Segir galið að aka Krýsuvíkurleiðina í aðstæðum eins og í morgun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. janúar 2024 18:46 Mæðgurnar Rannveig Jónína Guðmundsdóttir og Guðmunda Jónsdóttir íbúar úr Grindavík. Þær fá nú í fyrsta skipti í langan tíma að vitja eigna sinna í bænum og segja að mestu verðmætin felist í persónulegum munum og myndum. Vísir/Arnar Miklar umferðartafir urðu við Grindavík í morgun þegar íbúar fengu að fara inn í bæinn að sækja eigur sínar. Veður og hálka gerði fólki erfitt fyrir og þurftu sumir að snúa við. Íbúi segir galið að almannavarnir hafi beint fólki um Krýsuvíkurveg sem sé þekktur fyrir að vera hættulegur í aðstæðum eins og í morgun. Grindvíkingar fengu í fyrsta skipti að vitja eigna sinna í bænum í dag síðan 14. janúar þegar síðast gaus við bæinn. Samkvæmt leiðbeiningum Almannavarna mega ekki vera fleiri en þrjú hundruð manns í bænum hverju sinni og fóru tvö holl inn í bæinn í dag, þrjá tíma í senn klukkan níu og klukkan tvö. Hörð gagnrýni á leiðina inn í bæinn Ákveðið var að að fólk æki Krýsuvíkurleiðina inn í bæinn en aðstæður þar voru afar erfiðar í morgun. Rannveig Jónína Guðmundsdóttir íbúi í Grindavík var meðal þeirra sem fékk að vitja eigna sinna í dag ásamt eiginmanni. Hún gagnrýnir harðlega að Krýsuvíkurleiðin hafi verið valin í veðri eins og í morgun. „Við vorum næstu tvo klukkutíma að komast inn í Grindavík vegna erfiðra aðstæðna á Krýsuvíkurvegi og slæmra veðurskilyrða. Það var gríðarleg hríð og vegurinn nánast ófær. Fólk var að festast í brekkunni þar og í miklum vandræðum. Við hringdum í björgunarsveitir til að láta þær vita af ástandinu. Það var galið að fara þessa leið um hávetur. Við Grindvíkingar þekkjum þessar leiðir og vitum hvar hætturnar eru og þær eru svo sannarlega þarna á þessum tíma. Ég skil ekki hvað er er verið að spá í skipulaginu,“ segir Rannveig. Svo kláruðust kassarnir Rannveig kveðst aðeins hafa bjargað því allra helsta að þessu sinni. „Við vorum þrjú að þessu sinni. Svo kláruðust kassarnir og tíminn og það náðist ekki næstum því allt sem ég ætlaði að gera,“ segir hún. Hún segist hafa verið ákveðin í að sækja það verðmætasta að þessu sinni. „Erfðagóssið, stellið frá ömmu og afa. Málverk og myndir Þetta nauðsynlegasta, föt og skór. Tölvuborð og stólar. Hitt allt er eftir,“ segir hún. Rannveig og fjölskylda ásamt foreldrum hennar hafa síðan ósköpin dundu á búið í lánshúsi í Grindavík. Kassar og dót var staflað hingað og þangað um íbúðina en foreldrar hennar fá að fara í bæinn á miðvikudag. Guðmunda Jónsdóttir móðir Rannveigu segir erfitt að átta sig á hvað hún ætli að taka með sér frá Grindavík. Allt breytt, því miður „Ég veit það bara ekki, Kannski bara bjarga úr eldhús-og stofuskápum ég á það allt eftir. Ég var búin að taka megnið af fötum með mér. Ég var á leiðinni heim þegar það byrjaði að gjósa aftur í janúar. Það er allt þarna enn þá en ég hef búið í 51 ár í bænum og 46 ár í sama húsi,“ segir Guðmunda. Hún líðanin hafi verið alla vega síðustu mánuði. „Þetta er búið að vera rosalega skrítið maður er dofinn og sorgmæddur. Þetta fer bara upp og niður maður er bara þar. Það er allt breytt því miður,“ segir hún að lokum. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Lögreglumál Umferðaröryggi Hafnarfjörður Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Grindvíkingar fengu í fyrsta skipti að vitja eigna sinna í bænum í dag síðan 14. janúar þegar síðast gaus við bæinn. Samkvæmt leiðbeiningum Almannavarna mega ekki vera fleiri en þrjú hundruð manns í bænum hverju sinni og fóru tvö holl inn í bæinn í dag, þrjá tíma í senn klukkan níu og klukkan tvö. Hörð gagnrýni á leiðina inn í bæinn Ákveðið var að að fólk æki Krýsuvíkurleiðina inn í bæinn en aðstæður þar voru afar erfiðar í morgun. Rannveig Jónína Guðmundsdóttir íbúi í Grindavík var meðal þeirra sem fékk að vitja eigna sinna í dag ásamt eiginmanni. Hún gagnrýnir harðlega að Krýsuvíkurleiðin hafi verið valin í veðri eins og í morgun. „Við vorum næstu tvo klukkutíma að komast inn í Grindavík vegna erfiðra aðstæðna á Krýsuvíkurvegi og slæmra veðurskilyrða. Það var gríðarleg hríð og vegurinn nánast ófær. Fólk var að festast í brekkunni þar og í miklum vandræðum. Við hringdum í björgunarsveitir til að láta þær vita af ástandinu. Það var galið að fara þessa leið um hávetur. Við Grindvíkingar þekkjum þessar leiðir og vitum hvar hætturnar eru og þær eru svo sannarlega þarna á þessum tíma. Ég skil ekki hvað er er verið að spá í skipulaginu,“ segir Rannveig. Svo kláruðust kassarnir Rannveig kveðst aðeins hafa bjargað því allra helsta að þessu sinni. „Við vorum þrjú að þessu sinni. Svo kláruðust kassarnir og tíminn og það náðist ekki næstum því allt sem ég ætlaði að gera,“ segir hún. Hún segist hafa verið ákveðin í að sækja það verðmætasta að þessu sinni. „Erfðagóssið, stellið frá ömmu og afa. Málverk og myndir Þetta nauðsynlegasta, föt og skór. Tölvuborð og stólar. Hitt allt er eftir,“ segir hún. Rannveig og fjölskylda ásamt foreldrum hennar hafa síðan ósköpin dundu á búið í lánshúsi í Grindavík. Kassar og dót var staflað hingað og þangað um íbúðina en foreldrar hennar fá að fara í bæinn á miðvikudag. Guðmunda Jónsdóttir móðir Rannveigu segir erfitt að átta sig á hvað hún ætli að taka með sér frá Grindavík. Allt breytt, því miður „Ég veit það bara ekki, Kannski bara bjarga úr eldhús-og stofuskápum ég á það allt eftir. Ég var búin að taka megnið af fötum með mér. Ég var á leiðinni heim þegar það byrjaði að gjósa aftur í janúar. Það er allt þarna enn þá en ég hef búið í 51 ár í bænum og 46 ár í sama húsi,“ segir Guðmunda. Hún líðanin hafi verið alla vega síðustu mánuði. „Þetta er búið að vera rosalega skrítið maður er dofinn og sorgmæddur. Þetta fer bara upp og niður maður er bara þar. Það er allt breytt því miður,“ segir hún að lokum.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Lögreglumál Umferðaröryggi Hafnarfjörður Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira