Sagður vilja byggja Wembley norðursins fyrir Man. United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2024 08:25 Sir Jim Ratcliffe fyrir utan Old Trafford, heimavöll Manchester United. Getty/Peter Byrne/ Baksíður ensku blaðanna í morgun slá því flestar upp að sá nýjasti í eigendahópi Manchester United hafi mjög metnaðarfull markmið þegar kemur að því að endurbyggja Old Trafford. Framtíð Manchester United er beintengd framtíðarleikvangi félagsins en Old Trafford leikvangurinn er kominn til ára sinna og þarf nauðsynlega á upplyftingu að halda. Íslandsvinurinn Sir Jim Ratcliffe keypti 25 prósenta hlut í Manchester United á dögunum en hann hefur verið stuðningsmaður þess alla tíð. Ratcliffe er 71 árs gamall milljarðamæringur og ætlar sér að breyta hlutunum hjá félaginu. Þar er eitt verkefni efst á blaði eða það að taka heimavöllinn í gegn. Daily Express. Enska blaðið Daily Telegraph er meðal þeirra sem birtir í dag frétt um hugmyndir Ratcliffe um framtíðarleikvang félagsins. Þar er uppslátturinn að Ratcliffe sjái fyrir sér að byggja Wembley norðursins og að hann gæti sóst eftir að fá styrk úr almenningssjóðum til að endurbyggja Old Trafford. Við þekkjum Nývang í Barcelona og eftir þessar framkvæmdir gætum við tala um Nýja Trafford. Wembley norðursins er líka í fyrirsögnum hjá bæði Daily Express og Daily Mail. Hugmyndir Ratcliffe eru mjög metnaðarfullar en hann er sagður sjá fyrir sér níutíu þúsund manna leikvang. Hann hefur þegar eyrnamerkt 237 milljónir punda í þessar framkvæmdir eða meira en 41 milljarð króna. Ratcliffe hefur þegar hafið samtal við Andy Burnham, borgarstjóra Manchester. Menn eiga samt eftir að sjá það gerast að Manchesterborg dæli inn pening í svona framkvæmd. Það er líklegra að félagið fái sérstaka ívilnun hjá yfirvöldum eins og skattaafslátt eða slökun á reglugerðum. Hér fyrir neðan má sjá hvernig þetta mál átti baksíður blaðanna í morgun. Daily Mirror. Daily Mail. The Daily Telegraph. Daily Star. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Plymouth | Lið Guðlaugs Victors á Etihad Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sjá meira
Framtíð Manchester United er beintengd framtíðarleikvangi félagsins en Old Trafford leikvangurinn er kominn til ára sinna og þarf nauðsynlega á upplyftingu að halda. Íslandsvinurinn Sir Jim Ratcliffe keypti 25 prósenta hlut í Manchester United á dögunum en hann hefur verið stuðningsmaður þess alla tíð. Ratcliffe er 71 árs gamall milljarðamæringur og ætlar sér að breyta hlutunum hjá félaginu. Þar er eitt verkefni efst á blaði eða það að taka heimavöllinn í gegn. Daily Express. Enska blaðið Daily Telegraph er meðal þeirra sem birtir í dag frétt um hugmyndir Ratcliffe um framtíðarleikvang félagsins. Þar er uppslátturinn að Ratcliffe sjái fyrir sér að byggja Wembley norðursins og að hann gæti sóst eftir að fá styrk úr almenningssjóðum til að endurbyggja Old Trafford. Við þekkjum Nývang í Barcelona og eftir þessar framkvæmdir gætum við tala um Nýja Trafford. Wembley norðursins er líka í fyrirsögnum hjá bæði Daily Express og Daily Mail. Hugmyndir Ratcliffe eru mjög metnaðarfullar en hann er sagður sjá fyrir sér níutíu þúsund manna leikvang. Hann hefur þegar eyrnamerkt 237 milljónir punda í þessar framkvæmdir eða meira en 41 milljarð króna. Ratcliffe hefur þegar hafið samtal við Andy Burnham, borgarstjóra Manchester. Menn eiga samt eftir að sjá það gerast að Manchesterborg dæli inn pening í svona framkvæmd. Það er líklegra að félagið fái sérstaka ívilnun hjá yfirvöldum eins og skattaafslátt eða slökun á reglugerðum. Hér fyrir neðan má sjá hvernig þetta mál átti baksíður blaðanna í morgun. Daily Mirror. Daily Mail. The Daily Telegraph. Daily Star.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Plymouth | Lið Guðlaugs Victors á Etihad Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sjá meira