„Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Kári Mímisson skrifar 5. apríl 2025 19:00 Jamal íbygginn á svip að Hlíðarenda í kvöld. Vísir/Guðmundur Jamil Abiad, þjálfari Vals, var að vonum ánægður með 27 stiga sigur liðsins gegn Þór Akureyri í leik tvö í 8-liðaúrslitum úrslitakeppni kvenna í körfubolta. Valur þarf einn sigur í viðbót til að fara áfram í undanúrslit. Valur hafði unnið fyrsta leikinn fyrir norðan og því ljóst að með sigri hér í kvöld myndi liðið styrkja stöðu sína til muna í einvíginu en það lið sem sigrar þrjá leiki fyrr fer áfram í undanúrslitin „Þetta er risa sigur fyrir okkur. Eins og ég sagði fyrir leik þá er þetta mikilvægasti leikurinn í þessari viðureign og ég er mjög glaður að ná þessum sterka og örugga sigri hér heima. Stelpurnar gerðu þetta vel og héldu planinu út allar 40 mínútur leiksins.“ Sagði afar glaður Jamil strax að leik loknum. Þegar Jamil er spurður út í hversu góð þessi frammistaða í kvöld hafi verið glottir hann og segir að liðið geti enn bætt sig mikið áður en hann gefur frammistöðu liðsins 7,5, eitthvað sem undirrituðum þykir full hörð einkunnagjöf eftir 27 stiga sigur. „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni og vil meira. Ég vil meina að við þurfum enn að vinna hörðum höndum næstu vikur og mánuð. Það eru nokkrar stelpur í hópnum sem eigi mikið inni og þá getum við enn bætt þá hluti sem við erum að gera vel nú þegar svo ef ég ætti að gefa þessari frammistöðu einkunn þá myndi ég segja 7,5 af 10.“ Valskonur fagna í kvöld.Vísir/Guðmundur Jamil heldur samt áfram og segir að hann sé virkilega ánægður á hvaða stigi liðið er á þessum tímapunkti á leiktíðinni. „Mér þykir við vera að spila vel en held eins og ég sagði áðan að við eigum enn smá inni og getum bætt og breytt örfáum hlutum í okkar leik. Ég hef verið að segja það á síðustu vikum höfum við verið að æfa mjög vel á þessum tímapunkti leiktíðarinnar ásamt því að þá erum við að stefna í rétta átt.“ Næsti leikur fyrir norðan þar sem Valur getur tryggt farseðilinn í undanúrslitin. Hvernig leggst sá leikur í þig? „Leikurinn og ferðalagið leggst vel í mig. Við viljum ekki þurfa að fara norður oftar en við þurfum og það var ákveðinn hvati með sigrinum hér í dag. Það verður auðvitað bara annar erfiður leikur sem við þurfum að fara inn í af varúð, án alls vanmats og virða verkefnið.“ Næsti leikur liðanna er fyrir norðan á miðvikudag klukkan 18:30. Bónus-deild kvenna Valur Þór Akureyri Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 Sjá meira
Valur hafði unnið fyrsta leikinn fyrir norðan og því ljóst að með sigri hér í kvöld myndi liðið styrkja stöðu sína til muna í einvíginu en það lið sem sigrar þrjá leiki fyrr fer áfram í undanúrslitin „Þetta er risa sigur fyrir okkur. Eins og ég sagði fyrir leik þá er þetta mikilvægasti leikurinn í þessari viðureign og ég er mjög glaður að ná þessum sterka og örugga sigri hér heima. Stelpurnar gerðu þetta vel og héldu planinu út allar 40 mínútur leiksins.“ Sagði afar glaður Jamil strax að leik loknum. Þegar Jamil er spurður út í hversu góð þessi frammistaða í kvöld hafi verið glottir hann og segir að liðið geti enn bætt sig mikið áður en hann gefur frammistöðu liðsins 7,5, eitthvað sem undirrituðum þykir full hörð einkunnagjöf eftir 27 stiga sigur. „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni og vil meira. Ég vil meina að við þurfum enn að vinna hörðum höndum næstu vikur og mánuð. Það eru nokkrar stelpur í hópnum sem eigi mikið inni og þá getum við enn bætt þá hluti sem við erum að gera vel nú þegar svo ef ég ætti að gefa þessari frammistöðu einkunn þá myndi ég segja 7,5 af 10.“ Valskonur fagna í kvöld.Vísir/Guðmundur Jamil heldur samt áfram og segir að hann sé virkilega ánægður á hvaða stigi liðið er á þessum tímapunkti á leiktíðinni. „Mér þykir við vera að spila vel en held eins og ég sagði áðan að við eigum enn smá inni og getum bætt og breytt örfáum hlutum í okkar leik. Ég hef verið að segja það á síðustu vikum höfum við verið að æfa mjög vel á þessum tímapunkti leiktíðarinnar ásamt því að þá erum við að stefna í rétta átt.“ Næsti leikur fyrir norðan þar sem Valur getur tryggt farseðilinn í undanúrslitin. Hvernig leggst sá leikur í þig? „Leikurinn og ferðalagið leggst vel í mig. Við viljum ekki þurfa að fara norður oftar en við þurfum og það var ákveðinn hvati með sigrinum hér í dag. Það verður auðvitað bara annar erfiður leikur sem við þurfum að fara inn í af varúð, án alls vanmats og virða verkefnið.“ Næsti leikur liðanna er fyrir norðan á miðvikudag klukkan 18:30.
Bónus-deild kvenna Valur Þór Akureyri Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti