Deila Palestínumanna og Ísraelsmanna – Heimurinn er ekki í svörtu og hvítu Hákon Þ. Sindrason skrifar 8. febrúar 2024 10:01 Höfundur sótti tilfinningaríkan fund í nóvember hjá Félaginu Íslandi-Palestínu í smekkfullu Háskólabíói. Margir góðir og hjartnæmir fyrirlestrar. Undirritaður hefur tamið sér að skoða málin og lesa um Ísrael og Palestínu frá báðum hliðum, ekki síst undanfarin ár, ásamt þremur heimsóknum til landanna. Í greininni verður meðal annars sagt frá 22 sögulegum staðreyndum. Þar bætir höfundur við eigin reynslu og ferðasögu, sem er meðal annars byggð á þriggja vikna ferð til landanna í september. Ég kom frá Ísrael og Palestínu átta dögum fyrir stríðið sem hófst 7. október. Nánari ferðasögu og ýmsan fróðleik má sjá á Facebook og Instagram-síðum fyrirtækis okkar VisitorsguideTravel. Þar að auki eru á ferðasíðunni upplýsingar og myndir frá sex vikna ferðalagi í október og nóvember í fyrra til Kákasuslandanna, þeirra á meðal sumpart öfga-kristnu feðraveldis landanna Armeníu og Georgíu. Hvernig byrjaði stríðið? Yfirstandandi stríð byrjaði á því að 1300 Hamas-liðar fóru yfir til byggða í suðurhluta Ísrael í nágrenni Gaza 7. október og myrtu (eða slátruðu mætti frekar segja) um 1200 manns, auk þess að særa yfir 3000. Af þessum fjölda voru 364 manns á tónleikahátíð sem var haldin skammt frá Gaza – þessa tónleikahátið hafði ég íhugað að fara á og hefði þar getað verið númer 365! Þeir sem voru drepnir og limlestir voru í nærliggjandi 10 bæjum, byggðum og samyrkjubúum. Margir voru drepnir á hrottafenginn hátt. Fólk var afhöfðað og brennt. Konum var nauðgað áður en þær voru drepnar. Barn var sett í bakaraofn. Gæludýr voru stráfelld. Teknir voru um 240 gíslar í innrásinni frá 43 þjóðlöndum. Þetta tóku palestínsku Hamas vígamennirnir (“frelsishetjurnar”) upp á myndbönd og hreyktu sér af. Þessu var streymt á samfélagsmiðlum. Jafnframt fagnaði almenningur á Gaza eins og um væri að ræða íþróttakappleik. Sama gerðu Palestínumenn, Arabar, múslimar og fleiri víða um veröld. Hryllingur, ekki satt? Gætir þú fagnað? Eða réttlætt þetta með einverju móti eða fundið samkennd með þessum mönnum? Myndir þú sætta þig við að dóttir þín, sonur eða systir hefði legið í valnum? – eða kannski ég?. Á fyrsta sólarhringnum skutu Hamasliðar hátt í 5000 eldflaugum á Ísrael og margar hittu í mark – og gera reyndar ennþá núna í jan-febrúar. Þar var tilgangurinn að drepa og valda skelfingu. Þá skiptir ekki máli hvort fyrir yrðu börn, konur, gamalmenni, ferðamenn, Arabar, Bedúínar, eða Drúsar. Þetta er aðalatriðið og mesta fjöldamorð á Gyðingum frá heimsstyrjöldinni síðari. Drepandi auk Ísraela, Tælendinga, Breta, Þjóðverja, Bandaríkjamenn, Indverja, Hollendinga og fólk frá fleiri þjóðlöndum. Og einn Íslendingur hefði getað legið í valnum eins og áður sagði – og kannski komið heim höfuðlaus. Um Hamas Hamas eru öfgasamtök sem hafa það á stefnuskránni að útrýma Ísraelsríki. Fjöldi dæma eru um aðrar öfgar svo sem að krefja konur til að hylja líkama sinn frá toppi til táar og dæma samkynhneigða til dauða. Þetta er talinn ólifnaður og skömm fyrir fjölskylduna, sem jafnvel tekur þátt í þessu. Dæmi eru til um það sama á Vesturbakkanum (Fatah), að þeir drepi sýna eigin “bræður”. Trú höfundar er sú að Jesús, Guð, Jave, Allah og Búdda elski samkynhneigða jafnmikið og aðra, ef eitthvað er meira, eins og þá undirokuðu. Þar mætti bæta við konum á Gaza, í Sádi-Arabíu, Íran, Armeníu (kristnir) og fleiri strangtrúðuðum og undirokuðum löndum. Í Ísrael var höfundur með einhvers konar beig í brjósti þar sem á þriðja degi ferðar minnar voru 50 ár liðin síðan Yom Kippur stríðinu lauk 1973, þegar Ísraelsmenn voru tekni í bólinu af herjum nokkurra Arabaríkja. Ég spurði meðal annars nokkra Ísraela hvort ekki væri einhver hátíð eða sérstakur viðbúnaður vegna þessara tímamóta? Mér fannst ég finna fyrir ótrúlega miklum slaka og andvaraleysi þá daga. Flestir bara ypptu öxlum, þeir yngstu sögðu bara, „Ha, hvaða stríð er nú það?“ Í yfirlitinu kemur höfundur líka inn á eldri voðaverk Ísraela (oftast herinn og þá í óþökk þorra almennings) eða bandamanna þeirra áður. Jafnframt vil ég taka það skýrt fram að ég er með þessum fróðleik ekki að mæla bót á harkalegum viðbrögðum Ísraela né í raun taka beina afstöðu. Öll dráp á fólki eru hræðileg, sama hverjir eiga í hlut. Það á enginn móðir skilið að fá son sinn eða dóttur til baka í líkkistu hvort sem um ræðir ísraelskar, arabískar, tælenskar, breskar eða indverskar mæður. Eitt sem einkennir öll þessi ríki í Miðausturlöndum og þótt víðar væri leitað er að karlmenn stýra þeim öllum! Höfundur er þess fullviss að ef konur stýrðu löndunum í ríkara mæli væri miklu minna um stríð og voðaverk og meira um frið og velferð fólksins. Sama má segja um fyrriheimsstyrjöldina, þar sem mis brjálaðir karlmenn voru alls staðar við völd. Ferðalög mín til Mið-Austurlanda Höfundur hefur þrisvar komið til Ísraels og Palestínu, það er að segja árin 2010, 2011 og 2023, auk Jórdaníu sömu ár. Þess utan fór ég til Egyptalands árin 2010 og 2023, en þar hófst umrædd þriggja vikna ferð mín. Árið 2011 fór ég hring, þar sem ég var um viku í Líbanon og fór meðal annars að landamærunum við Ísrael. Þaðan fór ég yfir til Sýrlands, þar sem ég kunni betur við mig og fann meiri heiðar- og hreinleika meðal fólksins. Þar dvaldi ég mest í Damaskus en fór í dagsferðir og heimsótti m.a. Gólan-hæðirnar Sýrlandsmegin og fyrstu kristnu kirkjuna í heiminum. Þaðan lá leiðin yfir til Jórdaníu í nokkra daga en svo til Palestínu og Ísraels. Að auki hef ég heimsótt fimm fleiri Arabalönd auk Tyrklands fjórum sinnum, og Indland og Indónesíu (og Bali) þrisvar. Indónesía er jafnframt fjölmennasta múslímaríki í heimi. Indónesar ekki síst þeir múslímisku eru jafnframt meðal allra besta fólks sem ég hef kynnst og að jafnaði heiðarlegri, hjálpsamari og guðhræddari en flestir sem ég hef kynnst á Vesturlöndum. Við þetta bætist lestur fjölmargra bóka þar sem höfundur hefur reynt að kynna sér málin frá báðum hliðum. Ég á vini og kunningja bæði í Ísrael og Palestínu. Ferðasöguna frá fyrstu ferðinni 2010 má lesa á einni af vefsíðum fyrirtækja okkar sjá hér Það er merkilegt hversu margslungnar skoðanir Íslendingar hafa á deilunni milli Ísraels og Palestínu. Hjá sumum er hún byggð á afar grunnri þekkingu. Oft grípur fólk til gífuryrða og leggst í skotgrafir. Þetta má sjá á fyrirsögnum svokallaðra meginstraumsmiðla, sem draga ýmist taum Ísraels eða Palestínumanna. Í ferðunum hefur höfundur oftast verið einn. Bæði hef ég gist hjá innfæddum í Ísrael og Palestínu (Betlehem), góðu fólki sem er mér kært, ekki síður Palestínumönnunum sem eru margir mjög hlýlegir. Ísraelarnir eru stundum seinteknari og meira á varðbergi, en miklu vestrænni og lýðræðislegri í hugsun. Þeir taka manni þó afar vel þegar þeir verða þess áskynja að maður þekki söguna og er ekki kominn með fyrirfram ákveðnar skoðanir til að dæma þá. Yfirlitið er með áherslu á fróðleik, ferðasögur og að sýna með ýmsum dæmum að deilan og sagan er ekki svört og hvít. Þetta er ekki grein um hinn góða og vonda í Palestínu og Ísrael. 1 Um 21% Ísraela eru Palestínumenn, um 2% svokallaðir Drúsar, og Bedúínar eru 1%. Þetta eru svokallaðir Ísraelskir Arabar. Gyðingar eru um 74%. Höfundur hefur tekið eftir að mjög margir vita þetta ekki, einkum þeir yngri, jafnvel miklir andstæðngar Ísraelsríkis. Lífskjör og tekjur þeirra eru þau bestu meðal Araba í Mið-Austurlöndum. Jafnframt er menntun þeirra miklu meiri en meðaltal Arabaþjóðana og reyndar Palestínumanna á Vesturbakkanum ívið meiri. Meðal Arabaríkjanna skora hæst hin auðugu Flóaríki, til dæmis Sádi-Arabía og Kúveit. 2 Um 5% Palestínumanna eru kristnir, en um 8% Palestínumanna á heimsvísu. Margir hafa því flust burtu og kristnir yfir höfuð í Mið-Austurlöndum svo sem Egyptar (Koptar), Assýringar og Líbanir. Mörg dæmi eru um ofsóknir og dráp, kveikt í kirkjum t.d. í Egyptalandi og kristnum fer alltaf fækkandi. Ástæður eru m.a. að margir kvarta yfir mismunun af hendi ráðandi múslima. Kristnir eiga líka að jafnaði færri börn en múslimar og leggja jafnframt meira upp úr því að mennta þau og þá ekki síst dæturnar. Á palestínsku svæðunum (Vesturbakkanum og Gaza) er fæðingartíðnin um það bil 3.5 börn á konu. 3 Gaza er ekki svæði sem er lokað í annan endann eins og oft er haldið fram. Það eru landamæri að Egyptalandi í syðri endann. Egyptaland eins og mörg önnur ríki lítur á Hamas sem öfgasamtök eða hryðjuverkasamtök, sem þurfi að halda í skefjum eins og ISIS og Bræðralagi múslima, systursamtökum þeirra í Egyptalandi. 4 Arabar sem ég hef hitt í Palestínu og í öðrum ríkjum Múslima eru oft mikið heilaþvegnir, sérstaklega þeir sem búa við einræði og litla menntun, svo sem í Sýrlandi og Indónesíu – og auðvitað á Gazasvæðinu undir Hamas. Þar fá þeir Gyðingahatur með móðurmjólkinni. Til dæmis er börnum kennt hvernig á að drepa “júðann” í barnatímum svo sem með hnífsstungu og í þá er innprentað gyðingahatur frá blautu barnsbeini. Já, ég hef séð þessa barnatíma. 5 Gyðingar hafa búið frá örófi alda búið á svæðinu að einhverju marki, en frá um 1880 hófu þeir að flytja í meira mæli til sinna gömlu heimkynna (upphaf síonismans). Það var einnig vegna Gyðingaofsókna víða, svo sem í Rússlandi – þar sem til dæmis sveitir Kósakka fóru um svæðin og drápu Gyðinga eða flæmdu burt. Dæmi um konu sem flutti vegna þessa er Golda Meir, fyrrum forsætisráðherra Ísraels úr Verkamannaflokknum. Ævisaga þessarar merku og menntuðu sósíalistakonu er með betri bókum sem undirritaður hef lesið. Á þeim tíma var landið undir stjórn Breta. Gyðingarnir keyptu upp land og oft það versta, sem þeir svo ræktuðu meðal annars með áveitukerfum. Þar settu þeir á stofn samyrkjubú, matvælaframleiðslu, smáiðnað og fleira. Þeir voru oft vel menntaðir í Evrópu, verkfræðingar, læknar og lögmenn meðan Arabarnir á svæðinu störfuðu aðallega við landbúnað. Smám saman eignuðust Gyðingarnir meira og meira land. Þetta land var nær undantekningarlaust keypt af Aröbum, oft ríkum landeigendum sem ekki bjuggu á svæðinu. Þegar fram liðu stundir réðu þeir Palestínumenn til starfa sem bættu lífskjör þeirra mikið. Mörg dæmi voru líka um að þeir hafi veitt íbúum í nærliggjandi byggðum læknisfræðiaðstoð. Sumir Palestínumenn voru þessu eðlilega andsnúnir að völd í landinu færðust yfir til Gyðinga. Því má bæta við að stór-múftinn yfir Jerúsalem, Amin al-Husseini, var í vinfengi og góðu sambandi við Adolf nokkurn H. og þeir hittust nokkrum sinnum vegna þess. Þeir áttu sameiginlegan óvin, hver skyldi það hafa verið? 6 Svokallaðir landnemar hafa sölsað undir sig land víða á Vesturbakkanum og reyndar keypt eitthvað. Slíku er höfundur mótfallinn - og sama hefur undirritaður fundið meðal margra Ísraela. Kannanir sýna að drúgur hluti Ísraelsmanna er alfarið á móti enda brot á alþjóðasamningum. Landnemarnir eru oft strangtrúaðir hvað varðar gyðingdóm, gamla testamentið og fleira. Enn meira – og etv. verra eru strangtrúaðir orthodox Gyðingar, með sínar löngu hár fléttur og svört jakkaföt og hatta. Margir þeirra gera ekki annað en að biðja og lesa Torah og eru jafnvel á framfærslu ríkisins og skattgreiðenda við þá iðju og undanskildir herskyldu. Þeir eiga að jafnaði mörg börn, jafnvel sex til átta. Mér stendur ákveðin stuggur af þeim og fæ einhverja óþægindatilfinningu stundum þegar mæti þeim. Þeir eru mjög fjölmennir í Jerúsalem. Því miður aukast áhrif orthadoxa, þar sem þeim fjölgar hlutfallslega meira en aðrir og stjórnmála flokkar þeirra eru með yfir 12% atkvæða. Og hluti af núverandi stjórn. Ég hef þrisvar lent í smá orðaskaki við þá, sem verður ekki rakið hér. Rett að geta þess að þeir eru oft lélegir í ensku eða tala enga og því til stundum til baka og / eða nenna ekki að spjalla við svona trúleysingja. 7 Vikjum nú að ferð minni árið 2010 og skoðum málið frá hinni hliðinni. Leigubílstjórinn sem ók mér út á flugvöll í Ísrael 2010 var sá eini herskái og sagði að Palestínumenn væru krabbameinið í Ísrael. Sá hafði barist á Gaza og hafði barist við skæruliða sem skutust á milli húsa með börn framan á sér. Skot á barn væri fréttaefni sagði hann. Þeirra trú er að þeir fara til himna ef þeir deyja píslavættisdauða. Þar muni þeir samrekkja 72 meyjum – sem gæti svo sem verið rétt, hvað veit ég um það. Flestir Gyðingar sem hef rætt í þessum þremur ferðum mínum taka ekki svona í árina og líta á mig með furðulegum svip ef ég segi eitthvað herskátt. Algengasta viðkvæðið er, “We just want peace and security.” Ég hef þó orðið var við talsverða vanþekkingu hjá mörgum Ísraelum þegar kemur að sögunni, ekki síst af ofbeldisverkum Ísraelshers. 8 Gyðingar í herskárri kantinum, í hreyfingunum Irgun og Stern, drápu fjölda breskra hermanna þegar þeir reyndu að hrekja Breta burt frá Palestínu fyrir 1948. Þeir sprengdu meðal annars upp hluta Davíðs-hótelsins í Jerúsalem. Ein af ástæðum þess að Gyðingar unnu stríðið 1948 var að þeir höfðu margir hverjir bardagareynslu úr heimsstyrjöldinni síðari sem andspyrnumenn, en einnig í rússneska, bandaríska og breska hernum. Þeir höfðu þjálfað sig fyrir átök sem voru hugsanlega í vændum. Þar munar líka um að mikill fjölda kvenna var þjálfaður og hafa þær upp frá því gengið í ísraelska varnarherinn, það munar heldur betur um minna þar. 9 Í fyrsta stríðinu árið 1948, skömmu eftir að Gyðingar lýstu yfir sjálfstæði, réðust herir fimm Arabaríkja á Ísrael. Nokkru áður en stríðið hófst hafði brotist út ófriður milli Ísraelsmanna og Palestínumanna. Dráp á báða bóga. Eitt versta tilfellið var þegar ein skæruliðahreyfing Ísraela myrti um 120 manns í þorpi einu, mest karlmenn og ráku svo íbúana á brott. Það vakti skelfingu víða meðal Palestínumanna og varð til þess að margir þeirra flúðu, þetta er smánarblettur á þeirri skæruliðahreyfingu. Aukreitis hvöttu Arabaríkin Palestínumenn, ekki síst Egyptaland, til að flýja heimkynni sín, þar sem þeir myndu vinna auðveldan sigur og að allir gætu snúið til baka að stríðinu loknu, eftir að Gyðingunum hafi verið útrýmt. Margir þessara Palestínumanna fluttu til Gaza. 10 Gyðingar voru reknir eða hröktust í stórum stíl frá múslimaríkjunum eftir að Arabaríkin fimm töpuðu stríðinu við Ísrael 1948 eða um 800-900 þúsund manns. Álíka eða rúmlega sá fjöldi Araba flutti frá Ísrael, en viti menn, Arabaríkin tóku þeim fæst fegins hendi. Sama gerðist 1967 (6 daga stríðið) og 1973 (Yom Kippur stríðið). Eigur Gyðingana voru nánast allar gerðar upptækar. 11 Í dag er herskylda í Ísrael, þrjú ár fyrir karlmenn en tvö ár fyrir kvenmenn. Það munar auðvitað mjög mikið um að hafa kvenmenn í hernum, algengur misskilningur er að þetta séu vígreifir krakkar sem læra að skjóta, drepa, slást og fleira. Ég myndi frekar lýsa mörgum þeirra sem óttalegum krakkagemlingum enda bara um 18 ára þegar þau byrja. Mjög mörg vinna á söfnum, almannaþjónustu, lögreglu eða sinna einhverskonar samfélagslegri ábyrgð. Það munar mikið um konurnar og þessir krakkar eru oft hin vingjarnlegustu þegar maður kemst inn fyrir alvarlega skelina. Enskan er ekki alltaf upp á það besta og þau því stundum feimin. 12 Engir þeirra Palestínumanna sem ég spurði í ferðinni nú líkt og áður, eflaust um þrjátíu manns, studdu Hamas né Fatah, fyrir utan einn „hófsaman“ stuðningsmann Fatah. Algeng viðkvæði voru, „Þeir stela mikið af peningum,“ eða „Þeir taka þróunarstyrkina okkar fyrir sig og sína og byggja glæsihýsi á Gaza eða í öðrum ríkjum.“ Nær engir Palestínumenn, Egyptar né Jórdanir sem ég ræddi við voru hrifnir af Bandaríkjamönnum og það sama má segja um langflesta Ísraelsmennina. Enda hafa þeir haukar ráðist inn í fjölda landa í Mið-Austurlöndum á þessari öld! Einungis einn af um það bil tíu Ísraelsmönnum sem ég ræddi við voru hrifnir af hinum spillta og oft öfgakennda Netanyahu eða Bíbí eins og hann er kallaður og sama sýna kannanir í Ísrael. Nokkrir minntust á að hann væri pottþétt á útleið fyrir næstu kosningar. Því spái ég líka og farið hefur fé betra, myndu sumir segja. 13 Arabar hafa drepið mun fleiri Palestínumenn en Ísraelsmenn höfðu drepið fyrir stríðið þann 7. október sem Hamas hóf. Í því samhengi má nefna Jórdanska borgarastríðið 1970-71, sem gat af sér samtökin Svarta september. Þá hafði Palestínu-frelsishreyfingin (PLO), undir forystu Yassers Arafat, reynt að ræna völdum í Jórdaníu. Jórdaníukonungurinn Hussein brást við með mikilli hörku. Um fjögur þúsund Palestínumenn voru drepnir og stór hluti þeirra sem lifðu af hraktist til Líbanon. Önnur dæmi um morð Araba á Palestínumönnum má finna í Sýrlandi, Írak og Kúveit. 14 Kristnir Líbanir, svokallaðir falangistar, réðust á flóttamannabúðir Palestínumanna í Beirút 1982. Þá var við stjórnvölinn Ariel nokkur Sharon herforingi, síðar forsætisráðherra í Ísrael. Þessir Palestínumenn komu flestir frá Jórdaníu. Skömmu áður hafði verið borgarastyrjöld í Líbanon þar sem kristnir, múslimar, drúsar o.fl. börðust um völdin í landinu. Palestínskir flóttamenn tóku þátt í því stríði. Meðal annars myrtu liðsmenn Fatah-hreyfingarinnar tæplega sex hundruð almenna borgara í kristna þorpinu Damour. Nokkrum árum síðar opnuðu kristnir Líbanir og ísraelski herinn flóttamannabúðir Palestínumanna í Sabra og Shatila. Þeir kristnu réðust inn og drápu þar um sjö hundruð manns. Ég var þess áskynja að þeir Ísraelsmenn sem ég tæpti á þekktu þetta lítið og hryllti við þegar ég sagði frá þessu. Mér er minnisstætt að hafa bæði ekið um og rölt um hverfi Hezbollah í Líbanon. Lungað af húsunum götuð með byssukúlum, fáir á ferli en þeir karlmenn sem ég mætti þokkalega vinalegir. Konurnar voru flestar í búrku, sem sagt huldar frá toppi til táar og því lítið um bros frá þeim. 15 Miðað við reynslu mína myndi ég lýsa hinum meðal-Ísraelsmanni sem kurteisum, mjög opnum fyrir að kynnast útlendingum, einkum Evrópumönnum. Einnig voru þeir furðu friðsamir, jafnaðarmannslegir og minna “aggressívir” en til dæmis höfundur og fleiri Íslendingar geta verið. Hér eru þó undanskildir margir landnemar og sumir rétttrúaðir Gyðingar sem ég hitti. Algeng spurning sem ég fæ á Íslandi og víðar vegna ferðalaga til Ísrael eða Arabaríkjanna er, “Vá, er öruggt að vera þarna? Varstu ekki hræddur?” Svar mitt er jafnan „Næturlíf Reykjavíkur er mun hættulegri staður.“ Þar hjálpar reyndar að ég reyni að klæða mig mjög hversdagslega, stundum jafnvel fátæklega og, ef ég get, í fatnað sem er ekki of frábrugðinn fatnaði innfæddra. Yfirbragð mitt dökknar eftir sól, meðal annars sökum ákveðins indverskt krydds í bland við norðlensk Melrakkasléttu-gen. Ferðalag í Ísrael er í raun ekki frábrugðið því að vera í Evrópu. Áreitið er miklu meira í Arabaríkjunum, að minnsta kosti á götum úti, einkum fyrir kvenmenn, sem margar kvarta mjög sárlega undan. Ástæðan er þó að mjög stórum hluta ákveðin neyð hjá fólki að eiga í sig og á. 16 Palestínumenn, ekki síst utan Palestínu, þykir mér yfirleitt hlýlegir og þeir taka manni vel. Sérstaklega ef þeir verða þess áskynja að maður þekkir söguna. Þeir eru oft leigubílstjórar í Betlehem, sem jafnframt er mikil ferðamannaborg. Þar býr líka hæst hlutfall kristinna Araba af öllum borgum á svæðinu, eða um 12% íbúa. 17 Það er (eða var fyrir stríð) almennt frekar lítið mál að flakka í Ísrael og Palestínu og fara um Vesturbakkann fyrir okkur forréttindapésana veifandi Evrópskum vegabréfum. En því miður er það almennt ekki raunin fyrir Palestínumenn á Vesturbakkanum. Ég varð aftur fyrir þeirri „lífsreynslu“ að fara frá Jerúsalem og yfir til Betlehem með rútu með Palestínumönnum og það tók sinn tíma og er efni í heilan kafla. Almennt eru ferðalög um svæðið þó miklu einfaldari og auðveldari en fólk heldur. Það hefur allt breyst núna eftir stríðið, þökk sé Hamas! 