Þúsund sænskir tónlistarmenn vilja útiloka Ísrael Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. janúar 2024 16:30 Sænska tónlistarkonan Robyn er á meðal tónlistarmanna í Svíþjóð sem vilja meina Ísrael þátttöku í Eurovision í ár. Erika Goldring/FilmMagic Rúmlega þúsund sænskir tónlistarmenn hafa ritað nafn sitt undir áskorun þess efnis að Ísrael verði meinað þátttaka í Eurovision söngvakeppninni í ár. Meðal þeirra sem hafa sett nafn sitt á listann eru Robyn og Erik Saade. Í umfjöllun Aftonbladet um málið kemur fram að ástæðan séu árásir Ísraela á Gasa, þar sem þúsundir almennra borgara liggja í valnum. Haft er eftir tónlistarmönnunum að neyðarástand sé á Gasa. Bent er á að athæfi Ísraela hafi verið til skoðunar hjá Alþjóðamannréttindadómstólnum í Haag. Þá er bent á að Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hafi árið 2022 vísað Rússum úr keppni vegna brota þeirra á alþjóðalögum, í kjölfar innrásar þeirra í Úkraínu. „Okkar skoðun er sú að það felist tvöfeldni í því að leyfa Ísrael að taka þátt sem rýri trúverðugleika samtakanna,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Svíanna. Þess er getið í umfjöllun Aftonbladet að sambærileg áskorun hafi komið fram á Íslandi og í Finnlandi af hálfu tónlistarmanna. Þá vekur það athygli að tveir listamannanna sem rita nafn sitt á listann, Jacqline og tvíeykið Medina, eru bæði keppendur í Melodifestivalen, sænsku söngvakeppninni í ár. Aftonbladet hefur eftir Anders Wistbacka, einum af skipuleggjendum Melodifestivalen, að það sé ekki brot á reglum keppninnar að setja nafn sitt á slíkan lista. Áður hefur EBU gefið út í yfirlýsingu að Ísrael verði ekki meinað að taka þátt. Þess er getið að SVT, sænska ríkisútvarpið hafi sent frá sér yfirlýsingu vegna undirskriftalista tónlistarmannanna. Þar er þess getið að það sé á ábyrgð EBU að taka ákvörðun um þátttöku landa í Eurovision. Eurovision Svíþjóð Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir „Ef við þurfum að sleppa nammideginum, þá er það bara þannig“ Afar athyglisverðar og hispurslausar umræður voru í Pallborði Vísis þar sem farið var yfir hugsanlega þátttöku Íslands í Eurovision. 27. janúar 2024 08:01 Ísrael verður ekki meinuð þátttaka í Eurovision Ísrael verður ekki meinuð þátttaka í Eurovision söngvakeppninni sem fram fer í Malmö í ár. Þetta er ákvörðun skipuleggjenda keppninnar í Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU). 18. janúar 2024 11:43 Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Í umfjöllun Aftonbladet um málið kemur fram að ástæðan séu árásir Ísraela á Gasa, þar sem þúsundir almennra borgara liggja í valnum. Haft er eftir tónlistarmönnunum að neyðarástand sé á Gasa. Bent er á að athæfi Ísraela hafi verið til skoðunar hjá Alþjóðamannréttindadómstólnum í Haag. Þá er bent á að Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hafi árið 2022 vísað Rússum úr keppni vegna brota þeirra á alþjóðalögum, í kjölfar innrásar þeirra í Úkraínu. „Okkar skoðun er sú að það felist tvöfeldni í því að leyfa Ísrael að taka þátt sem rýri trúverðugleika samtakanna,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Svíanna. Þess er getið í umfjöllun Aftonbladet að sambærileg áskorun hafi komið fram á Íslandi og í Finnlandi af hálfu tónlistarmanna. Þá vekur það athygli að tveir listamannanna sem rita nafn sitt á listann, Jacqline og tvíeykið Medina, eru bæði keppendur í Melodifestivalen, sænsku söngvakeppninni í ár. Aftonbladet hefur eftir Anders Wistbacka, einum af skipuleggjendum Melodifestivalen, að það sé ekki brot á reglum keppninnar að setja nafn sitt á slíkan lista. Áður hefur EBU gefið út í yfirlýsingu að Ísrael verði ekki meinað að taka þátt. Þess er getið að SVT, sænska ríkisútvarpið hafi sent frá sér yfirlýsingu vegna undirskriftalista tónlistarmannanna. Þar er þess getið að það sé á ábyrgð EBU að taka ákvörðun um þátttöku landa í Eurovision.
Eurovision Svíþjóð Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir „Ef við þurfum að sleppa nammideginum, þá er það bara þannig“ Afar athyglisverðar og hispurslausar umræður voru í Pallborði Vísis þar sem farið var yfir hugsanlega þátttöku Íslands í Eurovision. 27. janúar 2024 08:01 Ísrael verður ekki meinuð þátttaka í Eurovision Ísrael verður ekki meinuð þátttaka í Eurovision söngvakeppninni sem fram fer í Malmö í ár. Þetta er ákvörðun skipuleggjenda keppninnar í Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU). 18. janúar 2024 11:43 Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
„Ef við þurfum að sleppa nammideginum, þá er það bara þannig“ Afar athyglisverðar og hispurslausar umræður voru í Pallborði Vísis þar sem farið var yfir hugsanlega þátttöku Íslands í Eurovision. 27. janúar 2024 08:01
Ísrael verður ekki meinuð þátttaka í Eurovision Ísrael verður ekki meinuð þátttaka í Eurovision söngvakeppninni sem fram fer í Malmö í ár. Þetta er ákvörðun skipuleggjenda keppninnar í Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU). 18. janúar 2024 11:43