Seðlabankastjóri segir allt á réttri leið Heimir Már Pétursson skrifar 7. febrúar 2024 11:52 Ásgeir Jónsson fær sér styrkjandi kaffibolla áður en hann tilkynnti um óbreytta meginvexti í morgun. Stöð 2/Sigurjón Verulega hefur dregið úr einkaneyslu og hagvöxtur fer hratt minnkandi enda hafa raunvextir hækkað töluvert frá því í júní í fyrra. Seðlabankinn fylgist grannt með framgangi kjaraviðræðna og ákvað í morgun að halda meginvöxtum sínum óbreyttum. Meginvextir Seðlabankans verða áfram 9,5 prósent samkvæmt ákvörðun peningastefnunefndar í morgun. Verðbólga hefur hins vegar minnkað hraðar en bankinn gerði ráð fyrir og er nú komin niður í 6,7 prósent. Það þýðir að raunvextir hafa hækkað um eitt prósentustig frá því í desember. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir aðgerðir Seðlabankans gegn verðbólgunni að ganga upp. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri telur góðar líkur á að verðbólgan sem nú stendur í 6,7 prósentum, verði komin niður í 4,1 prósent í árslok.Stöð 2/Sigurjón „Við tókum þá ákvörðun að hækka vexti verulega á fyrri hluta ársins í fyrra. Það er að skila sér núna með því aðhagkerfið er að hægja á sér. Þannig að þetta er allt í rétta átt,“ sagði Ásgeir eftir að peningastefnunefnd kynnti vaxtaákvörðun sína í morgun. Verðbólga minnkaði hraðar en búist var við, það væri að hægja á eftirspurn og viðskiptajöfnuður færi batnandi. „En það eru ansi mörg óvissumál í gangi. Ég get nefnt kjarasamningana sérstaklega sem nú er verið að ræða. Líka auðvitað aðgerðir vegna stöðunnar í Grindavík,“ segir seðlabankastjóri. En búist er við frumvarpi stjórnvalda vegna uppkaupa á húsnæði Grindvíkinga fyrir lok þessarar viku. Mikil ábyrgð hvílir á herðum Ástráðs Haraldssonar ríkissáttasemjara í þeim víðtæku kjaraviðræðum sem nú standa yfir. Hann setti forystu breiðfylkingarinnar og SA í fjölmiðlabann í síðustu vikur en ágætur gangur virðist vera í viðræðum þeirra og annarra hópa.Vísir/Vilhelm Seðlabankastjóri segir eðlilegt að heimilin væru farin að halda að sér höndum í neyslu og aukið sparnað, enda væru raunvextir orðnir háir. Íslensk heimili væru hagsýn en Seðlabankinn hefði einnig hert skilyrði til lántöku, sem hefði sín áhrif. Það er stutt í næsta vaxtaákvörðunardag Seðlabankans hinn 20. mars. Almennt er vonast til að þá muni niðurstaða kjarasamninga á bæði almenna- og opinbera markaðnum liggja fyrir sem og aðgerðir stjórnvalda vegna Grindavíkur. Seðlabankinn spáir því að meginvextir hans verði komnir niður í 4,1 prósent í lok þessa árs og telur Ásgeir góðar líkur á að það takist. „Þannig að við bara bíðum og sjáum. Hlutirnir eru að ganga réttan veg og við munum bregðast við þegar við teljum að tíminn sé kominn.“ Bæði til lækkunar og hækkunar? „Já, auðvitað já,“ sagði Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn Efnahagsmál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Vextir haldast óbreyttir en spennan fer minnkandi og verðbólguhorfur batna Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur ákveðið að halda vöxtum áfram óbreyttum í 9,25 prósent, sem er í samræmi við spár flestra greinenda og markaðsaðila, en í yfirlýsingu nefndarinnar er sagt að vísbendingar séu um að hraðar dragi úr vexti efnahagsumsvifa en áður var reiknað með. Háir vextir séu farnir að bíta sem endurspeglast í minnkandi spennu og batnandi verðbólguhorfum. 7. febrúar 2024 09:00 Mögulegt að boða til verkfalla á fimmtudag Friðarskylda á almennum vinnumarkaði rennur út á fimmtudag. Formaður VR segir augljóst að gripið verði til aðgerða nálgist Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld ekki breiðfylkingu verkalýðsfélaga við samningaborðið. Hugmynd formanns Starfsgreinasambandsins um engar launahækkanir á þessu ári dragi opinberir aðilar gjaldskrárhækkanir til baka hafi ekki verið rædd í innan breiðfylkingarinnar. 29. janúar 2024 12:13 Dapurlegt ef stjórnvöld ætla að draga í land í kjaraviðræðum vegna Grindavíkur Formaður VR segir dapurlegt ef stjórnvöld ætli að notfæra sér stöðuna í Grindavík til að draga í land með aðgerðir í tengslum við nýja kjarasamninga. Stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins virðist ekki hafa trú á að hægt sé að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ef Seðlabankinn hækki vexti í byrjun febrúar sé þátttöku verkalýðshreyfingarinnar í þessari tilraun lokið. 23. janúar 2024 11:46 Gleðilegt að verðbólga virðist hjaðna fyrr en spáð var Verðbólga er minni í desember en greiningardeildir bankanna gerðu ráð fyrir og mælist nú 7,7 prósent samkvæmt vísitölu Hagstofunnar. Hagfræðingur Landsbankans segir gleðiefni að verðbólgan virðist vera að hjaðna hraðar en spáð hafði verið. 21. desember 2023 11:27 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira
Meginvextir Seðlabankans verða áfram 9,5 prósent samkvæmt ákvörðun peningastefnunefndar í morgun. Verðbólga hefur hins vegar minnkað hraðar en bankinn gerði ráð fyrir og er nú komin niður í 6,7 prósent. Það þýðir að raunvextir hafa hækkað um eitt prósentustig frá því í desember. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir aðgerðir Seðlabankans gegn verðbólgunni að ganga upp. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri telur góðar líkur á að verðbólgan sem nú stendur í 6,7 prósentum, verði komin niður í 4,1 prósent í árslok.Stöð 2/Sigurjón „Við tókum þá ákvörðun að hækka vexti verulega á fyrri hluta ársins í fyrra. Það er að skila sér núna með því aðhagkerfið er að hægja á sér. Þannig að þetta er allt í rétta átt,“ sagði Ásgeir eftir að peningastefnunefnd kynnti vaxtaákvörðun sína í morgun. Verðbólga minnkaði hraðar en búist var við, það væri að hægja á eftirspurn og viðskiptajöfnuður færi batnandi. „En það eru ansi mörg óvissumál í gangi. Ég get nefnt kjarasamningana sérstaklega sem nú er verið að ræða. Líka auðvitað aðgerðir vegna stöðunnar í Grindavík,“ segir seðlabankastjóri. En búist er við frumvarpi stjórnvalda vegna uppkaupa á húsnæði Grindvíkinga fyrir lok þessarar viku. Mikil ábyrgð hvílir á herðum Ástráðs Haraldssonar ríkissáttasemjara í þeim víðtæku kjaraviðræðum sem nú standa yfir. Hann setti forystu breiðfylkingarinnar og SA í fjölmiðlabann í síðustu vikur en ágætur gangur virðist vera í viðræðum þeirra og annarra hópa.Vísir/Vilhelm Seðlabankastjóri segir eðlilegt að heimilin væru farin að halda að sér höndum í neyslu og aukið sparnað, enda væru raunvextir orðnir háir. Íslensk heimili væru hagsýn en Seðlabankinn hefði einnig hert skilyrði til lántöku, sem hefði sín áhrif. Það er stutt í næsta vaxtaákvörðunardag Seðlabankans hinn 20. mars. Almennt er vonast til að þá muni niðurstaða kjarasamninga á bæði almenna- og opinbera markaðnum liggja fyrir sem og aðgerðir stjórnvalda vegna Grindavíkur. Seðlabankinn spáir því að meginvextir hans verði komnir niður í 4,1 prósent í lok þessa árs og telur Ásgeir góðar líkur á að það takist. „Þannig að við bara bíðum og sjáum. Hlutirnir eru að ganga réttan veg og við munum bregðast við þegar við teljum að tíminn sé kominn.“ Bæði til lækkunar og hækkunar? „Já, auðvitað já,“ sagði Ásgeir Jónsson.
Seðlabankinn Efnahagsmál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Vextir haldast óbreyttir en spennan fer minnkandi og verðbólguhorfur batna Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur ákveðið að halda vöxtum áfram óbreyttum í 9,25 prósent, sem er í samræmi við spár flestra greinenda og markaðsaðila, en í yfirlýsingu nefndarinnar er sagt að vísbendingar séu um að hraðar dragi úr vexti efnahagsumsvifa en áður var reiknað með. Háir vextir séu farnir að bíta sem endurspeglast í minnkandi spennu og batnandi verðbólguhorfum. 7. febrúar 2024 09:00 Mögulegt að boða til verkfalla á fimmtudag Friðarskylda á almennum vinnumarkaði rennur út á fimmtudag. Formaður VR segir augljóst að gripið verði til aðgerða nálgist Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld ekki breiðfylkingu verkalýðsfélaga við samningaborðið. Hugmynd formanns Starfsgreinasambandsins um engar launahækkanir á þessu ári dragi opinberir aðilar gjaldskrárhækkanir til baka hafi ekki verið rædd í innan breiðfylkingarinnar. 29. janúar 2024 12:13 Dapurlegt ef stjórnvöld ætla að draga í land í kjaraviðræðum vegna Grindavíkur Formaður VR segir dapurlegt ef stjórnvöld ætli að notfæra sér stöðuna í Grindavík til að draga í land með aðgerðir í tengslum við nýja kjarasamninga. Stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins virðist ekki hafa trú á að hægt sé að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ef Seðlabankinn hækki vexti í byrjun febrúar sé þátttöku verkalýðshreyfingarinnar í þessari tilraun lokið. 23. janúar 2024 11:46 Gleðilegt að verðbólga virðist hjaðna fyrr en spáð var Verðbólga er minni í desember en greiningardeildir bankanna gerðu ráð fyrir og mælist nú 7,7 prósent samkvæmt vísitölu Hagstofunnar. Hagfræðingur Landsbankans segir gleðiefni að verðbólgan virðist vera að hjaðna hraðar en spáð hafði verið. 21. desember 2023 11:27 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira
Vextir haldast óbreyttir en spennan fer minnkandi og verðbólguhorfur batna Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur ákveðið að halda vöxtum áfram óbreyttum í 9,25 prósent, sem er í samræmi við spár flestra greinenda og markaðsaðila, en í yfirlýsingu nefndarinnar er sagt að vísbendingar séu um að hraðar dragi úr vexti efnahagsumsvifa en áður var reiknað með. Háir vextir séu farnir að bíta sem endurspeglast í minnkandi spennu og batnandi verðbólguhorfum. 7. febrúar 2024 09:00
Mögulegt að boða til verkfalla á fimmtudag Friðarskylda á almennum vinnumarkaði rennur út á fimmtudag. Formaður VR segir augljóst að gripið verði til aðgerða nálgist Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld ekki breiðfylkingu verkalýðsfélaga við samningaborðið. Hugmynd formanns Starfsgreinasambandsins um engar launahækkanir á þessu ári dragi opinberir aðilar gjaldskrárhækkanir til baka hafi ekki verið rædd í innan breiðfylkingarinnar. 29. janúar 2024 12:13
Dapurlegt ef stjórnvöld ætla að draga í land í kjaraviðræðum vegna Grindavíkur Formaður VR segir dapurlegt ef stjórnvöld ætli að notfæra sér stöðuna í Grindavík til að draga í land með aðgerðir í tengslum við nýja kjarasamninga. Stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins virðist ekki hafa trú á að hægt sé að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ef Seðlabankinn hækki vexti í byrjun febrúar sé þátttöku verkalýðshreyfingarinnar í þessari tilraun lokið. 23. janúar 2024 11:46
Gleðilegt að verðbólga virðist hjaðna fyrr en spáð var Verðbólga er minni í desember en greiningardeildir bankanna gerðu ráð fyrir og mælist nú 7,7 prósent samkvæmt vísitölu Hagstofunnar. Hagfræðingur Landsbankans segir gleðiefni að verðbólgan virðist vera að hjaðna hraðar en spáð hafði verið. 21. desember 2023 11:27