Leikurinn gegn Portúgal opnaði dyr inn í ensku úrvalsdeildina Stefán Árni Pálsson skrifar 31. janúar 2024 07:30 Hákon Rafn og Cristiano Ronaldo í leik Íslands og Portúgal ytra í nóvember á síðasta ári. David S. Bustamante/Getty Images) Hákon Rafn Valdimarsson stefnir á að koma sér eins fljótt og hann getur í liðið hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Brentford. Hákon skrifaði á dögunum undir samning til ársins 2028 hjá Brentford en félagið kaupir hann frá sænska liðinu Elfsborg. Hákon fór frá Gróttu til Elfsborg í júlí 2021 og hefur slegið í gegn hjá sænska félaginu. Hann var valinn besti markvörður sænsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Hákon var orðaður einnig við FCK og Aston Villa eins og einn þekktasti knattspyrnusérfræðingur heims Fabrizio Romano tísti um. „Það var mikill áhugi frá mörgum liðum og þar á meðal frá FCK og Aston Villa. Oftast eru tístin hjá Fabrizio rétt. Brentford sýndi líka mikinn áhuga og mér leist bara ótrúlega vel á þá. Ég talaði við Thomas Frank og Manu [Sotelo] markmannsþjálfara og ég er bara mjög ánægður með að hafa mætt hingað,“ segir Hákon. „Akkúrat núna er ég að reyna koma mér inn í liðið og síðan ætla ég að reyna vinna mig upp. Markmiðið í framtíðinni verður að vera markvörður Brentford.“ Hákon lék síðan sinn fyrsta A-landsleik á móti Portúgal í nóvember og lítur út fyrir að vera framtíðarmarkvörður landsliðsins. En hjálpaði leikurinn honum að fá skrefið í sterkustu deild heims? „Maður var að spila þarna á móti bestu leikmönnum heims. Áður hafði Brentford bara séð mig spila við leikmenn í sænsku deildinni. Það hefur án efa hjálpað mér, að koma mér í bestu deild í heimi.“ Rætt var við Hákon í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Fleiri fréttir Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Hákon skrifaði á dögunum undir samning til ársins 2028 hjá Brentford en félagið kaupir hann frá sænska liðinu Elfsborg. Hákon fór frá Gróttu til Elfsborg í júlí 2021 og hefur slegið í gegn hjá sænska félaginu. Hann var valinn besti markvörður sænsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Hákon var orðaður einnig við FCK og Aston Villa eins og einn þekktasti knattspyrnusérfræðingur heims Fabrizio Romano tísti um. „Það var mikill áhugi frá mörgum liðum og þar á meðal frá FCK og Aston Villa. Oftast eru tístin hjá Fabrizio rétt. Brentford sýndi líka mikinn áhuga og mér leist bara ótrúlega vel á þá. Ég talaði við Thomas Frank og Manu [Sotelo] markmannsþjálfara og ég er bara mjög ánægður með að hafa mætt hingað,“ segir Hákon. „Akkúrat núna er ég að reyna koma mér inn í liðið og síðan ætla ég að reyna vinna mig upp. Markmiðið í framtíðinni verður að vera markvörður Brentford.“ Hákon lék síðan sinn fyrsta A-landsleik á móti Portúgal í nóvember og lítur út fyrir að vera framtíðarmarkvörður landsliðsins. En hjálpaði leikurinn honum að fá skrefið í sterkustu deild heims? „Maður var að spila þarna á móti bestu leikmönnum heims. Áður hafði Brentford bara séð mig spila við leikmenn í sænsku deildinni. Það hefur án efa hjálpað mér, að koma mér í bestu deild í heimi.“ Rætt var við Hákon í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi.
Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Fleiri fréttir Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira