Pallborðið: Veðurstofan sökuð um að brjóta lög og deila ekki gögnum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. janúar 2024 11:03 Gestir Pallborðsins eru Haraldur Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, Ingvar Kristinsson, framkvæmdastjóri athuguna- og upplýsingatæknisviðs Veðurstofu Íslands og Dr. Ólafur Rögnvaldsson, stofnandi og eigandi Belgings. Vísir/Vilhelm Veðurstofa Íslands safnar gríðarlegu magni gagna um veðurfar, jarðhræringar, vatnafar og loftslag, svo eitthvað sé nefnt. Sérfræðingar segja stofnunina hins vegar trega til að deila umræddum gögnum. Vinnubrögð Veðurstofunnar hvað þetta varðar verða til umræðu í Pallborðinu í dag, sem sýnt verður í beinni útsendingu klukkan 14 á Vísi og Stöð 2 Vísi. Í lögum um Veðurstofu Íslands nr. 70/2008 er stofnuninni meðal annars skylt að annast skráningu, varðveislu og miðlun gagna á starfssviði stofnunarinnar og bæta þjónustu hennar og auka hæfni hennar til að „láta í té upplýsingar í þágu atvinnulífs, öryggismála, sjálfbærrar nýtingar auðlinda og annarra þarfa landsmanna“. Þá segir: „Gögn sem Veðurstofa Íslands aflar fyrir opinbert fé af fjárlögum skulu vera aðgengileg öllum án gjaldtöku enda brjóti afhending þeirra ekki gegn lögvernduðum rétti þriðja aðila eða fari gegn reglum um gjaldtöku sem settar eru af eiganda gagna. Þó er heimilt að innheimta afgreiðslukostnað, sbr. 1. mgr. 4. gr.“ Sérfræðingar sem fréttastofa hefur rætt við segja Veðurstofuna ekki sinna þessari skyldu og nú síðast greindi Haraldur Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, frá því að stofnunin hefði klippt á aðgengi HÍ að gögnunum. Þá gagnrýndi nafni hans Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur Veðurstofuna í fyrra í pistli undir fyrirsögninni „Skorpuhreyfingar í jörðu og óstjórn á yfirborði“. „Jarðeðlisfræðileg gögn hafa ekki verið gerð jafn aðgengileg og ekki dreift á sama hátt og veðurgögnum. Vefsíður Veðurstofunnar á þessu sviði eru afleitar, illa haldið við, sumt efni er síðan 2008 og hefur ekki verið uppfært síðan og svo mætti lengi telja. Slík gagnastefna þrengir til dæmis þann hóp jarðvísindamanna sem búa yfir þekkingu og túlkun á gögnum,“ sagði Haraldur. Hann segir einnig að leit að GPS gögnum á vefsíðu Veðurstofunnar skili tíu ára skilaboðum um að upplýsingar séu úreltar, að aðgengi að gögnum hafi verið takmarkaðar eða að ekki sé óhætt að nota gögnin nema í samráði við starfsmenn stofnunarinnar. Fjallað verður um málið í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14 í dag. Gestir Pallborðsins verða Haraldur Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, Dr. Ólafur Rögnvaldsson, stofnandi og eigandi Belgings, og Ingvar Kristinsson, framkvæmdastjóri athuguna- og upplýsingatæknisviðs Veðurstofu Íslands. Sjá má Pallborðið í heild sinni í spilaranum að neðan. Pallborðið Veður Háskólar Eldgos og jarðhræringar Stjórnsýsla Skóla - og menntamál Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Sjá meira
Vinnubrögð Veðurstofunnar hvað þetta varðar verða til umræðu í Pallborðinu í dag, sem sýnt verður í beinni útsendingu klukkan 14 á Vísi og Stöð 2 Vísi. Í lögum um Veðurstofu Íslands nr. 70/2008 er stofnuninni meðal annars skylt að annast skráningu, varðveislu og miðlun gagna á starfssviði stofnunarinnar og bæta þjónustu hennar og auka hæfni hennar til að „láta í té upplýsingar í þágu atvinnulífs, öryggismála, sjálfbærrar nýtingar auðlinda og annarra þarfa landsmanna“. Þá segir: „Gögn sem Veðurstofa Íslands aflar fyrir opinbert fé af fjárlögum skulu vera aðgengileg öllum án gjaldtöku enda brjóti afhending þeirra ekki gegn lögvernduðum rétti þriðja aðila eða fari gegn reglum um gjaldtöku sem settar eru af eiganda gagna. Þó er heimilt að innheimta afgreiðslukostnað, sbr. 1. mgr. 4. gr.“ Sérfræðingar sem fréttastofa hefur rætt við segja Veðurstofuna ekki sinna þessari skyldu og nú síðast greindi Haraldur Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, frá því að stofnunin hefði klippt á aðgengi HÍ að gögnunum. Þá gagnrýndi nafni hans Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur Veðurstofuna í fyrra í pistli undir fyrirsögninni „Skorpuhreyfingar í jörðu og óstjórn á yfirborði“. „Jarðeðlisfræðileg gögn hafa ekki verið gerð jafn aðgengileg og ekki dreift á sama hátt og veðurgögnum. Vefsíður Veðurstofunnar á þessu sviði eru afleitar, illa haldið við, sumt efni er síðan 2008 og hefur ekki verið uppfært síðan og svo mætti lengi telja. Slík gagnastefna þrengir til dæmis þann hóp jarðvísindamanna sem búa yfir þekkingu og túlkun á gögnum,“ sagði Haraldur. Hann segir einnig að leit að GPS gögnum á vefsíðu Veðurstofunnar skili tíu ára skilaboðum um að upplýsingar séu úreltar, að aðgengi að gögnum hafi verið takmarkaðar eða að ekki sé óhætt að nota gögnin nema í samráði við starfsmenn stofnunarinnar. Fjallað verður um málið í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14 í dag. Gestir Pallborðsins verða Haraldur Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, Dr. Ólafur Rögnvaldsson, stofnandi og eigandi Belgings, og Ingvar Kristinsson, framkvæmdastjóri athuguna- og upplýsingatæknisviðs Veðurstofu Íslands. Sjá má Pallborðið í heild sinni í spilaranum að neðan.
Pallborðið Veður Háskólar Eldgos og jarðhræringar Stjórnsýsla Skóla - og menntamál Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Sjá meira