Farangurskerra fauk á flugvél Icelandair í hríðinni Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. febrúar 2024 21:05 Veðrið er búið að vera brjálað á Keflavíkurflugvelli seinni partinn í dag. Hviðurnar hafa náð upp í 36 metra á sekúndu og sitja farþegar fastir í flugvélinni sem átti að fara til Kaupmannahafnar klukkan 15:40 í dag. Flugvél Icelandair var á leið út á flugbraut þegar farangurskerra fauk utan í hreyfil hennar. Farþegar hafa verið í flugvélinni í rúma fimm tíma og komast ekki út vegna brjálaðs roks. Þá hefur öllum flugferðum Icelandair frá vellinum verið aflýst í kvöld vegna veðurs. „Við áttum að fara 15:40 og vorum að fara í pushback þegar hviðan kom sem gerði það að verkum að kerran fer utan í hreyfilinn,“ sagði Ársól Clara, einn af farþegum flugvélarinnar sem var á leið til Kaupmannahafnar. Kerran fór utan í flugvélina um fimm að sögn Ársólar og um hálftíma síðar var farþegum tilkynnt að skipta ætti um vél. „Um hálf átta fengum við að vita að það væri verið að aflýsa fluginu,“ sagði Ársól. Bíða enn í vélinni „Nú er beðið eftir því að vindurinn minnki til að hægt sé að koma stigaganginum að,“ sagði Ársól í samtali við blaðamann um tuttugu mínútur yfir átta. „Það var boðið upp á Corny en svo var maturinn tekinn út af því við ætluðum í aðra flugvél,“ sagði Ársól þegar blaðamaður spurði hvort farþegar hefðu fengið einhverjar veitingar í sárabætur á meðan þau biðu inni í vélinni. Ársól sagði farþega sallarólega og vegna aðstæðna hefðu þau fullan skilning á stöðunni. Hér fyrir neðan má sjá myndbandsbrot af veðrinu út um glugga flugvélarinnar. Öllum flugferðum Icelandair aflýst „Það er búið að vera snarvitlaust veður á Keflavíkurflugvelli. Búið að vera mikið rok, snjóél og blindhríð. Það hefur ekki skapast nægilegt færi til að gera vélar klárar,“ sagði Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, og bætti við „þetta eru níu flugferðir, á leiðinni út til Bandaríkjanna, London og Kaupmannahafnar.“ Þá hafi flugferðinni til Kaupmannahafnar bæði verið aflýst vegna farangursvagnsins sem fauk á flugvélina og vegna veðurs. „Það er miðað við fimmtíu hnúta, um 25 metra á sekúndu. Starfsemin á Keflavíkurvelli er miðuð við það. Það fór vel yfir 70 núna í kvöld. Það komu þessar svaka hríðir og rok,“ sagði hann um vindinn á vellinum. Er flugferðunum þá frestað eða aflýst? „Þessum ferðum er aflýst í kvöld og sömu ferðum til Íslands sem áttu að fara með sömu flugvélum. Svo verða farþegar bókaðir á aðrar flugferðir og við reynum að gera það sem allra fyrst,“ sagði hann. Fréttir af flugi Samgöngur Icelandair Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Sjá meira
„Við áttum að fara 15:40 og vorum að fara í pushback þegar hviðan kom sem gerði það að verkum að kerran fer utan í hreyfilinn,“ sagði Ársól Clara, einn af farþegum flugvélarinnar sem var á leið til Kaupmannahafnar. Kerran fór utan í flugvélina um fimm að sögn Ársólar og um hálftíma síðar var farþegum tilkynnt að skipta ætti um vél. „Um hálf átta fengum við að vita að það væri verið að aflýsa fluginu,“ sagði Ársól. Bíða enn í vélinni „Nú er beðið eftir því að vindurinn minnki til að hægt sé að koma stigaganginum að,“ sagði Ársól í samtali við blaðamann um tuttugu mínútur yfir átta. „Það var boðið upp á Corny en svo var maturinn tekinn út af því við ætluðum í aðra flugvél,“ sagði Ársól þegar blaðamaður spurði hvort farþegar hefðu fengið einhverjar veitingar í sárabætur á meðan þau biðu inni í vélinni. Ársól sagði farþega sallarólega og vegna aðstæðna hefðu þau fullan skilning á stöðunni. Hér fyrir neðan má sjá myndbandsbrot af veðrinu út um glugga flugvélarinnar. Öllum flugferðum Icelandair aflýst „Það er búið að vera snarvitlaust veður á Keflavíkurflugvelli. Búið að vera mikið rok, snjóél og blindhríð. Það hefur ekki skapast nægilegt færi til að gera vélar klárar,“ sagði Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, og bætti við „þetta eru níu flugferðir, á leiðinni út til Bandaríkjanna, London og Kaupmannahafnar.“ Þá hafi flugferðinni til Kaupmannahafnar bæði verið aflýst vegna farangursvagnsins sem fauk á flugvélina og vegna veðurs. „Það er miðað við fimmtíu hnúta, um 25 metra á sekúndu. Starfsemin á Keflavíkurvelli er miðuð við það. Það fór vel yfir 70 núna í kvöld. Það komu þessar svaka hríðir og rok,“ sagði hann um vindinn á vellinum. Er flugferðunum þá frestað eða aflýst? „Þessum ferðum er aflýst í kvöld og sömu ferðum til Íslands sem áttu að fara með sömu flugvélum. Svo verða farþegar bókaðir á aðrar flugferðir og við reynum að gera það sem allra fyrst,“ sagði hann.
Fréttir af flugi Samgöngur Icelandair Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Sjá meira