„Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Kári Mímisson skrifar 5. apríl 2025 19:00 Jamal íbygginn á svip að Hlíðarenda í kvöld. Vísir/Guðmundur Jamil Abiad, þjálfari Vals, var að vonum ánægður með 27 stiga sigur liðsins gegn Þór Akureyri í leik tvö í 8-liðaúrslitum úrslitakeppni kvenna í körfubolta. Valur þarf einn sigur í viðbót til að fara áfram í undanúrslit. Valur hafði unnið fyrsta leikinn fyrir norðan og því ljóst að með sigri hér í kvöld myndi liðið styrkja stöðu sína til muna í einvíginu en það lið sem sigrar þrjá leiki fyrr fer áfram í undanúrslitin „Þetta er risa sigur fyrir okkur. Eins og ég sagði fyrir leik þá er þetta mikilvægasti leikurinn í þessari viðureign og ég er mjög glaður að ná þessum sterka og örugga sigri hér heima. Stelpurnar gerðu þetta vel og héldu planinu út allar 40 mínútur leiksins.“ Sagði afar glaður Jamil strax að leik loknum. Þegar Jamil er spurður út í hversu góð þessi frammistaða í kvöld hafi verið glottir hann og segir að liðið geti enn bætt sig mikið áður en hann gefur frammistöðu liðsins 7,5, eitthvað sem undirrituðum þykir full hörð einkunnagjöf eftir 27 stiga sigur. „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni og vil meira. Ég vil meina að við þurfum enn að vinna hörðum höndum næstu vikur og mánuð. Það eru nokkrar stelpur í hópnum sem eigi mikið inni og þá getum við enn bætt þá hluti sem við erum að gera vel nú þegar svo ef ég ætti að gefa þessari frammistöðu einkunn þá myndi ég segja 7,5 af 10.“ Valskonur fagna í kvöld.Vísir/Guðmundur Jamil heldur samt áfram og segir að hann sé virkilega ánægður á hvaða stigi liðið er á þessum tímapunkti á leiktíðinni. „Mér þykir við vera að spila vel en held eins og ég sagði áðan að við eigum enn smá inni og getum bætt og breytt örfáum hlutum í okkar leik. Ég hef verið að segja það á síðustu vikum höfum við verið að æfa mjög vel á þessum tímapunkti leiktíðarinnar ásamt því að þá erum við að stefna í rétta átt.“ Næsti leikur fyrir norðan þar sem Valur getur tryggt farseðilinn í undanúrslitin. Hvernig leggst sá leikur í þig? „Leikurinn og ferðalagið leggst vel í mig. Við viljum ekki þurfa að fara norður oftar en við þurfum og það var ákveðinn hvati með sigrinum hér í dag. Það verður auðvitað bara annar erfiður leikur sem við þurfum að fara inn í af varúð, án alls vanmats og virða verkefnið.“ Næsti leikur liðanna er fyrir norðan á miðvikudag klukkan 18:30. Bónus-deild kvenna Valur Þór Akureyri Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Sjá meira
Valur hafði unnið fyrsta leikinn fyrir norðan og því ljóst að með sigri hér í kvöld myndi liðið styrkja stöðu sína til muna í einvíginu en það lið sem sigrar þrjá leiki fyrr fer áfram í undanúrslitin „Þetta er risa sigur fyrir okkur. Eins og ég sagði fyrir leik þá er þetta mikilvægasti leikurinn í þessari viðureign og ég er mjög glaður að ná þessum sterka og örugga sigri hér heima. Stelpurnar gerðu þetta vel og héldu planinu út allar 40 mínútur leiksins.“ Sagði afar glaður Jamil strax að leik loknum. Þegar Jamil er spurður út í hversu góð þessi frammistaða í kvöld hafi verið glottir hann og segir að liðið geti enn bætt sig mikið áður en hann gefur frammistöðu liðsins 7,5, eitthvað sem undirrituðum þykir full hörð einkunnagjöf eftir 27 stiga sigur. „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni og vil meira. Ég vil meina að við þurfum enn að vinna hörðum höndum næstu vikur og mánuð. Það eru nokkrar stelpur í hópnum sem eigi mikið inni og þá getum við enn bætt þá hluti sem við erum að gera vel nú þegar svo ef ég ætti að gefa þessari frammistöðu einkunn þá myndi ég segja 7,5 af 10.“ Valskonur fagna í kvöld.Vísir/Guðmundur Jamil heldur samt áfram og segir að hann sé virkilega ánægður á hvaða stigi liðið er á þessum tímapunkti á leiktíðinni. „Mér þykir við vera að spila vel en held eins og ég sagði áðan að við eigum enn smá inni og getum bætt og breytt örfáum hlutum í okkar leik. Ég hef verið að segja það á síðustu vikum höfum við verið að æfa mjög vel á þessum tímapunkti leiktíðarinnar ásamt því að þá erum við að stefna í rétta átt.“ Næsti leikur fyrir norðan þar sem Valur getur tryggt farseðilinn í undanúrslitin. Hvernig leggst sá leikur í þig? „Leikurinn og ferðalagið leggst vel í mig. Við viljum ekki þurfa að fara norður oftar en við þurfum og það var ákveðinn hvati með sigrinum hér í dag. Það verður auðvitað bara annar erfiður leikur sem við þurfum að fara inn í af varúð, án alls vanmats og virða verkefnið.“ Næsti leikur liðanna er fyrir norðan á miðvikudag klukkan 18:30.
Bónus-deild kvenna Valur Þór Akureyri Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik