Í tilkynningu segir að um síðastliðin áramót hafi Fastus, Expert, Expert kæling og GS Import sameinast í eitt félag. Hið sameinaða fyrirtæki ber heitið Fastus ehf., en starfsemi þess skiptist nú í tvö meginsvið; Fastus heilsu og Expert.
Fram kemur að Ástrós hafi unnið við markaðsmál síðastliðin fimm ár. „Síðast starfaði hún sem viðskiptastjóri hjá auglýsingastofunni Hér&Nú. Þar á undan var hún aðstoðarmaður Ph.D, Þórhalls Arnar Guðlaugssonar prófessors við viðskiptafræðideild HÍ og þar áður starfaði hún sem fjármálaráðgjafi hjá Arion banka. Ástrós er með Bsc í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og auk þess með verðbréfaréttindi,“ segir í tilkynningunni.