Ríkisútvarpið greinir frá. Boðað hefur verið til kosninga um nýjan biskup Íslands á kirkjuþingi í mars. Agnes M. Sigurðardóttir, núverandi biskup lætur af störfum í kjölfarið.
Þegar hafa Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur í Háteigskirkju og Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju gefið kost á sér í embætti biskups auk séra Ninnu Sif Svavarsdóttur og séra Guðmundar Karls Brynjarssonar.
Séra Kristján hefur verið vígslubiskup í Skálholti síðan í fyrra. Hann hefur áður starfað sem staðgengill biskups Íalands. Ríkisútvarpið hefur eftir honum að um sé að ræða gott tækifæri til að stunda sína guðfræði með því að tala við stærri hóp fólks.
Nýr biskup verður vígður inn í embætti þann 1. september. Prestar og djáknar geta tilnefnt þann prest sem þeir telja hæfan í embættið. Þrjú efstu sem fá flestar tilnefningar fara áfram í biskupskosningar.