Kollsteypa með dropateljara á Akureyri Sindri Kristjánsson skrifar 31. janúar 2024 07:01 Í talsvert einfaldaðri mynd má segja að heilbrigðiskerfið íslenska eigi sér fjórar stoðir. Heilsugæsla, sjúkrahúsþjónusta, sérfræðiþjónusta og öldrunarþjónusta. Þrjár af þessum fjórum stoðum eiga undir verulegt högg að sækja á Akureyri og svar ríkisstjórnarinnar, ábyrgðaraðila kerfisins, virðist vera að fela einkafyrirtæki að leysa vandann. Á síðasta kjörtímabili var tekin ákvörðun hjá Akureyrarbæ að skila rekstri öldrunarheimila bæjarins til ríkisins, eftir áralanga meðgjöf úr bæjarsjóði með verkefninu sem sannanlega er á ábyrgð ríkisins. Þetta gerðu á sama tíma fjölmörg sveitarfélög sem voru í sömu stöðu, þ.e. sveitarfélög sem sáu um rekstur öldrunarheimila í sinni sveit gegn framlögum frá ríkinu sem engan vegin duguðu til að halda rekstrinum réttu megin við núllið. Vestmannaeyjar, Norðurþing, Fjarðabyggð, Höfn í Hornarfirði gerðu öll þetta sama og Akureyri, svo einhver dæmi séu tekin. Og á öllum þessum stöðum brást ríkið við með því að sameina reksturinn við rekstur þeirrar heilbrigðisstofnunar sem ríkið rak á sama stað. Nema á Akureyri. Þar var rekstur öldrunarheimila Akureyrar afhentur fyrirtækinu Heilsuvernd. Höfundi er ekki kunnugt um að útboð hafi farið fram áður en þessi ákvörðun var tekin. Heilsugæsla á Akureyri hefur frá árinu 2014 verið rekin undir hatti Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, HSN. Fyrir mörgum árum síðan var orðið morgunljóst að húsakostur þessarar heilsugæslustöðvar, sem þjónustar hátt í 30.000 manns, var hvorki sjúklingum né starfsfólki bjóðandi. Og tekin var ákvörðun um að færa reksturinn í nýtt húsnæði, tvær heilsugæslustöðvar. Annarri var fundinn staður norðan megin í bænum og hinni var ætlaður staður sunnan megin í bænum. En núna, þegar á hólminn er komið, er komin upp sú staða að aðeins önnur af tveimur staðsetningum virðist raunverulega vera á dagskrá. Fullkomin óvissa er uppi um afdrif stöðvarinnar sem ætluð var staðsetning sunnan megin í bænum eftir að hætt var við útboð á smíði húsnæðisins sem átti að hýsa hina nýju stöð. En þrátt fyrir það berast okkur fréttir af því að fyrirtækið Heilsuvernd hyggi á að reka heilsugæslustöð í bænum. Jafnframt eru okkur fluttar fréttir af því að þetta sama fyrirtæki sé byrjað að ráða til sín starfsmenn sem áður störfuðu við heilsugæslulækningar hjá HSN. Sjúkrahúsþjónustu á Akureyri er sinnt á gamla fjórðungssjúkrahúsinu, Sjúkrahúsinu á Akureyri. Fjölmiðlar hafa með reglubundnum hætti flutt okkur fréttir af þeim rekstrarerfiðleikum sem ógna starfsemi sjúkrahússins. Með viljann að vopni getur hver sá sem það vill fundið a.m.k. eina frétt í hverjum mánuði, mörg ár aftur í tímann, af rekstrarerfiðleikum sjúkrahússins á Akureyri. Vandinn er ýmist tengdur húsnæðismálum, fjárskorti, manneklu eða óheyrilegu álagi á starfsfólk. Nýlega voru fluttu fjölmiðlar okkur þá fregn að til þess að ráðast að mönnunarvanda á bráðamóttöku sjúkrahússins á Akureyri hafi spítalinn gengið til samninga við, og haldið ykkur nú fast, fyrirtækið Heilsuvernd um einhverskonar starfsmannaleigu á læknum til að takast á við þennan mönnunarvanda. Þegar allt framangreint er samantekið teiknast upp mynd af einu fyrirtæki sem er hægt og bítandi að taka yfir veitingu heilbrigðisþjónustu í bænum að stóru leyti. Án þess að nokkuð samráð við bæjarbúa hafi farið fram og algjörlega á skjön við vilja mikils meirihluta þeirra sem þjónustuna nota. Íslendingar, og þar með Akureyringar, eru þegar öllu er á botninn hvolft upp til hópa sammála um það að hið opinbera eigi að reka sjúkrahús og heilsugæslu, en þetta kom skýrt fram í þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands í mars 2021. Þar sögðust 67,6% Íslendinga telja að ríkið ætti að reka heilsugæslu. Í sömu könnun sögðu 81,3% Íslendinga að ríkið ætti að reka sjúkrahús. Vilji þjóðarinnar í þessum efnum er því nokkuð afdráttarlaus. Eitthvað er að eiga sér stað varðandi rekstur heilbrigðiskerfisins á Akureyri. Dropinn holar steininn segir máltækið. Maður fær á tilfinninguna að dropateljarinn sé kominn á loft og undir sé opinbera heilbrigðisþjónustan í bænum. Og markmiðið alger kollsteypa að því er virðist. Sindri Kristjánsson, varabæjarfulltrúi og í stýrihópi Samfylkingarinnar um heilbrigðis- og öldrunarmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Akureyri Hjúkrunarheimili Heilsugæsla Eldri