Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Njarðvík 118-80 | Risasigur Grindvíkinga gegn andlausum Njarðvíkingum Ágúst Orri Arnarson skrifar 1. febrúar 2024 21:00 38 stiga stórsigur í Smáranum vísir / pawel Grindavík vann stórsigur gegn andlausu liði Njarðvíkur í Smáranum í 16. umferð Subway deildar karla í kvöld. Lokaniðurstaða 118-80 eftir lítt spennandi leik þar sem Grindavík hélt öruggri forystu allan tímann. Grindavík byrjaði leikinn af ótrúlegum krafti og leiddi með 28 stigum eftir fyrsta leikhluta. Dedrick Basile var sjóðheitur utan af velli, setti fimm þrista og skoraði 19 stig í fyrsta leikhluta. Chaz Williams og DeAndre Kane hnakkrifust í fyrri hálfleik. Ólafur Ólafsson steig inn áður en kom til átaka. vísir / pawel Bekkurinn kom vel inn en Njarðvík brotnaði fljótt aftur Njarðvík herti varnarleikinn eftir hlé og tókst að minnka forystuna aðeins í öðrum leikhluta. Það hægðist sömuleiðis aðeins á Grindvíkingum, enda hefði annað verið ótrúlegt, þeir klikkuðu varla á skoti í fyrsta leikhluta. Skotnýting Njarðvíkur stórbatnaði líka í öðrum leikhluta, hálfleikstölur 64-47 og enn smá líf í leiknum. Dwayne Lautier var ljós punktur hjá Njarðvík í kvöld. Kom vel inn af bekknum og skoraði 23 stig. vísir / pawel Það litla líf dó svo snemma í seinni hálfleik. Grindavík festi algjör tök á leiknum og hélt Njarðvík í rúmlega hæfilegri fjarlægð frá sér. Njarðvík tapaði boltanum margoft og gaf Grindavík endalaust af opnum færum, 17 stiga forskotið í hálfleik breyttist mjög fljótt í 30 stig og minnkaði ekkert eftir það. Benedikt Guðmundsson er illur á svip í leikhléi Njarðvíkur vísir / pawel Stórleikur Dedrick gegn gömlu liðsfélögunum Líklega versta frammistaða sem Njarðvík hefur sýnt í vetur, voru arfaslakir alveg frá upphafi. Bekkurinn kom með smá anda inn í leikinn í öðrum leikhluta en heilt yfir átti liðið hræðilegan dag. Dedrick Basile, besti maður vallarins í kvöld. vísir / pawel Dedrick Basile átti einn besta leik sem hann hefur spilað í vetur gegn gamla liðinu sínu. Langstigahæstur í Grindavík með 40 stig, auk þess gaf hann 9 stoðsendingar og og greip 6 fráköst. Heilt yfir var Grindavíkurliðið líka að skjóta mun betur en þeir gera yfirleitt, 47% nýting frá þriggja stiga línunni, 70% í tveggja stiga skotum og 82% af línunni. „Við verðum hógværir áfram“ Dedrick í baráttunni gegn Chaz Williamsvísir / pawel „Þetta var frábær sigur fyrir liðið, sex sigrar í röð í deildinni núna held ég, við erum að finna taktinn og sýna öllum að við getum unnið alla“ sagði stigahæsti og framlagsmesti leikmaður Grindavíkur, Dedrick Basile, strax að leik loknum. Grindavík hefur unnið sex deildarleiki í röð og virtust algjörlega óstöðvandi í kvöld. „Við verðum hógværir áfram, það geta allir átt sinn leik. Þetta var okkar leikur í kvöld og við erum þakklátir fyrir að skotin detti ofan í.“ Dedrick var að spila gegn gömlum liðsfélögum en hann var leikmaður Njarðvíkur síðustu tvö tímabil áður en hann kom til Grindavíkur í fyrra. Mætti hann með einhverja auka orku inn í þennan leik? „Ekkert þannig. Ég fann taktinn og það small allt saman, vissulega var það gegn Njarðvík en ekkert afþví þetta voru þeir. Það er alltaf gaman að spila gegn gömlum liðsfélögum, ég var þarna í tvö ár og þakklátur fyrir þann tíma en fyrst og fremst þakklátur að hafa unnið leikinn í kvöld.“ Grindavík hefur átt kaflaskipt tímabil. Þeir töpuðu fyrstu þremur leikjunum, unnu svo fjóra í röð áður en náttúruhamfarir neyddu liðið til að flytjast um set. Þá töpuðu þeir aftur þremur í röð en hafa nú sigrað sex leiki í röð. „Við höfum verið mjög góðir eftir jól og liðsandinn er frábær. Við höfum gengið í gegnum hæðir og lægðir á þessu tímabili, eldfjallið og allar þær breytingar, en nú er allt að smella saman hjá okkur“ sagði Dedrick að lokum. „Ég ætlast til að fá alvöru frammistöðu frá mínu liði í næsta leik“ Benedikt skildi ekkert í frammistöðu sinna manna í kvöld. vísir / pawel „Íþróttir eru ótrúlegar og þetta getur verið skrítið. Við vinnum með 30-40 í síðasta leik, höldum liði í 51 stigi. Komum svo hingað nokkrum dögum seinna og skíttöpum með 30-40, fáum næstum því 50 stig á okkur í fyrsta leikhluta. Alveg ótrúlegt hvernig þetta fer stundum og ég þarf greinilega að skoða þennan leik aftur“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, niðurlútur strax að leik loknum. Eins og hann tekur fram byrjaði Njarðvík leikinn algjörlega á afturfótunum og átti í raun aldrei möguleika á sigri í kvöld. Þeir unnu sig aðeins inn í leikinn í öðrum leikhluta en brotnuðu fljótt aftur niður. „Þessi leikur bara klárast í fyrsta leikhluta, mætum ekki með hausinn á í upphafi. Maður bara veit ekki hvað á að segja eftir svoleiðis frammistöðu. Svo lagaðist þetta, ég er ánægður með bekkinn hjá mér. En þetta fer síðan aftur bara í byrjun seinni hálfleiks, þá var þetta endanlega búið, ef þetta var ekki búið eftir fyrsta leikhluta.“ Njarðvík hafði fyrir þennan leik verið á fljúgandi siglingu, fjórir sigrar í röð og stórsigur gegn Álftanesi í síðustu umferð. Þjálfarinn gat ekki sagt hvers vegna liðið byrjaði þennan leik svona illa. „Ég þarf að finna skýringar á því. Ég veit ekki hvort við höfum farið svona hátt upp eftir fjóra sigurleiki í röð eða góða frammistöðu í síðasta leik. Maður mun leita skýringa á þessu en ég ætla ekki að taka neitt af Grindavík, þeir voru frábærir hérna. Menn þurfa ekki að skammast sín að tapa fyrir Grindavík, en hvernig við töpum þessu, bara eftir sjö mínútur, það er ekki boðlegt. Nú þurfum við að líta inn á við og svara þessu, eins gott að við komum brjálaðir í næsta leik.“ Næsti leikur Njarðvíkur er gegn Breiðablik eftir viku. Sex umferðir eru svo eftir af deildinni áður en úrslitakeppnin hefst. Hefur svona tap áhrif á liðsandann fyrir lokasprettinn? „Alvöru lið og alvöru karakterar svara fyrir svona næst þegar þeir koma á stóra sviðið. Ég ætlast til að fá alvöru frammistöðu frá mínu liði í næsta leik“ sagði Benedikt að lokum, alvörugefinn og einbeittur á svip. Subway-deild karla UMF Grindavík UMF Njarðvík Tengdar fréttir „Við munum verða Íslandsmeistarar því ég er í liðinu“ Deandre Kane spilar með Grindavík í Subway deild karla í körfubolta í vetur en þetta er líklegast sá bandaríski körfuboltaleikmaður sem hefur komið hingað til lands með hvað öflugustu ferilskrána á bakinu. 30. janúar 2024 10:30
Grindavík vann stórsigur gegn andlausu liði Njarðvíkur í Smáranum í 16. umferð Subway deildar karla í kvöld. Lokaniðurstaða 118-80 eftir lítt spennandi leik þar sem Grindavík hélt öruggri forystu allan tímann. Grindavík byrjaði leikinn af ótrúlegum krafti og leiddi með 28 stigum eftir fyrsta leikhluta. Dedrick Basile var sjóðheitur utan af velli, setti fimm þrista og skoraði 19 stig í fyrsta leikhluta. Chaz Williams og DeAndre Kane hnakkrifust í fyrri hálfleik. Ólafur Ólafsson steig inn áður en kom til átaka. vísir / pawel Bekkurinn kom vel inn en Njarðvík brotnaði fljótt aftur Njarðvík herti varnarleikinn eftir hlé og tókst að minnka forystuna aðeins í öðrum leikhluta. Það hægðist sömuleiðis aðeins á Grindvíkingum, enda hefði annað verið ótrúlegt, þeir klikkuðu varla á skoti í fyrsta leikhluta. Skotnýting Njarðvíkur stórbatnaði líka í öðrum leikhluta, hálfleikstölur 64-47 og enn smá líf í leiknum. Dwayne Lautier var ljós punktur hjá Njarðvík í kvöld. Kom vel inn af bekknum og skoraði 23 stig. vísir / pawel Það litla líf dó svo snemma í seinni hálfleik. Grindavík festi algjör tök á leiknum og hélt Njarðvík í rúmlega hæfilegri fjarlægð frá sér. Njarðvík tapaði boltanum margoft og gaf Grindavík endalaust af opnum færum, 17 stiga forskotið í hálfleik breyttist mjög fljótt í 30 stig og minnkaði ekkert eftir það. Benedikt Guðmundsson er illur á svip í leikhléi Njarðvíkur vísir / pawel Stórleikur Dedrick gegn gömlu liðsfélögunum Líklega versta frammistaða sem Njarðvík hefur sýnt í vetur, voru arfaslakir alveg frá upphafi. Bekkurinn kom með smá anda inn í leikinn í öðrum leikhluta en heilt yfir átti liðið hræðilegan dag. Dedrick Basile, besti maður vallarins í kvöld. vísir / pawel Dedrick Basile átti einn besta leik sem hann hefur spilað í vetur gegn gamla liðinu sínu. Langstigahæstur í Grindavík með 40 stig, auk þess gaf hann 9 stoðsendingar og og greip 6 fráköst. Heilt yfir var Grindavíkurliðið líka að skjóta mun betur en þeir gera yfirleitt, 47% nýting frá þriggja stiga línunni, 70% í tveggja stiga skotum og 82% af línunni. „Við verðum hógværir áfram“ Dedrick í baráttunni gegn Chaz Williamsvísir / pawel „Þetta var frábær sigur fyrir liðið, sex sigrar í röð í deildinni núna held ég, við erum að finna taktinn og sýna öllum að við getum unnið alla“ sagði stigahæsti og framlagsmesti leikmaður Grindavíkur, Dedrick Basile, strax að leik loknum. Grindavík hefur unnið sex deildarleiki í röð og virtust algjörlega óstöðvandi í kvöld. „Við verðum hógværir áfram, það geta allir átt sinn leik. Þetta var okkar leikur í kvöld og við erum þakklátir fyrir að skotin detti ofan í.“ Dedrick var að spila gegn gömlum liðsfélögum en hann var leikmaður Njarðvíkur síðustu tvö tímabil áður en hann kom til Grindavíkur í fyrra. Mætti hann með einhverja auka orku inn í þennan leik? „Ekkert þannig. Ég fann taktinn og það small allt saman, vissulega var það gegn Njarðvík en ekkert afþví þetta voru þeir. Það er alltaf gaman að spila gegn gömlum liðsfélögum, ég var þarna í tvö ár og þakklátur fyrir þann tíma en fyrst og fremst þakklátur að hafa unnið leikinn í kvöld.“ Grindavík hefur átt kaflaskipt tímabil. Þeir töpuðu fyrstu þremur leikjunum, unnu svo fjóra í röð áður en náttúruhamfarir neyddu liðið til að flytjast um set. Þá töpuðu þeir aftur þremur í röð en hafa nú sigrað sex leiki í röð. „Við höfum verið mjög góðir eftir jól og liðsandinn er frábær. Við höfum gengið í gegnum hæðir og lægðir á þessu tímabili, eldfjallið og allar þær breytingar, en nú er allt að smella saman hjá okkur“ sagði Dedrick að lokum. „Ég ætlast til að fá alvöru frammistöðu frá mínu liði í næsta leik“ Benedikt skildi ekkert í frammistöðu sinna manna í kvöld. vísir / pawel „Íþróttir eru ótrúlegar og þetta getur verið skrítið. Við vinnum með 30-40 í síðasta leik, höldum liði í 51 stigi. Komum svo hingað nokkrum dögum seinna og skíttöpum með 30-40, fáum næstum því 50 stig á okkur í fyrsta leikhluta. Alveg ótrúlegt hvernig þetta fer stundum og ég þarf greinilega að skoða þennan leik aftur“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, niðurlútur strax að leik loknum. Eins og hann tekur fram byrjaði Njarðvík leikinn algjörlega á afturfótunum og átti í raun aldrei möguleika á sigri í kvöld. Þeir unnu sig aðeins inn í leikinn í öðrum leikhluta en brotnuðu fljótt aftur niður. „Þessi leikur bara klárast í fyrsta leikhluta, mætum ekki með hausinn á í upphafi. Maður bara veit ekki hvað á að segja eftir svoleiðis frammistöðu. Svo lagaðist þetta, ég er ánægður með bekkinn hjá mér. En þetta fer síðan aftur bara í byrjun seinni hálfleiks, þá var þetta endanlega búið, ef þetta var ekki búið eftir fyrsta leikhluta.“ Njarðvík hafði fyrir þennan leik verið á fljúgandi siglingu, fjórir sigrar í röð og stórsigur gegn Álftanesi í síðustu umferð. Þjálfarinn gat ekki sagt hvers vegna liðið byrjaði þennan leik svona illa. „Ég þarf að finna skýringar á því. Ég veit ekki hvort við höfum farið svona hátt upp eftir fjóra sigurleiki í röð eða góða frammistöðu í síðasta leik. Maður mun leita skýringa á þessu en ég ætla ekki að taka neitt af Grindavík, þeir voru frábærir hérna. Menn þurfa ekki að skammast sín að tapa fyrir Grindavík, en hvernig við töpum þessu, bara eftir sjö mínútur, það er ekki boðlegt. Nú þurfum við að líta inn á við og svara þessu, eins gott að við komum brjálaðir í næsta leik.“ Næsti leikur Njarðvíkur er gegn Breiðablik eftir viku. Sex umferðir eru svo eftir af deildinni áður en úrslitakeppnin hefst. Hefur svona tap áhrif á liðsandann fyrir lokasprettinn? „Alvöru lið og alvöru karakterar svara fyrir svona næst þegar þeir koma á stóra sviðið. Ég ætlast til að fá alvöru frammistöðu frá mínu liði í næsta leik“ sagði Benedikt að lokum, alvörugefinn og einbeittur á svip.
Subway-deild karla UMF Grindavík UMF Njarðvík Tengdar fréttir „Við munum verða Íslandsmeistarar því ég er í liðinu“ Deandre Kane spilar með Grindavík í Subway deild karla í körfubolta í vetur en þetta er líklegast sá bandaríski körfuboltaleikmaður sem hefur komið hingað til lands með hvað öflugustu ferilskrána á bakinu. 30. janúar 2024 10:30
„Við munum verða Íslandsmeistarar því ég er í liðinu“ Deandre Kane spilar með Grindavík í Subway deild karla í körfubolta í vetur en þetta er líklegast sá bandaríski körfuboltaleikmaður sem hefur komið hingað til lands með hvað öflugustu ferilskrána á bakinu. 30. janúar 2024 10:30
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu