Á nú að einkavæða öldrunarþjónustuna? Eða hvað? Sigurjón Kjærnested, María Fjóla Harðardóttir og Karl Óttar Einarsson skrifa 6. febrúar 2024 07:02 Heilbrigðisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra kynntu á dögunum nýtt fyrirkomulag við að tryggja húsnæði fyrir rekstur hjúkrunarheimila. Áformað er að öflun húsnæðis undir rekstur hjúkrunarheimila fari fram í gegnum útboð með það að markmiði að auka hagkvæmni, sérhæfingu og skilvirkni á þessu sviði og stuðla að því að framboð hjúkrunarrýma haldist í hendur við vaxandi þörf á komandi árum. Þá munu koma til leigugreiðslur til þeirra sem þegar leggja fram húsnæði til reksturs hjúkrunarheimila. Við hjá SFV, samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu, fögnum þessum áformum mjög enda höfum við kallað eftir breytingum í þessum málaflokki um árabil. Hingað til hefur kostnaður velferðarfyrirtækja vegna reksturs húsnæðis valdið því að uppbygging hefur verið afar hæg og viðhald setið á hakanum. Með nýju fyrirkomulagi stígur ríkið inn með myndarlegt og nauðsynlegt fjármagn til hjúkrunarheimila og fagaðilar koma inn í rekstur húsnæðis. Saman gefur þetta tækifæri til þess að fjölga rýmum og viðhald og endurnýjun á húsnæði verður betra, sem mun stórbæta þær aðstæður sem fólkið okkar býr við og eins starfsumhverfi okkar dýrmæta starfsfólks. Við höfum þá tækifæri til að byggja upp og bæta þjónustuna enn frekar sem okkur hefur verið treyst fyrir að veita. Þessi breyting gefur okkur einnig sem samfélagi loksins tækifæri til þess að byggja upp heilbrigða heilbrigðisþjónustu í landinu, þar sem einstaklingur ferðast í gegnum gegnum kerfið en situr ekki fastur á „röngum stað á röngum tíma í vitlausu húsi“ og Landspítali, heilsugæsla, heimahjúkrun, hjúkrunarheimili og önnur heilbrigðisþjónusta fá tækifæri til að sinna sínu hlutverki í þjónustu við íbúa þessa lands. Það hefur verið umræða um það hvort rétt sé að hleypa fleiri aðilum inn í rekstur húsnæðis hjúkrunarheimila. Það sem gleymist í umræðunni er tvennt. Í fyrsta lagi er hér einungis verið að boða að aðrir aðilar komi að rekstri húsnæðis hjúkrunarheimila – ekki þjónustunni sjálfri. Og svo gleymist það hversu góða reynslu við höfum af því að aðrir aðilar en ríkið sjálft komi að velferðar- og heilbrigðisþjónustu. Íslenska ríkið hefur í áratugi gert samninga við sérhæfða aðila, þ.e. sjálfseignarstofnanir og almannaheillafélög, um rekstur velferðarþjónustu og hefur það samstarf gengið mjög vel. Þetta eru rótgróin fyrirtæki í íslensku samfélagi og má nefna hjúkrunarheimilið Grund, Hrafnista, SÁÁ og Reykjalund í því samhengi. Í litlu samfélagi er nauðsynlegt að hafa fjölbreytt fyrirkomulag á rekstri í heilbrigðisþjónustu. Ríkið stýrir umfangi heilbrigðisþjónustu og hefur eftirlit með gæðum í gegnum þjónustusamninga og mun áfram gera það með nýju fyrirkomulagi. Nýtt fyrirkomulag í húsnæðismálum hjúkrunarheimila mun því ekki hafa áhrif á rekstur sjálfrar þjónustunnar eða hverjir fá aðgang að henni. Eitt meginhlutverk okkar hjá SFV, sem hagsmunasamtökum fyrirtækja í velferðar- og heilbrigðisþjónustu, er að veita stjórnvöldum aðhald og benda þeim á þegar þau eru á rangri leið. Þess vegna er það alltaf skemmtilegur dagur í vinnunni okkar þegar við getum fagnað góðum málum og mælt með þeim. Ef þetta mál nær fram að ganga mun þjónusta hjúkrunarheimila eflast enn frekar og það mun færast ofurkraftur í uppbyggingu nýrra hjúkrunarheimila, með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á Landspítalann og heilbrigðiskerfið í heild. Því segjum við bara takk Willum, takk Þórdís – og keyrum þetta í gang! Höfundar eru framkvæmdastjóri SFV, formaður stjórnar SFV og varaformaður stjórnar SFV. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjúkrunarheimili Fjóla Hrund Björnsdóttir Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra kynntu á dögunum nýtt fyrirkomulag við að tryggja húsnæði fyrir rekstur hjúkrunarheimila. Áformað er að öflun húsnæðis undir rekstur hjúkrunarheimila fari fram í gegnum útboð með það að markmiði að auka hagkvæmni, sérhæfingu og skilvirkni á þessu sviði og stuðla að því að framboð hjúkrunarrýma haldist í hendur við vaxandi þörf á komandi árum. Þá munu koma til leigugreiðslur til þeirra sem þegar leggja fram húsnæði til reksturs hjúkrunarheimila. Við hjá SFV, samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu, fögnum þessum áformum mjög enda höfum við kallað eftir breytingum í þessum málaflokki um árabil. Hingað til hefur kostnaður velferðarfyrirtækja vegna reksturs húsnæðis valdið því að uppbygging hefur verið afar hæg og viðhald setið á hakanum. Með nýju fyrirkomulagi stígur ríkið inn með myndarlegt og nauðsynlegt fjármagn til hjúkrunarheimila og fagaðilar koma inn í rekstur húsnæðis. Saman gefur þetta tækifæri til þess að fjölga rýmum og viðhald og endurnýjun á húsnæði verður betra, sem mun stórbæta þær aðstæður sem fólkið okkar býr við og eins starfsumhverfi okkar dýrmæta starfsfólks. Við höfum þá tækifæri til að byggja upp og bæta þjónustuna enn frekar sem okkur hefur verið treyst fyrir að veita. Þessi breyting gefur okkur einnig sem samfélagi loksins tækifæri til þess að byggja upp heilbrigða heilbrigðisþjónustu í landinu, þar sem einstaklingur ferðast í gegnum gegnum kerfið en situr ekki fastur á „röngum stað á röngum tíma í vitlausu húsi“ og Landspítali, heilsugæsla, heimahjúkrun, hjúkrunarheimili og önnur heilbrigðisþjónusta fá tækifæri til að sinna sínu hlutverki í þjónustu við íbúa þessa lands. Það hefur verið umræða um það hvort rétt sé að hleypa fleiri aðilum inn í rekstur húsnæðis hjúkrunarheimila. Það sem gleymist í umræðunni er tvennt. Í fyrsta lagi er hér einungis verið að boða að aðrir aðilar komi að rekstri húsnæðis hjúkrunarheimila – ekki þjónustunni sjálfri. Og svo gleymist það hversu góða reynslu við höfum af því að aðrir aðilar en ríkið sjálft komi að velferðar- og heilbrigðisþjónustu. Íslenska ríkið hefur í áratugi gert samninga við sérhæfða aðila, þ.e. sjálfseignarstofnanir og almannaheillafélög, um rekstur velferðarþjónustu og hefur það samstarf gengið mjög vel. Þetta eru rótgróin fyrirtæki í íslensku samfélagi og má nefna hjúkrunarheimilið Grund, Hrafnista, SÁÁ og Reykjalund í því samhengi. Í litlu samfélagi er nauðsynlegt að hafa fjölbreytt fyrirkomulag á rekstri í heilbrigðisþjónustu. Ríkið stýrir umfangi heilbrigðisþjónustu og hefur eftirlit með gæðum í gegnum þjónustusamninga og mun áfram gera það með nýju fyrirkomulagi. Nýtt fyrirkomulag í húsnæðismálum hjúkrunarheimila mun því ekki hafa áhrif á rekstur sjálfrar þjónustunnar eða hverjir fá aðgang að henni. Eitt meginhlutverk okkar hjá SFV, sem hagsmunasamtökum fyrirtækja í velferðar- og heilbrigðisþjónustu, er að veita stjórnvöldum aðhald og benda þeim á þegar þau eru á rangri leið. Þess vegna er það alltaf skemmtilegur dagur í vinnunni okkar þegar við getum fagnað góðum málum og mælt með þeim. Ef þetta mál nær fram að ganga mun þjónusta hjúkrunarheimila eflast enn frekar og það mun færast ofurkraftur í uppbyggingu nýrra hjúkrunarheimila, með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á Landspítalann og heilbrigðiskerfið í heild. Því segjum við bara takk Willum, takk Þórdís – og keyrum þetta í gang! Höfundar eru framkvæmdastjóri SFV, formaður stjórnar SFV og varaformaður stjórnar SFV.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun