Mikla athygli vakti þegar Helgi ákvað að fella niður rannsóknina en þeir sem láta sig málið varða hafa talið nánast formsatriði að kært verði í málinu. En Helgi felldi niður rannsóknina og gaf ekki miklar útskýringar á þeirri ákvörðun sinni.
Málið sem Helgi rannsakaði varðar það þegar 3.500 þúsund laxar sluppu úr kví Artic Sea Farm í Kvígindisdal í Patreksfirði í ágúst 2023. „Að mati Matvælastofnunar var innra eftirliti ábótavant og ekki var farið að verklagsreglum sem félagið hafði sett sér við slátrun sem leiddi til umfangsmikils stroks á eldisfiski.“
Mast fullyrðir að brotalamir hafi verið á starfseminni og ófullnægjandi verklag hafi með réttu leitt til atviksins. „Er það mat Matvælastofnunar að nauðsynlegt sé að rannsaka nánar tildrög og orsakir stroksins, sem og að fá afstöðu ríkissaksóknara um afgreiðslu málsins,“ segir í tilkynningu Mast.