„Mér er alveg sama þó ég sé umdeildur“ Jón Þór Stefánsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 30. janúar 2024 13:01 Bjarni Benediktsson segir að gagnrýni á sig sem utanríkisráðherra hafi að mestu verið tilefnislaus. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna fyrst og fremst vera pólitíska yfirlýsingu. Hann hafi ekki viljað líta fram hjá alvarlegum ásökunum í garð stofnunarinnar. Aðspurður um gagnrýni sem hann hafi fengið á skömmum tíma sínum sem utanríkisráðherra segir hann hana fyrst og fremst hafa verið tilefnislausa og innihaldslausa að hans mati. „Mér er alveg sama þó ég sé umdeildur ef ég er ánægður með ákvarðanirnar sem ég er að taka. Þá truflar það mig ekki hvort ákvarðanirnar séu á einhverjum tímapunkti umdeildar.“ sagði Bjarni við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í dag, og bætti við að hann teldi sjálfan sig hafa tekið góðar ákvarðanir í nýja ráðuneytinu. Varðandi greiðslurnar til Flóttamannaaðstoðarinnar segir Bjarni mikilvægt að fá fullnægjandi skýringar á þeim ásökunum sem koma hafa fram í garð hennar. Hann segir ekki valkost að líta hjá ásökununum. Hann bendir á að önnur ríki sem Ísland beri sig saman við hafi tekið sams konar ákvarðanir. Þingflokksformaður Vinstri grænna, Orri Páll Jóhannsson, sagði í gær að honum hefði þótt betra ef Bjarni hefði rætt frystinguna við utanríkismálanefnd þingsins, áður en ákvörðunin var tekin. Aðspurður út í það sjónarmið segir Bjarni að ákvörðunin muni ekki hafa varanleg áhrif. „Engin ákvörðun hefur verið tekin um að hætta stuðningi við stofnuna,“ segir hann og minnist á að greiðslurnar sem um ræðir hafi átt að berast eftir fyrsta ársfjórðung þessa árs. Þá segir hann að það megi ekki gerast að dregið verði úr mannúðaraðstoð á svæðinu. Ef það kemur út úr rannsókninni að starfsmenn hafi gerst brotlegir mun þá Ísland draga úr styrk til þessarar stofnunar? „Það fer allt eftir því hvernig á því verður tekið og hvort að mönnum líði eins og komist hafi verið að rót vandans. Það er alls ekkert hægt að tjá sig um það núna. Það er svo margt á huldu um til dæmis eðli ásakannana.“ Sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Flóttamenn Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Aðspurður um gagnrýni sem hann hafi fengið á skömmum tíma sínum sem utanríkisráðherra segir hann hana fyrst og fremst hafa verið tilefnislausa og innihaldslausa að hans mati. „Mér er alveg sama þó ég sé umdeildur ef ég er ánægður með ákvarðanirnar sem ég er að taka. Þá truflar það mig ekki hvort ákvarðanirnar séu á einhverjum tímapunkti umdeildar.“ sagði Bjarni við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í dag, og bætti við að hann teldi sjálfan sig hafa tekið góðar ákvarðanir í nýja ráðuneytinu. Varðandi greiðslurnar til Flóttamannaaðstoðarinnar segir Bjarni mikilvægt að fá fullnægjandi skýringar á þeim ásökunum sem koma hafa fram í garð hennar. Hann segir ekki valkost að líta hjá ásökununum. Hann bendir á að önnur ríki sem Ísland beri sig saman við hafi tekið sams konar ákvarðanir. Þingflokksformaður Vinstri grænna, Orri Páll Jóhannsson, sagði í gær að honum hefði þótt betra ef Bjarni hefði rætt frystinguna við utanríkismálanefnd þingsins, áður en ákvörðunin var tekin. Aðspurður út í það sjónarmið segir Bjarni að ákvörðunin muni ekki hafa varanleg áhrif. „Engin ákvörðun hefur verið tekin um að hætta stuðningi við stofnuna,“ segir hann og minnist á að greiðslurnar sem um ræðir hafi átt að berast eftir fyrsta ársfjórðung þessa árs. Þá segir hann að það megi ekki gerast að dregið verði úr mannúðaraðstoð á svæðinu. Ef það kemur út úr rannsókninni að starfsmenn hafi gerst brotlegir mun þá Ísland draga úr styrk til þessarar stofnunar? „Það fer allt eftir því hvernig á því verður tekið og hvort að mönnum líði eins og komist hafi verið að rót vandans. Það er alls ekkert hægt að tjá sig um það núna. Það er svo margt á huldu um til dæmis eðli ásakannana.“ Sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Flóttamenn Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira