Óbólusett börn meðal útsettra Rafn Ágúst Ragnarsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 4. febrúar 2024 20:43 Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir hvetur foreldra útsettra óbólusettra barna til að þiggja bólusetningu við mislingum. Stöð 2 Sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur af mögulegri útbreiðslu mislinga hérlendis eftir að erlendur ferðamaður greindist með sjúkdóminn á landspítalanum í gær. Maðurinn fékk útbrot á fimmtudag og leitaði sér heilbrigðisþjónustu á föstudag. Unnið er að smitrakningu en samkvæmt upplýsingum frá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er fjöldinn sem útsettur hefur verið fyrir smiti líklegast talinn í hundruðum. Á meðal þeirra útsettu eru óbólusett börn og hvetur sóttvarnalæknir foreldra til að þiggja bólusetningu sem fyrst. Getur eitt smit leitt til faraldurs? „Það gæti gert það en við höfum ekki áhyggjur af faraldri eins og er en það gæti leitt til hópsýkingar, eða fleiri smita hérna innanlands og það er það sem við erum að reyna að koma í veg fyrir,“ segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir. Hvað getur fólk gert til að forðast smit? „Það er okkar hlutverk að upplýsa fólk sem hugsanlega gæti verið útsett. Það fólk þarf að vera vakandi fyrir einkennum á næstunni. Þeir sem eru óbólusettir ættu að hyggja að því að þiggja bólusetningu sem verður í boði frá og með morgundeginum og í þessari viku,“ segir Guðrún. Viðkvæmir einstaklingar meðal útsettra Guðrún segir þónokkurn fjölda vera útsettan. Sá smitaði hafi verið ferðamaður en að sem betur fer hafi hann ekki verið á landinu í marga daga og ekki ferðast víða. Þó geti verið viðkvæmir einstaklingar meðal hinna útsettu. Hún segir jafnframt líðan mannsins sem greindist á landspítalanum á föstudaginn vera batnandi en að hann liggi enn á sjúkrahúsi. Eru einhverjir þeirra útsettu óbólusett börn eða einhverjir í viðkvæmum hópum? „Já, það eru óbólusett börn vegna þess að þau hafi ekki náð þeim aldri að hafa verið bólusett. Þannig það hefur verið boðið upp á bólusetningu sem hefst á morgun á vegum heilsugæslunnar. Þannig að foreldrar skulu huga að því. Þannig við mælum með því og svo áframhaldandi að foreldrar þiggi bólusetningar sem mælt er með fyrir börnin sín til að koma í veg fyrir svona.“ Er eitthvað sem foreldrar óbólusettra barna geta gert? „Þau sem voru útsett skyldu huga að því núna. Önnur börn þurfa ekki að grípa til neinna ráðstafanna eins og er nema að huga sinni bólusetningu þegar þau verða átján mánaða og við mælum sterklega með því.“ Landspítalinn Bólusetningar Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí Sjá meira
Unnið er að smitrakningu en samkvæmt upplýsingum frá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er fjöldinn sem útsettur hefur verið fyrir smiti líklegast talinn í hundruðum. Á meðal þeirra útsettu eru óbólusett börn og hvetur sóttvarnalæknir foreldra til að þiggja bólusetningu sem fyrst. Getur eitt smit leitt til faraldurs? „Það gæti gert það en við höfum ekki áhyggjur af faraldri eins og er en það gæti leitt til hópsýkingar, eða fleiri smita hérna innanlands og það er það sem við erum að reyna að koma í veg fyrir,“ segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir. Hvað getur fólk gert til að forðast smit? „Það er okkar hlutverk að upplýsa fólk sem hugsanlega gæti verið útsett. Það fólk þarf að vera vakandi fyrir einkennum á næstunni. Þeir sem eru óbólusettir ættu að hyggja að því að þiggja bólusetningu sem verður í boði frá og með morgundeginum og í þessari viku,“ segir Guðrún. Viðkvæmir einstaklingar meðal útsettra Guðrún segir þónokkurn fjölda vera útsettan. Sá smitaði hafi verið ferðamaður en að sem betur fer hafi hann ekki verið á landinu í marga daga og ekki ferðast víða. Þó geti verið viðkvæmir einstaklingar meðal hinna útsettu. Hún segir jafnframt líðan mannsins sem greindist á landspítalanum á föstudaginn vera batnandi en að hann liggi enn á sjúkrahúsi. Eru einhverjir þeirra útsettu óbólusett börn eða einhverjir í viðkvæmum hópum? „Já, það eru óbólusett börn vegna þess að þau hafi ekki náð þeim aldri að hafa verið bólusett. Þannig það hefur verið boðið upp á bólusetningu sem hefst á morgun á vegum heilsugæslunnar. Þannig að foreldrar skulu huga að því. Þannig við mælum með því og svo áframhaldandi að foreldrar þiggi bólusetningar sem mælt er með fyrir börnin sín til að koma í veg fyrir svona.“ Er eitthvað sem foreldrar óbólusettra barna geta gert? „Þau sem voru útsett skyldu huga að því núna. Önnur börn þurfa ekki að grípa til neinna ráðstafanna eins og er nema að huga sinni bólusetningu þegar þau verða átján mánaða og við mælum sterklega með því.“
Landspítalinn Bólusetningar Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí Sjá meira