Frakkar í úrslit eftir framlengingu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. janúar 2024 18:43 Elohim Prandi reyndist hetja Frakka og skaut þeim í framlengingu. Christof Koepsel/Getty Images Frakkar eru komnir í úrslit Evrópumótsins í handbolta eftir fjögurra marka sigur gegn Svíum í framlengdum leik undanúrslitum í dag, 34-30. Frakkar höfðu góða stjórn á leiknum í fyrri hálfleik og náðu sex marka forskoti þegar liðið skoraði sex mörk í röð og breytti stöðunni úr 4-4 í 10-4 á stuttum kafla. Franska liðið náði mest sjö marka forskoti í fyrri hálfleik, en leiddu með sex mörkum þegar flautað var til hálfleiks, staðan 17-11. Það bjuggust líklega flestir við því að brekkan væri orðin heldur brött fyrir Svíana, en sænska liðið mætti af miklum krafti í síðari hálfleikinn. Sænska liðið skoraði sjö af fyrstu átta mörkum seinni hálfleiks og jöfnuðu metin í 18-18. Franska liðið náði þó þriggja marka forystu á ný, en Svíar jöfnuðu fljótt aftur og náðu forystunni í stöðunni 22-23 þegar um tíu mínútur voru eftir. Svíar héldu eins til tveggja marka forystu það sem eftir lifði leiks og virtust vera að vinna gríðarlega sterkan eins marka sigur, 26-27. Boltinn var hins vegar dæmdur af Jim Gottfridsson á lokasekúndunum og Frakkar fengu einn séns til að jafna metin. Þeir fengu aukakast þegar tíminn var runninn út sem Elohim Prandi tók og hann náði að koma boltanum framhjá veggnum, í slána og þaðan fór hann í netið. Niðurstaðan eftir venjulegan leiktíma því 27-27 og því þurfti að grípa til framlegningar til að skera úr um sigurvegara. Prandi sends us to Extra Time with a rocket!! pic.twitter.com/9LVn8GIfcw— (Un)informed Handball Hour (@HandballHour) January 26, 2024 Í framlengingunni reyndust Frakkar mun sterkari og þeir leiddu með tveimur mörkum þegar fyrri hálfleik hennar lauk, 30-28. Franska liðið náði svo fjögurra marka forystu þegar um tvær mínútur voru eftir og unnu að lokum fjögurra marka sigur, 34-30. Frakkar eru þar með á leið í úrslit EM þar sem liðið mætir annað hvort Danmörku eða Þýskalandi næsta sunnudag. Svíar þurfa hins vegar að gera sér það að góðu að leika um bronsið. EM 2024 í handbolta Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarleik frestað vegna óútkljáðs kærumáls Hauka og ÍBV „Það falla mörg tár á sunnudag“ Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum Sjá meira
Frakkar höfðu góða stjórn á leiknum í fyrri hálfleik og náðu sex marka forskoti þegar liðið skoraði sex mörk í röð og breytti stöðunni úr 4-4 í 10-4 á stuttum kafla. Franska liðið náði mest sjö marka forskoti í fyrri hálfleik, en leiddu með sex mörkum þegar flautað var til hálfleiks, staðan 17-11. Það bjuggust líklega flestir við því að brekkan væri orðin heldur brött fyrir Svíana, en sænska liðið mætti af miklum krafti í síðari hálfleikinn. Sænska liðið skoraði sjö af fyrstu átta mörkum seinni hálfleiks og jöfnuðu metin í 18-18. Franska liðið náði þó þriggja marka forystu á ný, en Svíar jöfnuðu fljótt aftur og náðu forystunni í stöðunni 22-23 þegar um tíu mínútur voru eftir. Svíar héldu eins til tveggja marka forystu það sem eftir lifði leiks og virtust vera að vinna gríðarlega sterkan eins marka sigur, 26-27. Boltinn var hins vegar dæmdur af Jim Gottfridsson á lokasekúndunum og Frakkar fengu einn séns til að jafna metin. Þeir fengu aukakast þegar tíminn var runninn út sem Elohim Prandi tók og hann náði að koma boltanum framhjá veggnum, í slána og þaðan fór hann í netið. Niðurstaðan eftir venjulegan leiktíma því 27-27 og því þurfti að grípa til framlegningar til að skera úr um sigurvegara. Prandi sends us to Extra Time with a rocket!! pic.twitter.com/9LVn8GIfcw— (Un)informed Handball Hour (@HandballHour) January 26, 2024 Í framlengingunni reyndust Frakkar mun sterkari og þeir leiddu með tveimur mörkum þegar fyrri hálfleik hennar lauk, 30-28. Franska liðið náði svo fjögurra marka forystu þegar um tvær mínútur voru eftir og unnu að lokum fjögurra marka sigur, 34-30. Frakkar eru þar með á leið í úrslit EM þar sem liðið mætir annað hvort Danmörku eða Þýskalandi næsta sunnudag. Svíar þurfa hins vegar að gera sér það að góðu að leika um bronsið.
EM 2024 í handbolta Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarleik frestað vegna óútkljáðs kærumáls Hauka og ÍBV „Það falla mörg tár á sunnudag“ Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum Sjá meira