18 Gazasvæðið á eins og áður sagði landamæri að Egyptalandi. En Egyptar eru einkar tregir að hleypa Palestínumönnum þaðan. Ástæðan er meðal annars sú að þeir hafa mikinn var á gagnvart Hamas liðum En eru þeir almennt öfgasinnaðir íslamistar og hafa, eins og áður kom fram, tengsl við Bræðralag múslima sem starfar í Egyptalandi og víðar. Það eru samtök sem núverandi stjórn í Egyptalandi og fyrirrennarar hennar vildu knésetja. Þess utan höfðu um 20.000 Palestínumanna frá Gaza vinnu í Ísrael. 19 Árið 2005 yfirgáfu Ísraelsmenn yfirgáfu Gazasvæðið í samræmi við kvaðir Oslóarsamningana. Þeir skildu eftir mjög mikið af verðmætum. Mikið af þeim atvinnuskapandi. Þar má nefna gróðurhús, smáiðnað og þjónustustörf. Það fyrsta sem liðsmenn Hamas gerðu var að fara á svæðið og brjóta og bramla þetta allt, þannig að ekkert varð eftir til að búa til tekjur, atvinnu eða verðmæti. Var Hamas að hugsa um fólkið á Gaza hér? Jafnframt hófu þeir frá 2006 að skjóta eldflaugum á Ísrael. 20 Gyðingar eru menntaðasti trúarhópur í heimi en kristnir eru í öðru sæti einkum mótmælendur, bronsið verma Búddatrúar. Kvenmenn hafa í ríkasta mæli notið menntunar meðal Gyðinga í gegnum aldirnar, sem höfundur styður fullkomlega. Um 21% Nóbelsverðlaunahafa eru Gyðingar, þó þeir séu aðeins 0,2% af íbúum heimsins. Þannig eru þeir rúmlega 100 sinnum líklegri en aðrir til að vera Nóbelsverðlaunahafar. Heildarfjöldi Gyðinga er aðeins um 16,5 milljónir. Flestir þeirra búa í Ísrael eða rúmlega 7 milljónir. Þannig búa um tvöfalt fleiri utan þess, flestir í Bandaríkjunum eða um 6 milljónir. Til samanburðar er fjöldi kristinna í heiminum um 2,4 milljarðar eða tæp 32% jarðarbúa og múslima 1.8 milljarðar eða tæp 24%. Trú Gyðinga er um 3000 ára gömul, kristinna 2000 ára en múslima 1400 ára. Þessi trúarbrögð innihalda herskáar kennisetningar, en boða einnig frið. Kristnin boðar fyrirgefninguna og að rétta skuli fram hinn vangann. Kristnir menn fara reyndar mismikið eftir þessu. Þar hjálpar ekki til í þessu sambandi að misvitrir aðilar innan skóla- og menntakerfisins á Íslandi hafi tekið fyrir kristinfræðikennslu í grunnskólum. 21 Á flakki mínu milli landamæranna við Jórdaníu og Egyptaland, auk innanlandsflugs, lenti höfundur í ýmsu, einkum í fyrstu ferðinni. Ég þótti mjög grunsamlegur eftir að hafa flakkað þrisvar milli landamæra. Lokahnykkurinn í ferðinni 2011 var að ísraelskir landamæraverðir og Mossad yfirheyrðu mig í um einn og hálfan klukkutíma fyrir heimflug, með ýmis konar spurningum og gagnspurningum. Ég hafði lent í því sama í nokkur skipti þegar ég fór yfir til Jórdaníu, en meira þó í þau þrjú skipti sem ég fór til eða frá Egyptalandi. Þar var ég yfirleitt yfirheyrður fyrst af stúlku(m) sem eru síðan yfir yngri piltum. Ég reiddist fyrst lítillega við verðina, og sagði að þeir væru að atast í merkilegum manni og Íslendingi að auki. Þess utan að ég gæfi út Visitorsguide-ferðabækur og gæti gefið þeim slæma umsögn. En svo róaðist ég niður og byrjaði að nýta tímann til líkamsæfinga svo sem armbeygja og magaæfinga. Eftir miklar yfirheyrslur og gagnspurningar, var svo einstaklega faglegur og kurteis foringi sem leiddi mig inn sem síðasta mann í flugvélina. Það rann af mér reiðin þegar hann útskýrði hvers vegna þeir hefðu yfirheyrt mig svona lengi, en það sem var grunsamlegast var að i) hvorki útlit mitt né yfirbragð væri hefðbundið íslenskt, ii) búnaðurinn sem ég var með, til dæmis hnífar, upptökutæki, arabaklútar, bangsar frá Egyptalandi og fleira, iii) hve mikið ég hefði flakkað milli landamæra í ferðinni vakti miklar grunsemdir og fjöldi landa sem ég hefði heimsótt, iv) að ég hefði á milli yfirheyrslna verið að gera líkamsæfingar og verið ansi afkastamikill þar, v) toppurinn var að ég liti út fyrir að vera tíu árum yngri en ég er. Það kitlaði hégómagirnina og ég fór glaður inn í vélina án bangsans fyrir einkadóttur mína, sem þeir sögðu mér að gæti innihaldið sprengju. Við heimkomu þegar ég lagði spilin á borðin hjá minni fyrrverandi og ungviði og skoðaði gaumgæfilega það sem var í lið ii). Vá, Þennan mann hefði ég skoðað algerlega til hlítar! 22 Að lokum má nefna að höfundur kann yfirleitt betur við Gyðinga ættaða frá Afríku og Arabalöndum, svo kallaða Mizrahi-Gyðinga. Þeir eru hlýlegri en Evrópsku Askenasí-Gyðingarnir, sem eru að jafnaðri fjáðari og betur menntaðir og sumir hrokafyllri. Flestir strangtrúaðir eru Askenasí-Gyðingar. Þeir höfðu að auki eftir seinni heimsstyrjöld meiri hernaðarreynslu en þeir fyrrnefndu. Mér þykir Gyðingar ættaðir frá Marokkó og Jemen yfirleitt vinalegastir og fegurstir. Dömurnar með sinn krullaða, brúna makka og oft hlýlegt fas. Og það er oft ógjörningur að vita hvort þar er um að ræða Ísraela eða Araba. Lesandinn vill kannski eftir lesturinn vita hvort höfundur sé á bandi Ísrael eða Palestínumanna? Stutta svarið er að þetta er ekki svart og hvítt. Öll stríð og tilheyrandi dauðsföll eru hræðileg, einkum þegar saklausir borgarar eiga í hlut. En án almenns lýðræðis og mannréttinda getur höfundur ekki verið. Jafnframt hefur það áhrif að eiga dóttur að ég get ég ekki hugsað mér að búa í landi þar sem konur eru ekki jafningjar karlmanna. Né þar þar sem samkynhneigðir eru fangelsaðir eða drepnir. Höfundur hefur ekkert á móti flóttamönnum sem koma til íslands. Jafnframt er þó mikilvægt að leiðrétta kynjahallann, þar sem miklu fleiri karlmenn koma. Einstæðar konur frá múslimaríkjum eru fágætar, til dæmis. Mér þætti eðlilegra að sumum palestínskum piltum (já, ég hef hitt stuðningsmenn Hamas á íslandi), væri boðin vist í hinum ríku Arabaríkjum svo sem Saudi, Kuwait, Qatar eða jafnvel bestu vinum Hamas í Íran. Höfundur er rekstrarhagfræðingur og framkvæmdastjóri Netið ráðgjafar, Visitorsguidetravel og Veitingastadir.is. Jafnframt mikill áhugamaður um ferðalög, sagnfræði og heimsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Höfundur sótti tilfinningaríkan fund í nóvember hjá Félaginu Íslandi-Palestínu í smekkfullu Háskólabíói. Margir góðir og hjartnæmir fyrirlestrar. Undirritaður hefur tamið sér að skoða málin og lesa um Ísrael og Palestínu frá báðum hliðum, ekki síst undanfarin ár, ásamt þremur heimsóknum til landanna. Í greininni verður meðal annars sagt frá 22 sögulegum staðreyndum. Þar bætir höfundur við eigin reynslu og ferðasögu, sem er meðal annars byggð á þriggja vikna ferð til landanna í september. Ég kom frá Ísrael og Palestínu átta dögum fyrir stríðið sem hófst 7. október. Nánari ferðasögu og ýmsan fróðleik má sjá á Facebook og Instagram-síðum fyrirtækis okkar VisitorsguideTravel. Þar að auki eru á ferðasíðunni upplýsingar og myndir frá sex vikna ferðalagi í október og nóvember í fyrra til Kákasuslandanna, þeirra á meðal sumpart öfga-kristnu feðraveldis landanna Armeníu og Georgíu. Hvernig byrjaði stríðið? Yfirstandandi stríð byrjaði á því að 1300 Hamas-liðar fóru yfir til byggða í suðurhluta Ísrael í nágrenni Gaza 7. október og myrtu (eða slátruðu mætti frekar segja) um 1200 manns, auk þess að særa yfir 3000. Af þessum fjölda voru 364 manns á tónleikahátíð sem var haldin skammt frá Gaza – þessa tónleikahátið hafði ég íhugað að fara á og hefði þar getað verið númer 365! Þeir sem voru drepnir og limlestir voru í nærliggjandi 10 bæjum, byggðum og samyrkjubúum. Margir voru drepnir á hrottafenginn hátt. Fólk var afhöfðað og brennt. Konum var nauðgað áður en þær voru drepnar. Barn var sett í bakaraofn. Gæludýr voru stráfelld. Teknir voru um 240 gíslar í innrásinni frá 43 þjóðlöndum. Þetta tóku palestínsku Hamas vígamennirnir (“frelsishetjurnar”) upp á myndbönd og hreyktu sér af. Þessu var streymt á samfélagsmiðlum. Jafnframt fagnaði almenningur á Gaza eins og um væri að ræða íþróttakappleik. Sama gerðu Palestínumenn, Arabar, múslimar og fleiri víða um veröld. Hryllingur, ekki satt? Gætir þú fagnað? Eða réttlætt þetta með einverju móti eða fundið samkennd með þessum mönnum? Myndir þú sætta þig við að dóttir þín, sonur eða systir hefði legið í valnum? – eða kannski ég?. Á fyrsta sólarhringnum skutu Hamasliðar hátt í 5000 eldflaugum á Ísrael og margar hittu í mark – og gera reyndar ennþá núna í jan-febrúar. Þar var tilgangurinn að drepa og valda skelfingu. Þá skiptir ekki máli hvort fyrir yrðu börn, konur, gamalmenni, ferðamenn, Arabar, Bedúínar, eða Drúsar. Þetta er aðalatriðið og mesta fjöldamorð á Gyðingum frá heimsstyrjöldinni síðari. Drepandi auk Ísraela, Tælendinga, Breta, Þjóðverja, Bandaríkjamenn, Indverja, Hollendinga og fólk frá fleiri þjóðlöndum. Og einn Íslendingur hefði getað legið í valnum eins og áður sagði – og kannski komið heim höfuðlaus. Um Hamas Hamas eru öfgasamtök sem hafa það á stefnuskránni að útrýma Ísraelsríki. Fjöldi dæma eru um aðrar öfgar svo sem að krefja konur til að hylja líkama sinn frá toppi til táar og dæma samkynhneigða til dauða. Þetta er talinn ólifnaður og skömm fyrir fjölskylduna, sem jafnvel tekur þátt í þessu. Dæmi eru til um það sama á Vesturbakkanum (Fatah), að þeir drepi sýna eigin “bræður”. Trú höfundar er sú að Jesús, Guð, Jave, Allah og Búdda elski samkynhneigða jafnmikið og aðra, ef eitthvað er meira, eins og þá undirokuðu. Þar mætti bæta við konum á Gaza, í Sádi-Arabíu, Íran, Armeníu (kristnir) og fleiri strangtrúðuðum og undirokuðum löndum. Í Ísrael var höfundur með einhvers konar beig í brjósti þar sem á þriðja degi ferðar minnar voru 50 ár liðin síðan Yom Kippur stríðinu lauk 1973, þegar Ísraelsmenn voru tekni í bólinu af herjum nokkurra Arabaríkja. Ég spurði meðal annars nokkra Ísraela hvort ekki væri einhver hátíð eða sérstakur viðbúnaður vegna þessara tímamóta? Mér fannst ég finna fyrir ótrúlega miklum slaka og andvaraleysi þá daga. Flestir bara ypptu öxlum, þeir yngstu sögðu bara, „Ha, hvaða stríð er nú það?“ Í yfirlitinu kemur höfundur líka inn á eldri voðaverk Ísraela (oftast herinn og þá í óþökk þorra almennings) eða bandamanna þeirra áður. Jafnframt vil ég taka það skýrt fram að ég er með þessum fróðleik ekki að mæla bót á harkalegum viðbrögðum Ísraela né í raun taka beina afstöðu. Öll dráp á fólki eru hræðileg, sama hverjir eiga í hlut. Það á enginn móðir skilið að fá son sinn eða dóttur til baka í líkkistu hvort sem um ræðir ísraelskar, arabískar, tælenskar, breskar eða indverskar mæður. Eitt sem einkennir öll þessi ríki í Miðausturlöndum og þótt víðar væri leitað er að karlmenn stýra þeim öllum! Höfundur er þess fullviss að ef konur stýrðu löndunum í ríkara mæli væri miklu minna um stríð og voðaverk og meira um frið og velferð fólksins. Sama má segja um fyrriheimsstyrjöldina, þar sem mis brjálaðir karlmenn voru alls staðar við völd. Ferðalög mín til Mið-Austurlanda Höfundur hefur þrisvar komið til Ísraels og Palestínu, það er að segja árin 2010, 2011 og 2023, auk Jórdaníu sömu ár. Þess utan fór ég til Egyptalands árin 2010 og 2023, en þar hófst umrædd þriggja vikna ferð mín. Árið 2011 fór ég hring, þar sem ég var um viku í Líbanon og fór meðal annars að landamærunum við Ísrael. Þaðan fór ég yfir til Sýrlands, þar sem ég kunni betur við mig og fann meiri heiðar- og hreinleika meðal fólksins. Þar dvaldi ég mest í Damaskus en fór í dagsferðir og heimsótti m.a. Gólan-hæðirnar Sýrlandsmegin og fyrstu kristnu kirkjuna í heiminum. Þaðan lá leiðin yfir til Jórdaníu í nokkra daga en svo til Palestínu og Ísraels. Að auki hef ég heimsótt fimm fleiri Arabalönd auk Tyrklands fjórum sinnum, og Indland og Indónesíu (og Bali) þrisvar. Indónesía er jafnframt fjölmennasta múslímaríki í heimi. Indónesar ekki síst þeir múslímisku eru jafnframt meðal allra besta fólks sem ég hef kynnst og að jafnaði heiðarlegri, hjálpsamari og guðhræddari en flestir sem ég hef kynnst á Vesturlöndum. Við þetta bætist lestur fjölmargra bóka þar sem höfundur hefur reynt að kynna sér málin frá báðum hliðum. Ég á vini og kunningja bæði í Ísrael og Palestínu. Ferðasöguna frá fyrstu ferðinni 2010 má lesa á einni af vefsíðum fyrirtækja okkar sjá hér Það er merkilegt hversu margslungnar skoðanir Íslendingar hafa á deilunni milli Ísraels og Palestínu. Hjá sumum er hún byggð á afar grunnri þekkingu. Oft grípur fólk til gífuryrða og leggst í skotgrafir. Þetta má sjá á fyrirsögnum svokallaðra meginstraumsmiðla, sem draga ýmist taum Ísraels eða Palestínumanna. Í ferðunum hefur höfundur oftast verið einn. Bæði hef ég gist hjá innfæddum í Ísrael og Palestínu (Betlehem), góðu fólki sem er mér kært, ekki síður Palestínumönnunum sem eru margir mjög hlýlegir. Ísraelarnir eru stundum seinteknari og meira á varðbergi, en miklu vestrænni og lýðræðislegri í hugsun. Þeir taka manni þó afar vel þegar þeir verða þess áskynja að maður þekki söguna og er ekki kominn með fyrirfram ákveðnar skoðanir til að dæma þá. Yfirlitið er með áherslu á fróðleik, ferðasögur og að sýna með ýmsum dæmum að deilan og sagan er ekki svört og hvít. Þetta er ekki grein um hinn góða og vonda í Palestínu og Ísrael. 