum í 23 stiga sigri á Keflavík þar sem gestirnir úr Keflavík voru í miklum vandræðum fram eftir leik. „Við ætlum að skoða frábæran varnarleik Valsmanna gegn Keflvíkingum en þeir ná upp mjög miklu forskoti,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Ég sá bara Valsvörnina upp á sitt besta. Það er greinilega mikil áhersla lögð á það að stoppa Remy Martin. Það eru bara þrír leikmenn sem bíða eftir honum,“ sagði Helgi Már Magnússon, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Keflavík náði ekki að finna út úr þessu og Valsmenn voru að treysta á það að Remy myndi ekki gefa réttu sendinguna. Hann náði að gera það nokkrum sinnum en ekki alltaf,“ sagði Helgi. Klippa: Körfuboltakvöld: Vörn Valsmanna á móti Remy Martin Þeir fóru yfir nokkrar klippur með því hvernig Valsliðið dekkaði Martin í leiknum. „Þetta er lýjandi fyrir Remy en fegurðin við þetta er að það er eins og það sé strengur á milli þeirra. Þetta er einhver teygja og þegar einn hreyfir sig þá er veika hliðin að hreyfa sig. Þeir hreyfast í takti og allir tilbúnir. Um leið og Remy lyftir boltanum og er að fara að gefa hann þá fara allir út aftur. Þetta er bara gullfalleg vörn en að sama skapi á Keflavík að geta fundið lausn við þessu,“ sagði Helgi. Hann segir að Valsmenn hafi mögulega fundið lausnina á móti einum hættulegasta sóknarmanni deildarinnar. „Svona eiga liðin eftir að spila á móti Remy. Þau eiga eftir að neyða hann í það að taka réttar ákvarðanir, aftur og aftur og aftur. Lykillinn að góðri vörn á móti Keflavík er síðan að nógu agaður þegar hinir eru að hitta líka,“ sagði Helgi. Það má horfa á alla umfjöllunina hér fyrir ofan. Næsti leikur Valsmanna er á móti Tindastól í kvöld og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 5 og hefst útsendingin klukkan 19.05.
Subway-deild karla Valur Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Sjá meira