Ljúffengar pítsur að hætti Ebbu Guðnýjar Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 9. febrúar 2024 11:53 Ebba Guðný er þekkt fyrir að törfa fram hollar máltíðir fyrir alla fjölskylduna. Ebba Guðný Guðmundsdóttir matgæðingur og heilsukokkur er snillingur í að útbúa holla og næringaríka rétti í eldhúsinu. Ebba deilir hér tveimur uppskriftum að ljúffengum pítsum í hollari kantinum fyrir helgina. Speltpítsa fyrir 2-3 Hráefni: 160 g gróft lífrænt spelt 1 msk gott pítsukrydd 1 dl heitt vatn Aðferð: Hitið ofninn á 180 C° og blástur. Blandið saman spelti og kryddi. Bætið vatni saman við, hrærið fyrst með skeið og svo með höndum. Hnoðið saman og búa til tvær kúlur. Notið fínt spelt til að fletja út tvær þunnar pítsur og baka hvora um sig við 180°C blástur í um fimm mínútur eða þangað til botninn er bakaður og þurr á að líta. Takið þá botninn út og setjið sósu, ost og álegg. Setjið pítsuna aftur inn í ofninn og bakið þar til osturinn er gullinbrúnn. Berið fram með hvítlauksolíu og klettasalati Speltpítsan er einföld og gerlaus.Ebba Guðný. Glútenlaus pítsa „Í milljón og sjö ár eldaði ég næstum hvert einasta föstudagskvöld einfalda spelt pítsu úr grófu lífrænu spelti þangað til einn daginn þoldi ég glúten ekki lengur,“ segir Ebba sem færði sig yfir í glútenlaust mjöl. „Eftir að hafa svo bakað bæði spelt pítsu og glútenlausa pítsu hvert einasta föstudagskvöld í nokkur ár kom ég að máli við Kaju hjá Kaja Organics og við ákváðum að búa til lífræna glútenlausa pítsu úr vönduðu hráefni sem færi vel í maga.“ Glútenlaus pítsa að hætti Ebbu Guðnýjar.Ebba Guðný Hugmynd að áleggi: Sósa: Tómatsósa og tómatpúrra til helminga. Rautt pestó passar líka vel með því. Mozzarella ostur Bakað grænmeti Rjómaostur Döðlur Ólífur Rauðlaukur Bakað grænmeti: Þvoið grænmetið og afhýðið ef þarf. Skerið í þunnar sneiðar, penslið með ólífuolíu, kryddið með salti og pipar og bakið í um 15-20 mínútur við 180°C blástur. Aðferð: Stillið ofninn á 180 °C og blástur. Til þess að fá botninn sérstaklega stökkan er gott að Kveikja á ofninum, setja botninn á grind og stinga honum inn í ofninn í um tíu mínútur. Takið botninn út og bætið sósu, osti og áleggi á. Setjið pítsuna aftur inn í ofn í um það bil tíu mínútur eða þangað til að osturinn er orðin gullinbrúnn. Hvítlauksolía Pressið hvítlauk í krukku og bætið kaldpressaðri ólífuolíu út á. Ólían geymist í um það bil þrjár vikur í krukku með loki í kæli. Olían geymist í kæli í allt að þrjár vikur.Ebba Guðný Uppskriftir Heilsa Matur Pítsur Mest lesið Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Lífið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Sjá meira
Speltpítsa fyrir 2-3 Hráefni: 160 g gróft lífrænt spelt 1 msk gott pítsukrydd 1 dl heitt vatn Aðferð: Hitið ofninn á 180 C° og blástur. Blandið saman spelti og kryddi. Bætið vatni saman við, hrærið fyrst með skeið og svo með höndum. Hnoðið saman og búa til tvær kúlur. Notið fínt spelt til að fletja út tvær þunnar pítsur og baka hvora um sig við 180°C blástur í um fimm mínútur eða þangað til botninn er bakaður og þurr á að líta. Takið þá botninn út og setjið sósu, ost og álegg. Setjið pítsuna aftur inn í ofninn og bakið þar til osturinn er gullinbrúnn. Berið fram með hvítlauksolíu og klettasalati Speltpítsan er einföld og gerlaus.Ebba Guðný. Glútenlaus pítsa „Í milljón og sjö ár eldaði ég næstum hvert einasta föstudagskvöld einfalda spelt pítsu úr grófu lífrænu spelti þangað til einn daginn þoldi ég glúten ekki lengur,“ segir Ebba sem færði sig yfir í glútenlaust mjöl. „Eftir að hafa svo bakað bæði spelt pítsu og glútenlausa pítsu hvert einasta föstudagskvöld í nokkur ár kom ég að máli við Kaju hjá Kaja Organics og við ákváðum að búa til lífræna glútenlausa pítsu úr vönduðu hráefni sem færi vel í maga.“ Glútenlaus pítsa að hætti Ebbu Guðnýjar.Ebba Guðný Hugmynd að áleggi: Sósa: Tómatsósa og tómatpúrra til helminga. Rautt pestó passar líka vel með því. Mozzarella ostur Bakað grænmeti Rjómaostur Döðlur Ólífur Rauðlaukur Bakað grænmeti: Þvoið grænmetið og afhýðið ef þarf. Skerið í þunnar sneiðar, penslið með ólífuolíu, kryddið með salti og pipar og bakið í um 15-20 mínútur við 180°C blástur. Aðferð: Stillið ofninn á 180 °C og blástur. Til þess að fá botninn sérstaklega stökkan er gott að Kveikja á ofninum, setja botninn á grind og stinga honum inn í ofninn í um tíu mínútur. Takið botninn út og bætið sósu, osti og áleggi á. Setjið pítsuna aftur inn í ofn í um það bil tíu mínútur eða þangað til að osturinn er orðin gullinbrúnn. Hvítlauksolía Pressið hvítlauk í krukku og bætið kaldpressaðri ólífuolíu út á. Ólían geymist í um það bil þrjár vikur í krukku með loki í kæli. Olían geymist í kæli í allt að þrjár vikur.Ebba Guðný
Uppskriftir Heilsa Matur Pítsur Mest lesið Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Lífið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Sjá meira