1 Um 21% Ísraela eru Palestínumenn, um 2% svokallaðir Drúsar, og Bedúínar eru 1%. Þetta eru svokallaðir Ísraelskir Arabar. Gyðingar eru um 74%. Höfundur hefur tekið eftir að mjög margir vita þetta ekki, einkum þeir yngri, jafnvel miklir andstæðngar Ísraelsríkis. Lífskjör og tekjur þeirra eru þau bestu meðal Araba í Mið-Austurlöndum. Jafnframt er menntun þeirra miklu meiri en meðaltal Arabaþjóðana og reyndar Palestínumanna á Vesturbakkanum ívið meiri. Meðal Arabaríkjanna skora hæst hin auðugu Flóaríki, til dæmis Sádi-Arabía og Kúveit. 2 Um 5% Palestínumanna eru kristnir, en um 8% Palestínumanna á heimsvísu. Margir hafa því flust burtu og kristnir yfir höfuð í Mið-Austurlöndum svo sem Egyptar (Koptar), Assýringar og Líbanir. Mörg dæmi eru um ofsóknir og dráp, kveikt í kirkjum t.d. í Egyptalandi og kristnum fer alltaf fækkandi. Ástæður eru m.a. að margir kvarta yfir mismunun af hendi ráðandi múslima. Kristnir eiga líka að jafnaði færri börn en múslimar og leggja jafnframt meira upp úr því að mennta þau og þá ekki síst dæturnar. Á palestínsku svæðunum (Vesturbakkanum og Gaza) er fæðingartíðnin um það bil 3.5 börn á konu. 3 Gaza er ekki svæði sem er lokað í annan endann eins og oft er haldið fram. Það eru landamæri að Egyptalandi í syðri endann. Egyptaland eins og mörg önnur ríki lítur á Hamas sem öfgasamtök eða hryðjuverkasamtök, sem þurfi að halda í skefjum eins og ISIS og Bræðralagi múslima, systursamtökum þeirra í Egyptalandi. 4 Arabar sem ég hef hitt í Palestínu og í öðrum ríkjum Múslima eru oft mikið heilaþvegnir, sérstaklega þeir sem búa við einræði og litla menntun, svo sem í Sýrlandi og Indónesíu – og auðvitað á Gazasvæðinu undir Hamas. Þar fá þeir Gyðingahatur með móðurmjólkinni. Til dæmis er börnum kennt hvernig á að drepa “júðann” í barnatímum svo sem með hnífsstungu og í þá er innprentað gyðingahatur frá blautu barnsbeini. Já, ég hef séð þessa barnatíma. 5 Gyðingar hafa búið frá örófi alda búið á svæðinu að einhverju marki, en frá um 1880 hófu þeir að flytja í meira mæli til sinna gömlu heimkynna (upphaf síonismans). Það var einnig vegna Gyðingaofsókna víða, svo sem í Rússlandi – þar sem til dæmis sveitir Kósakka fóru um svæðin og drápu Gyðinga eða flæmdu burt. Dæmi um konu sem flutti vegna þessa er Golda Meir, fyrrum forsætisráðherra Ísraels úr Verkamannaflokknum. Ævisaga þessarar merku og menntuðu sósíalistakonu er með betri bókum sem undirritaður hef lesið. Á þeim tíma var landið undir stjórn Breta. Gyðingarnir keyptu upp land og oft það versta, sem þeir svo ræktuðu meðal annars með áveitukerfum. Þar settu þeir á stofn samyrkjubú, matvælaframleiðslu, smáiðnað og fleira. Þeir voru oft vel menntaðir í Evrópu, verkfræðingar, læknar og lögmenn meðan Arabarnir á svæðinu störfuðu aðallega við landbúnað. Smám saman eignuðust Gyðingarnir meira og meira land. Þetta land var nær undantekningarlaust keypt af Aröbum, oft ríkum landeigendum sem ekki bjuggu á svæðinu. Þegar fram liðu stundir réðu þeir Palestínumenn til starfa sem bættu lífskjör þeirra mikið. Mörg dæmi voru líka um að þeir hafi veitt íbúum í nærliggjandi byggðum læknisfræðiaðstoð. Sumir Palestínumenn voru þessu eðlilega andsnúnir að völd í landinu færðust yfir til Gyðinga. Því má bæta við að stór-múftinn yfir Jerúsalem, Amin al-Husseini, var í vinfengi og góðu sambandi við Adolf nokkurn H. og þeir hittust nokkrum sinnum vegna þess. Þeir áttu sameiginlegan óvin, hver skyldi það hafa verið? 6 Svokallaðir landnemar hafa sölsað undir sig land víða á Vesturbakkanum og reyndar keypt eitthvað. Slíku er höfundur mótfallinn - og sama hefur undirritaður fundið meðal margra Ísraela. Kannanir sýna að drúgur hluti Ísraelsmanna er alfarið á móti enda brot á alþjóðasamningum. Landnemarnir eru oft strangtrúaðir hvað varðar gyðingdóm, gamla testamentið og fleira. Enn meira – og etv. verra eru strangtrúaðir orthodox Gyðingar, með sínar löngu hár fléttur og svört jakkaföt og hatta. Margir þeirra gera ekki annað en að biðja og lesa Torah og eru jafnvel á framfærslu ríkisins og skattgreiðenda við þá iðju og undanskildir herskyldu. Þeir eiga að jafnaði mörg börn, jafnvel sex til átta. Mér stendur ákveðin stuggur af þeim og fæ einhverja óþægindatilfinningu stundum þegar mæti þeim. Þeir eru mjög fjölmennir í Jerúsalem. Því miður aukast áhrif orthadoxa, þar sem þeim fjölgar hlutfallslega meira en aðrir og stjórnmála flokkar þeirra eru með yfir 12% atkvæða. Og hluti af núverandi stjórn. Ég hef þrisvar lent í smá orðaskaki við þá, sem verður ekki rakið hér. Rett að geta þess að þeir eru oft lélegir í ensku eða tala enga og því til stundum til baka og / eða nenna ekki að spjalla við svona trúleysingja. 7 Vikjum nú að ferð minni árið 2010 og skoðum málið frá hinni hliðinni. Leigubílstjórinn sem ók mér út á flugvöll í Ísrael 2010 var sá eini herskái og sagði að Palestínumenn væru krabbameinið í Ísrael. Sá hafði barist á Gaza og hafði barist við skæruliða sem skutust á milli húsa með börn framan á sér. Skot á barn væri fréttaefni sagði hann. Þeirra trú er að þeir fara til himna ef þeir deyja píslavættisdauða. Þar muni þeir samrekkja 72 meyjum – sem gæti svo sem verið rétt, hvað veit ég um það. Flestir Gyðingar sem hef rætt í þessum þremur ferðum mínum taka ekki svona í árina og líta á mig með furðulegum svip ef ég segi eitthvað herskátt. Algengasta viðkvæðið er, “We just want peace and security.” Ég hef þó orðið var við talsverða vanþekkingu hjá mörgum Ísraelum þegar kemur að sögunni, ekki síst af ofbeldisverkum Ísraelshers. 8 Gyðingar í herskárri kantinum, í hreyfingunum Irgun og Stern, drápu fjölda breskra hermanna þegar þeir reyndu að hrekja Breta burt frá Palestínu fyrir 1948. Þeir sprengdu meðal annars upp hluta Davíðs-hótelsins í Jerúsalem. Ein af ástæðum þess að Gyðingar unnu stríðið 1948 var að þeir höfðu margir hverjir bardagareynslu úr heimsstyrjöldinni síðari sem andspyrnumenn, en einnig í rússneska, bandaríska og breska hernum. Þeir höfðu þjálfað sig fyrir átök sem voru hugsanlega í vændum. Þar munar líka um að mikill fjölda kvenna var þjálfaður og hafa þær upp frá því gengið í ísraelska varnarherinn, það munar heldur betur um minna þar. 9 Í fyrsta stríðinu árið 1948, skömmu eftir að Gyðingar lýstu yfir sjálfstæði, réðust herir fimm Arabaríkja á Ísrael. Nokkru áður en stríðið hófst hafði brotist út ófriður milli Ísraelsmanna og Palestínumanna. Dráp á báða bóga. Eitt versta tilfellið var þegar ein skæruliðahreyfing Ísraela myrti um 120 manns í þorpi einu, mest karlmenn og ráku svo íbúana á brott. Það vakti skelfingu víða meðal Palestínumanna og varð til þess að margir þeirra flúðu, þetta er smánarblettur á þeirri skæruliðahreyfingu. Aukreitis hvöttu Arabaríkin Palestínumenn, ekki síst Egyptaland, til að flýja heimkynni sín, þar sem þeir myndu vinna auðveldan sigur og að allir gætu snúið til baka að stríðinu loknu, eftir að Gyðingunum hafi verið útrýmt. Margir þessara Palestínumanna fluttu til Gaza. 10 Gyðingar voru reknir eða hröktust í stórum stíl frá múslimaríkjunum eftir að Arabaríkin fimm töpuðu stríðinu við Ísrael 1948 eða um 800-900 þúsund manns. Álíka eða rúmlega sá fjöldi Araba flutti frá Ísrael, en viti menn, Arabaríkin tóku þeim fæst fegins hendi. Sama gerðist 1967 (6 daga stríðið) og 1973 (Yom Kippur stríðið). Eigur Gyðingana voru nánast allar gerðar upptækar. 11 Í dag er herskylda í Ísrael, þrjú ár fyrir karlmenn en tvö ár fyrir kvenmenn. Það munar auðvitað mjög mikið um að hafa kvenmenn í hernum, algengur misskilningur er að þetta séu vígreifir krakkar sem læra að skjóta, drepa, slást og fleira. Ég myndi frekar lýsa mörgum þeirra sem óttalegum krakkagemlingum enda bara um 18 ára þegar þau byrja. Mjög mörg vinna á söfnum, almannaþjónustu, lögreglu eða sinna einhverskonar samfélagslegri ábyrgð. Það munar mikið um konurnar og þessir krakkar eru oft hin vingjarnlegustu þegar maður kemst inn fyrir alvarlega skelina. Enskan er ekki alltaf upp á það besta og þau því stundum feimin. 12 Engir þeirra Palestínumanna sem ég spurði í ferðinni nú líkt og áður, eflaust um þrjátíu manns, studdu Hamas né Fatah, fyrir utan einn „hófsaman“ stuðningsmann Fatah. Algeng viðkvæði voru, „Þeir stela mikið af peningum,“ eða „Þeir taka þróunarstyrkina okkar fyrir sig og sína og byggja glæsihýsi á Gaza eða í öðrum ríkjum.“ Nær engir Palestínumenn, Egyptar né Jórdanir sem ég ræddi við voru hrifnir af Bandaríkjamönnum og það sama má segja um langflesta Ísraelsmennina. Enda hafa þeir haukar ráðist inn í fjölda landa í Mið-Austurlöndum á þessari öld! Einungis einn af um það bil tíu Ísraelsmönnum sem ég ræddi við voru hrifnir af hinum spillta og oft öfgakennda Netanyahu eða Bíbí eins og hann er kallaður og sama sýna kannanir í Ísrael. Nokkrir minntust á að hann væri pottþétt á útleið fyrir næstu kosningar. Því spái ég líka og farið hefur fé betra, myndu sumir segja. 13 Arabar hafa drepið mun fleiri Palestínumenn en Ísraelsmenn höfðu drepið fyrir stríðið þann 7. október sem Hamas hóf. Í því samhengi má nefna Jórdanska borgarastríðið 1970-71, sem gat af sér samtökin Svarta september. Þá hafði Palestínu-frelsishreyfingin (PLO), undir forystu Yassers Arafat, reynt að ræna völdum í Jórdaníu. Jórdaníukonungurinn Hussein brást við með mikilli hörku. Um fjögur þúsund Palestínumenn voru drepnir og stór hluti þeirra sem lifðu af hraktist til Líbanon. Önnur dæmi um morð Araba á Palestínumönnum má finna í Sýrlandi, Írak og Kúveit. 14 Kristnir Líbanir, svokallaðir falangistar, réðust á flóttamannabúðir Palestínumanna í Beirút 1982. Þá var við stjórnvölinn Ariel nokkur Sharon herforingi, síðar forsætisráðherra í Ísrael. Þessir Palestínumenn komu flestir frá Jórdaníu. Skömmu áður hafði verið borgarastyrjöld í Líbanon þar sem kristnir, múslimar, drúsar o.fl. börðust um völdin í landinu. Palestínskir flóttamenn tóku þátt í því stríði. Meðal annars myrtu liðsmenn Fatah-hreyfingarinnar tæplega sex hundruð almenna borgara í kristna þorpinu Damour. Nokkrum árum síðar opnuðu kristnir Líbanir og ísraelski herinn flóttamannabúðir Palestínumanna í Sabra og Shatila. Þeir kristnu réðust inn og drápu þar um sjö hundruð manns. Ég var þess áskynja að þeir Ísraelsmenn sem ég tæpti á þekktu þetta lítið og hryllti við þegar ég sagði frá þessu. Mér er minnisstætt að hafa bæði ekið um og rölt um hverfi Hezbollah í Líbanon. Lungað af húsunum götuð með byssukúlum, fáir á ferli en þeir karlmenn sem ég mætti þokkalega vinalegir. Konurnar voru flestar í búrku, sem sagt huldar frá toppi til táar og því lítið um bros frá þeim. 15 Miðað við reynslu mína myndi ég lýsa hinum meðal-Ísraelsmanni sem kurteisum, mjög opnum fyrir að kynnast útlendingum, einkum Evrópumönnum. Einnig voru þeir furðu friðsamir, jafnaðarmannslegir og minna “aggressívir” en til dæmis höfundur og fleiri Íslendingar geta verið. Hér eru þó undanskildir margir landnemar og sumir rétttrúaðir Gyðingar sem ég hitti. Algeng spurning sem ég fæ á Íslandi og víðar vegna ferðalaga til Ísrael eða Arabaríkjanna er, “Vá, er öruggt að vera þarna? Varstu ekki hræddur?” Svar mitt er jafnan „Næturlíf Reykjavíkur er mun hættulegri staður.“ Þar hjálpar reyndar að ég reyni að klæða mig mjög hversdagslega, stundum jafnvel fátæklega og, ef ég get, í fatnað sem er ekki of frábrugðinn fatnaði innfæddra. Yfirbragð mitt dökknar eftir sól, meðal annars sökum ákveðins indverskt krydds í bland við norðlensk Melrakkasléttu-gen. Ferðalag í Ísrael er í raun ekki frábrugðið því að vera í Evrópu. Áreitið er miklu meira í Arabaríkjunum, að minnsta kosti á götum úti, einkum fyrir kvenmenn, sem margar kvarta mjög sárlega undan. Ástæðan er þó að mjög stórum hluta ákveðin neyð hjá fólki að eiga í sig og á. 16 Palestínumenn, ekki síst utan Palestínu, þykir mér yfirleitt hlýlegir og þeir taka manni vel. Sérstaklega ef þeir verða þess áskynja að maður þekkir söguna. Þeir eru oft leigubílstjórar í Betlehem, sem jafnframt er mikil ferðamannaborg. Þar býr líka hæst hlutfall kristinna Araba af öllum borgum á svæðinu, eða um 12% íbúa. 17 Það er (eða var fyrir stríð) almennt frekar lítið mál að flakka í Ísrael og Palestínu og fara um Vesturbakkann fyrir okkur forréttindapésana veifandi Evrópskum vegabréfum. En því miður er það almennt ekki raunin fyrir Palestínumenn á Vesturbakkanum. Ég varð aftur fyrir þeirri „lífsreynslu“ að fara frá Jerúsalem og yfir til Betlehem með rútu með Palestínumönnum og það tók sinn tíma og er efni í heilan kafla. Almennt eru ferðalög um svæðið þó miklu einfaldari og auðveldari en fólk heldur. Það hefur allt breyst núna eftir stríðið, þökk sé Hamas! 18 Gazasvæðið á eins og áður sagði landamæri að Egyptalandi. En Egyptar eru einkar tregir að hleypa Palestínumönnum þaðan. Ástæðan er meðal annars sú að þeir hafa mikinn var á gagnvart Hamas liðum En eru þeir almennt öfgasinnaðir íslamistar og hafa, eins og áður kom fram, tengsl við Bræðralag múslima sem starfar í Egyptalandi og víðar. Það eru samtök sem núverandi stjórn í Egyptalandi og fyrirrennarar hennar vildu knésetja. Þess utan höfðu um 20.000 Palestínumanna frá Gaza vinnu í Ísrael. 19 Árið 2005 yfirgáfu Ísraelsmenn yfirgáfu Gazasvæðið í samræmi við kvaðir Oslóarsamningana. Þeir skildu eftir mjög mikið af verðmætum. Mikið af þeim atvinnuskapandi. Þar má nefna gróðurhús, smáiðnað og þjónustustörf. Það fyrsta sem liðsmenn Hamas gerðu var að fara á svæðið og brjóta og bramla þetta allt, þannig að ekkert varð eftir til að búa til tekjur, atvinnu eða verðmæti. Var Hamas að hugsa um fólkið á Gaza hér? Jafnframt hófu þeir frá 2006 að skjóta eldflaugum á Ísrael. 20 Gyðingar eru menntaðasti trúarhópur í heimi en kristnir eru í öðru sæti einkum mótmælendur, bronsið verma Búddatrúar. Kvenmenn hafa í ríkasta mæli notið menntunar meðal Gyðinga í gegnum aldirnar, sem höfundur styður fullkomlega. Um 21% Nóbelsverðlaunahafa eru Gyðingar, þó þeir séu aðeins 0,2% af íbúum heimsins. Þannig eru þeir rúmlega 100 sinnum líklegri en aðrir til að vera Nóbelsverðlaunahafar. Heildarfjöldi Gyðinga er aðeins um 16,5 milljónir. Flestir þeirra búa í Ísrael eða rúmlega 7 milljónir. Þannig búa um tvöfalt fleiri utan þess, flestir í Bandaríkjunum eða um 6 milljónir. Til samanburðar er fjöldi kristinna í heiminum um 2,4 milljarðar eða tæp 32% jarðarbúa og múslima 1.8 milljarðar eða tæp 24%. Trú Gyðinga er um 3000 ára gömul, kristinna 2000 ára en múslima 1400 ára. Þessi trúarbrögð innihalda herskáar kennisetningar, en boða einnig frið. Kristnin boðar fyrirgefninguna og að rétta skuli fram hinn vangann. Kristnir menn fara reyndar mismikið eftir þessu. Þar hjálpar ekki til í þessu sambandi að misvitrir aðilar innan skóla- og menntakerfisins á Íslandi hafi tekið fyrir kristinfræðikennslu í grunnskólum. 21 Á flakki mínu milli landamæranna við Jórdaníu og Egyptaland, auk innanlandsflugs, lenti höfundur í ýmsu, einkum í fyrstu ferðinni. Ég þótti mjög grunsamlegur eftir að hafa flakkað þrisvar milli landamæra. Lokahnykkurinn í ferðinni 2011 var að ísraelskir landamæraverðir og Mossad yfirheyrðu mig í um einn og hálfan klukkutíma fyrir heimflug, með ýmis konar spurningum og gagnspurningum. Ég hafði lent í því sama í nokkur skipti þegar ég fór yfir til Jórdaníu, en meira þó í þau þrjú skipti sem ég fór til eða frá Egyptalandi. Þar var ég yfirleitt yfirheyrður fyrst af stúlku(m) sem eru síðan yfir yngri piltum. Ég reiddist fyrst lítillega við verðina, og sagði að þeir væru að atast í merkilegum manni og Íslendingi að auki. Þess utan að ég gæfi út Visitorsguide-ferðabækur og gæti gefið þeim slæma umsögn. En svo róaðist ég niður og byrjaði að nýta tímann til líkamsæfinga svo sem armbeygja og magaæfinga. Eftir miklar yfirheyrslur og gagnspurningar, var svo einstaklega faglegur og kurteis foringi sem leiddi mig inn sem síðasta mann í flugvélina. Það rann af mér reiðin þegar hann útskýrði hvers vegna þeir hefðu yfirheyrt mig svona lengi, en það sem var grunsamlegast var að i) hvorki útlit mitt né yfirbragð væri hefðbundið íslenskt, ii) búnaðurinn sem ég var með, til dæmis hnífar, upptökutæki, arabaklútar, bangsar frá Egyptalandi og fleira, iii) hve mikið ég hefði flakkað milli landamæra í ferðinni vakti miklar grunsemdir og fjöldi landa sem ég hefði heimsótt, iv) að ég hefði á milli yfirheyrslna verið að gera líkamsæfingar og verið ansi afkastamikill þar, v) toppurinn var að ég liti út fyrir að vera tíu árum yngri en ég er. Það kitlaði hégómagirnina og ég fór glaður inn í vélina án bangsans fyrir einkadóttur mína, sem þeir sögðu mér að gæti innihaldið sprengju. Við heimkomu þegar ég lagði spilin á borðin hjá minni fyrrverandi og ungviði og skoðaði gaumgæfilega það sem var í lið ii). Vá, Þennan mann hefði ég skoðað algerlega til hlítar! 22 Að lokum má nefna að höfundur kann yfirleitt betur við Gyðinga ættaða frá Afríku og Arabalöndum, svo kallaða Mizrahi-Gyðinga. Þeir eru hlýlegri en Evrópsku Askenasí-Gyðingarnir, sem eru að jafnaðri fjáðari og betur menntaðir og sumir hrokafyllri. Flestir strangtrúaðir eru Askenasí-Gyðingar. Þeir höfðu að auki eftir seinni heimsstyrjöld meiri hernaðarreynslu en þeir fyrrnefndu. Mér þykir Gyðingar ættaðir frá Marokkó og Jemen yfirleitt vinalegastir og fegurstir. Dömurnar með sinn krullaða, brúna makka og oft hlýlegt fas. Og það er oft ógjörningur að vita hvort þar er um að ræða Ísraela eða Araba. Lesandinn vill kannski eftir lesturinn vita hvort höfundur sé á bandi Ísrael eða Palestínumanna? Stutta svarið er að þetta er ekki svart og hvítt. Öll stríð og tilheyrandi dauðsföll eru hræðileg, einkum þegar saklausir borgarar eiga í hlut. En án almenns lýðræðis og mannréttinda getur höfundur ekki verið. Jafnframt hefur það áhrif að eiga dóttur að ég get ég ekki hugsað mér að búa í landi þar sem konur eru ekki jafningjar karlmanna. Né þar þar sem samkynhneigðir eru fangelsaðir eða drepnir. Höfundur hefur ekkert á móti flóttamönnum sem koma til íslands. Jafnframt er þó mikilvægt að leiðrétta kynjahallann, þar sem miklu fleiri karlmenn koma. Einstæðar konur frá múslimaríkjum eru fágætar, til dæmis. Mér þætti eðlilegra að sumum palestínskum piltum (já, ég hef hitt stuðningsmenn Hamas á íslandi), væri boðin vist í hinum ríku Arabaríkjum svo sem Saudi, Kuwait, Qatar eða jafnvel bestu vinum Hamas í Íran. Höfundur er rekstrarhagfræðingur og framkvæmdastjóri Netið ráðgjafar, Visitorsguidetravel og Veitingastadir.is. Jafnframt mikill áhugamaður um ferðalög, sagnfræði og heimsmál.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun