Þjóðarsátt Ásgerður Pálsdóttir skrifar 5. febrúar 2024 09:00 Eldra fólk á Íslandi, þessi fimmtíu þúsund manns sem er kominn yfir 67 ára aldur, er alls ekki einsleitur hópur þó í umtalinu virðist það vera svo. Það sem þessi hópur á sameiginlegt er að vera fæddur fyrir 1957 að öðru leiti er hann bara þverskurður af þjóðfélaginu. Efnahagsleg staða og tekjur eru á breiðu bili frá því að eiga miklar eignir og mikla innkomu tekna og til þess að eiga litlar eða engar eignir og hafa ekkert sér til framfærslu nema eftirlaun frá TR sem eru nú rúmlega þrjú hundruð og þrjátíu þúsund krónur á mánuði. Sjötíu þúsund krónum lægri en lágmarkstaxti á vinnumarkaði. Verðbólga og háir vextir hafa leikið þennan hóp grátt eins og aðra þjóðfélagsþegna. Eins og jafnan bitnar ástandið harkalegast á þeim sem minnst hafa milli handa. Landssamtök eldra fólks hafa á undanförnum árum vakið athygli á miklum skerðingum á greiðslum frá Tryggingastofnun ríkisins, vegna lífeyrisgreiðslna og krafist þess að þær verði endurskoðaðar. Frítekjumark vegna greiðslna úr lífeyrissjóði er nú 25 þúsund krónur og hefur verið óbreytt frá 2017. Okkar krafa er að það verði 100 þúsund krónur og fundnar verði leiðir til að bæta kjör þess hluta eldra fólks sem býr við fátækt. Á fjölmennri ráðstefnu LEB í október 2023, var eftirfarandi samþykkt: Sértækar aðgerðir fyrir þau verst settu: Sérstakt skattþrep / Hækkun persónuafsláttar, – taki fyrst og fremst til lífeyristaka Minni eða engar skerðingar hjá þeim sem eru undir viðurkenndu framfærsluviðmiði Þau lægstu fái sérstakar greiðslur sem fjari út í hlutfalli við tekjur. Almennar aðgerðir sem koma þeim best sem eru með lágar- og miðlungstekjur: Hækkun frítekjumarks í 100.000 kr. Frítekjumarkið er 25 þúsund krónur og hefur ekki hækkað síðan í ársbyrjun 2017. Kæmi þeim best sem eru með lægstan lífeyri. Ellilífeyrir verði aldrei lægri en lægsti kauptaxti. Hann er núna 315 þúsund, tæplega 90 þúsund undir lágmarkstaxta. Árlegar hækkanir lífeyris og frítekjumarka fylgi launavísitölu. Nú þegar mikið er rætt um þjóðarsátt þarf að líta til allra þjóðfélagshópa. Allir vilja stefna að bættum lífskjörum og vilja ná niður verðbólgu og vöxtum. Þar þurfa líka allir að koma að borði, bæði þeir sem eru á vinnumarkaði og þeir sem fá sín laun í lífeyri, Samtök eldra fólks og eldri félagsmenn í stéttarfélögum hafa nú leitað til þeirra sem sitja við samningaborðið og óskað eftir liðsstyrk þeirra til að bæta kjör þeirra sem eru horfnir af vinnumarkaði og búa við bág kjör, enda eru þeir langflestir fyrrum félagsmenn launþegasamtakanna. Þessi hópur hefur ekki samningsrétt um sín mál en hann er stór og fer stækkandi og vill að á hann sé hlustað. Hækkið frítekjumarkið, minnkið skerðingar til þeirra sem eru undir viðurkenndu framfærsluviðmiði og að ellilífeyrir verði ekki lægri en lægsti kauptaxti á vinnumarkaði. Þá verður fyrst hægt að tala um þjóðarsátt. Höfundur er formaður Félags eldri borgara í Húnaþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Mest lesið Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Eldra fólk á Íslandi, þessi fimmtíu þúsund manns sem er kominn yfir 67 ára aldur, er alls ekki einsleitur hópur þó í umtalinu virðist það vera svo. Það sem þessi hópur á sameiginlegt er að vera fæddur fyrir 1957 að öðru leiti er hann bara þverskurður af þjóðfélaginu. Efnahagsleg staða og tekjur eru á breiðu bili frá því að eiga miklar eignir og mikla innkomu tekna og til þess að eiga litlar eða engar eignir og hafa ekkert sér til framfærslu nema eftirlaun frá TR sem eru nú rúmlega þrjú hundruð og þrjátíu þúsund krónur á mánuði. Sjötíu þúsund krónum lægri en lágmarkstaxti á vinnumarkaði. Verðbólga og háir vextir hafa leikið þennan hóp grátt eins og aðra þjóðfélagsþegna. Eins og jafnan bitnar ástandið harkalegast á þeim sem minnst hafa milli handa. Landssamtök eldra fólks hafa á undanförnum árum vakið athygli á miklum skerðingum á greiðslum frá Tryggingastofnun ríkisins, vegna lífeyrisgreiðslna og krafist þess að þær verði endurskoðaðar. Frítekjumark vegna greiðslna úr lífeyrissjóði er nú 25 þúsund krónur og hefur verið óbreytt frá 2017. Okkar krafa er að það verði 100 þúsund krónur og fundnar verði leiðir til að bæta kjör þess hluta eldra fólks sem býr við fátækt. Á fjölmennri ráðstefnu LEB í október 2023, var eftirfarandi samþykkt: Sértækar aðgerðir fyrir þau verst settu: Sérstakt skattþrep / Hækkun persónuafsláttar, – taki fyrst og fremst til lífeyristaka Minni eða engar skerðingar hjá þeim sem eru undir viðurkenndu framfærsluviðmiði Þau lægstu fái sérstakar greiðslur sem fjari út í hlutfalli við tekjur. Almennar aðgerðir sem koma þeim best sem eru með lágar- og miðlungstekjur: Hækkun frítekjumarks í 100.000 kr. Frítekjumarkið er 25 þúsund krónur og hefur ekki hækkað síðan í ársbyrjun 2017. Kæmi þeim best sem eru með lægstan lífeyri. Ellilífeyrir verði aldrei lægri en lægsti kauptaxti. Hann er núna 315 þúsund, tæplega 90 þúsund undir lágmarkstaxta. Árlegar hækkanir lífeyris og frítekjumarka fylgi launavísitölu. Nú þegar mikið er rætt um þjóðarsátt þarf að líta til allra þjóðfélagshópa. Allir vilja stefna að bættum lífskjörum og vilja ná niður verðbólgu og vöxtum. Þar þurfa líka allir að koma að borði, bæði þeir sem eru á vinnumarkaði og þeir sem fá sín laun í lífeyri, Samtök eldra fólks og eldri félagsmenn í stéttarfélögum hafa nú leitað til þeirra sem sitja við samningaborðið og óskað eftir liðsstyrk þeirra til að bæta kjör þeirra sem eru horfnir af vinnumarkaði og búa við bág kjör, enda eru þeir langflestir fyrrum félagsmenn launþegasamtakanna. Þessi hópur hefur ekki samningsrétt um sín mál en hann er stór og fer stækkandi og vill að á hann sé hlustað. Hækkið frítekjumarkið, minnkið skerðingar til þeirra sem eru undir viðurkenndu framfærsluviðmiði og að ellilífeyrir verði ekki lægri en lægsti kauptaxti á vinnumarkaði. Þá verður fyrst hægt að tala um þjóðarsátt. Höfundur er formaður Félags eldri borgara í Húnaþingi.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun