Heimsmeistarinn varar Luke Littler við Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2024 09:01 Luke Littler æfði sig ekkert vikurnar eftir HM en kom samt til baka í miklu stuði þegar hann vann mótið í Barein. Getty/Tom Dulat Undrabarn pílunnar verður að passa sig að mati heimsmeistarans því hlutirnir eru fljótir að breytast í þessari íþrótt. Hin ungi Luke Littler sló í gegn á heimsmeistaramótinu í pílukasti í desember síðastliðnum og var stjarna mótsins þótt að hann hafi síðan tapað úrslitaleiknum. Það var mikið álag á hinum sextán ára gamla strák á meðan HM stóð, ekki aðeins í keppninni sjálfri heldur sérstaklega í ásókn í hann utan keppninnar. Fjölmiðlar og aðdáendur vildu mikið kynnast nýja undrabarni pílunnar. Littler ákvað að taka sér algjört frí frá pílukasti eftir heimsmeistarakeppnina. Þegar hann mætti og vann glæsilegan sigur í Barein á dögunum þá sagði hann frá því sem hann gerði eftir HM. Þar viðurkenndi strákurinn að hafa ekki kastað einni pílu síðan á HM, heldur frekar tekið sér algjört frí frá pílukastinu. Luke Humphries vann Littler í úrslitaleik heimsmeistaramótsins og eftir að hann frétti að fríi stráksins þá vildi hann vara hann við. 'Be careful' - Luke Humphries warns Luke Littler that darts tactic could 'come back to bite him' https://t.co/4j6QN3QnzC— GB News (@GBNEWS) January 30, 2024 „Það kom mér ekki á óvart hvað hann spilaði vel en það sem kom mér á óvart var það að hann hefði ekki æft sig frá því á HM. Þú verður að passa það að leggja á þig vinnuna. Ef þú heldur að þú sért kominn á þann stall að þú þurfir ekki að æfa þig, þá mun það fljótt koma í bakið á þér,“ sagði Luke Humphries við Sky Sports. „Það er mjög mikilvægt að menn haldi sér við efnið og æfi sig vel. Ég þekki pílukastara sem hafa fallið í þessa gryfju að æfa ekki. Michael Smith hefur viðurkennt það að hann æfði ekkert á síðasta ári og allt í einu datt formið hans niður,“ sagði Humphries. Hinn 28 ára gamli Luke Humphries varð heimsmeistari í fyrsta sinn. Humphries fékk sæti í úrvalsdeildinni en hafði ekki verið valinn í þessa keppni átta bestu pílukastara heims í fyrra. „Þeir tóku þá rétta ákvörðun en ég æfði mig til að verða betri. Það gerði mig að betri persónu og þetta var það rétta fyrir minn feril,“ sagði Humphries. Úrvalsdeildin hefst á fimmtudaginn og þar mætast einmitt þeir Luke Littler og Luke Humphries. Pílukast Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport „Holan var of djúp“ Körfubolti Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Besta kvenna og umspil NBA Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Sjá meira
Hin ungi Luke Littler sló í gegn á heimsmeistaramótinu í pílukasti í desember síðastliðnum og var stjarna mótsins þótt að hann hafi síðan tapað úrslitaleiknum. Það var mikið álag á hinum sextán ára gamla strák á meðan HM stóð, ekki aðeins í keppninni sjálfri heldur sérstaklega í ásókn í hann utan keppninnar. Fjölmiðlar og aðdáendur vildu mikið kynnast nýja undrabarni pílunnar. Littler ákvað að taka sér algjört frí frá pílukasti eftir heimsmeistarakeppnina. Þegar hann mætti og vann glæsilegan sigur í Barein á dögunum þá sagði hann frá því sem hann gerði eftir HM. Þar viðurkenndi strákurinn að hafa ekki kastað einni pílu síðan á HM, heldur frekar tekið sér algjört frí frá pílukastinu. Luke Humphries vann Littler í úrslitaleik heimsmeistaramótsins og eftir að hann frétti að fríi stráksins þá vildi hann vara hann við. 'Be careful' - Luke Humphries warns Luke Littler that darts tactic could 'come back to bite him' https://t.co/4j6QN3QnzC— GB News (@GBNEWS) January 30, 2024 „Það kom mér ekki á óvart hvað hann spilaði vel en það sem kom mér á óvart var það að hann hefði ekki æft sig frá því á HM. Þú verður að passa það að leggja á þig vinnuna. Ef þú heldur að þú sért kominn á þann stall að þú þurfir ekki að æfa þig, þá mun það fljótt koma í bakið á þér,“ sagði Luke Humphries við Sky Sports. „Það er mjög mikilvægt að menn haldi sér við efnið og æfi sig vel. Ég þekki pílukastara sem hafa fallið í þessa gryfju að æfa ekki. Michael Smith hefur viðurkennt það að hann æfði ekkert á síðasta ári og allt í einu datt formið hans niður,“ sagði Humphries. Hinn 28 ára gamli Luke Humphries varð heimsmeistari í fyrsta sinn. Humphries fékk sæti í úrvalsdeildinni en hafði ekki verið valinn í þessa keppni átta bestu pílukastara heims í fyrra. „Þeir tóku þá rétta ákvörðun en ég æfði mig til að verða betri. Það gerði mig að betri persónu og þetta var það rétta fyrir minn feril,“ sagði Humphries. Úrvalsdeildin hefst á fimmtudaginn og þar mætast einmitt þeir Luke Littler og Luke Humphries.
Pílukast Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport „Holan var of djúp“ Körfubolti Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Besta kvenna og umspil NBA Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Sjá meira