borgarar Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Heiður í tölum Gunnar Smári Egilsson Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Í talsvert einfaldaðri mynd má segja að heilbrigðiskerfið íslenska eigi sér fjórar stoðir. Heilsugæsla, sjúkrahúsþjónusta, sérfræðiþjónusta og öldrunarþjónusta. Þrjár af þessum fjórum stoðum eiga undir verulegt högg að sækja á Akureyri og svar ríkisstjórnarinnar, ábyrgðaraðila kerfisins, virðist vera að fela einkafyrirtæki að leysa vandann. Á síðasta kjörtímabili var tekin ákvörðun hjá Akureyrarbæ að skila rekstri öldrunarheimila bæjarins til ríkisins, eftir áralanga meðgjöf úr bæjarsjóði með verkefninu sem sannanlega er á ábyrgð ríkisins. Þetta gerðu á sama tíma fjölmörg sveitarfélög sem voru í sömu stöðu, þ.e. sveitarfélög sem sáu um rekstur öldrunarheimila í sinni sveit gegn framlögum frá ríkinu sem engan vegin duguðu til að halda rekstrinum réttu megin við núllið. Vestmannaeyjar, Norðurþing, Fjarðabyggð, Höfn í Hornarfirði gerðu öll þetta sama og Akureyri, svo einhver dæmi séu tekin. Og á öllum þessum stöðum brást ríkið við með því að sameina reksturinn við rekstur þeirrar heilbrigðisstofnunar sem ríkið rak á sama stað. Nema á Akureyri. Þar var rekstur öldrunarheimila Akureyrar afhentur fyrirtækinu Heilsuvernd. Höfundi er ekki kunnugt um að útboð hafi farið fram áður en þessi ákvörðun var tekin. Heilsugæsla á Akureyri hefur frá árinu 2014 verið rekin undir hatti Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, HSN. Fyrir mörgum árum síðan var orðið morgunljóst að húsakostur þessarar heilsugæslustöðvar, sem þjónustar hátt í 30.000 manns, var hvorki sjúklingum né starfsfólki bjóðandi. Og tekin var ákvörðun um að færa reksturinn í nýtt húsnæði, tvær heilsugæslustöðvar. Annarri var fundinn staður norðan megin í bænum og hinni var ætlaður staður sunnan megin í bænum. En núna, þegar á hólminn er komið, er komin upp sú staða að aðeins önnur af tveimur staðsetningum virðist raunverulega vera á dagskrá. Fullkomin óvissa er uppi um afdrif stöðvarinnar sem ætluð var staðsetning sunnan megin í bænum eftir að hætt var við útboð á smíði húsnæðisins sem átti að hýsa hina nýju stöð. En þrátt fyrir það berast okkur fréttir af því að fyrirtækið Heilsuvernd hyggi á að reka heilsugæslustöð í bænum. Jafnframt eru okkur fluttar fréttir af því að þetta sama fyrirtæki sé byrjað að ráða til sín starfsmenn sem áður störfuðu við heilsugæslulækningar hjá HSN. Sjúkrahúsþjónustu á Akureyri er sinnt á gamla fjórðungssjúkrahúsinu, Sjúkrahúsinu á Akureyri. Fjölmiðlar hafa með reglubundnum hætti flutt okkur fréttir af þeim rekstrarerfiðleikum sem ógna starfsemi sjúkrahússins. Með viljann að vopni getur hver sá sem það vill fundið a.m.k. eina frétt í hverjum mánuði, mörg ár aftur í tímann, af rekstrarerfiðleikum sjúkrahússins á Akureyri. Vandinn er ýmist tengdur húsnæðismálum, fjárskorti, manneklu eða óheyrilegu álagi á starfsfólk. Nýlega voru fluttu fjölmiðlar okkur þá fregn að til þess að ráðast að mönnunarvanda á bráðamóttöku sjúkrahússins á Akureyri hafi spítalinn gengið til samninga við, og haldið ykkur nú fast, fyrirtækið Heilsuvernd um einhverskonar starfsmannaleigu á læknum til að takast á við þennan mönnunarvanda. Þegar allt framangreint er samantekið teiknast upp mynd af einu fyrirtæki sem er hægt og bítandi að taka yfir veitingu heilbrigðisþjónustu í bænum að stóru leyti. Án þess að nokkuð samráð við bæjarbúa hafi farið fram og algjörlega á skjön við vilja mikils meirihluta þeirra sem þjónustuna nota. Íslendingar, og þar með Akureyringar, eru þegar öllu er á botninn hvolft upp til hópa sammála um það að hið opinbera eigi að reka sjúkrahús og heilsugæslu, en þetta kom skýrt fram í þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands í mars 2021. Þar sögðust 67,6% Íslendinga telja að ríkið ætti að reka heilsugæslu. Í sömu könnun sögðu 81,3% Íslendinga að ríkið ætti að reka sjúkrahús. Vilji þjóðarinnar í þessum efnum er því nokkuð afdráttarlaus. Eitthvað er að eiga sér stað varðandi rekstur heilbrigðiskerfisins á Akureyri. Dropinn holar steininn segir máltækið. Maður fær á tilfinninguna að dropateljarinn sé kominn á loft og undir sé opinbera heilbrigðisþjónustan í bænum. Og markmiðið alger kollsteypa að því er virðist. Sindri Kristjánsson, varabæjarfulltrúi og í stýrihópi Samfylkingarinnar um heilbrigðis- og öldrunarmál.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun