Sindri segist hafa framleitt lélegar byssur viljandi Árni Sæberg skrifar 8. febrúar 2024 12:26 Sindri Snær í réttarsal ásamt verjanda sínum. Vísir/Árni Sindri Snær Birgisson játar að hafa selt þremur nafngreindum einstaklingum þrívíddarprentuð skotvopn af gerðinni FCG. Hann segir aðeins eitt þeirra hafa virkað almennilega og hin hafi verið léleg af ásettu ráði. Sindri Snær gaf skýrslu fyrir dómi í morgun hvað varðar þann hluta hryðjuverkamálsins svokallaða sem snýr að vopnalagabrotum hans. Hann sætir ákæru fyrir vopnalagabrot í níu liðum, meðal annars fyrir að framleiða skotvopn, íhluti í skotvopn og skotfæri. Hann játaði sök hvað varðaði framleiðslu á þrívíddarprentuðum skotvopnum en neitaði að mestu öðru leyti. „Ég framleiði þetta viljandi þannig að þetta myndi klikka eftir tíu eða tuttugu skot. Ég var að selja þetta og ég kærði mig ekki um það að fólk hefði vel smíðuð og virk skotvopn. Ég gerði þetta í auðgunarskyni.“ Þó segist hann aldrei hafa fengið greitt í peningum. Hann hafi alltaf fengið greitt í fíkniefnum en hann viti ekki nákvæmlega hversu mikils virði fíkniefnin voru. Viðmiðunarverð hafi verið hálf milljón króna fyrir hvert skotvopn. Þá segir hann að samákærði hans Ísidór Nathansson hafi haft litla aðkomu að framleiðslu og sölu skotvopnanna. Hann hafi aðeins framleitt einhverja íhluti í skotvopn. Forvitni hafi leitt þá til að framleiða „swift link“ Sindri er meðal annars ákærður fyrir framleiðslu á svokölluðum swift link, hröðunarstykki fyrir riffil. Hann segir að hann hafi ekki framleitt stykkið en Ísidór hafi gert það að hans beiðni. Það hafi verið fróðleiksfýsn sem fékk þá til þess að framleiða og reyna að koma stykkinu fyrir í AK-47 riffli. Það hafi aldrei gengið upp. Faðir hans hafi átt rifflana Sindri er einnig ákærður fyrir vopnalagabrot fyrir að hafa haft þrjá riffla af gerðunum AR-15, AK-47 og CZ-557, í fórum sínum án heimildar. Vopnin fundust við leit inni í svefnherbergi Sindra Snæs. Hann segir föður sinn hafa átt vopnin en hann hafi búið heima hjá honum þar sem hann hafi verið á milli húsnæða. Byssuskápur með rifflunum hafi fylgt með búslóðinni og verið komið fyrir inni í herberginu hans vegna plássleysis. Herbergi föður hans hafi verið lítið og þeir hafi ekki viljað geyma skápinn inni í stofu, í eldhúsinu eða á baðherberginu. Hann hafi aldrei handleikið vopnin án þess að faðir hans væri viðstaddur. Faðirinn hafi til að mynda verið viðstaddur þegar þeir Ísidór boruðu í hlaup AK-47 riffilsins og reynt að koma „swiftlink“ fyrir í honum. Faðirinn sagði Sindra eiga vopnin Karl Ingi Vilbergsson, sem sækir málið fyrir ákæruvaldið, segir að Birgir Ragnar Baldursson, faðir Sindra Snæs, hafi sagt í skýrslutöku að Sindri hefði átt hugmyndina að því að kaupa rifflana. Hann hafi verið sáttur með að eiga haglabyssu og boltariffilinn. Sindri hafi átt hugmyndina að því að kaupa AK-47 og AR-15. Sindri eigi þessi tvö vopn. Hann hafi fengið sér skotvopnaleyfi til þess að Sindri gæti eignast þessi skotvopn. Sindri Snær segir ekkert af þessu rétt. Sindri Snær segir samantekt ákæruvaldsins á skýrslutöku yfir föður hans vera „í ruglinu“ og leggur fyrir Karl Inga sækjanda að fara betur yfir skýrsluna. Verjendur benda á að skýrsla sem Karl Ingi vísar til sé samantektarskýrsla, ekki beint endurrit. „Þetta er skýrsla sem lögreglumaður skrifar upp. Ekki áreiðanlegustu heimildirnar,“ segir Sveinn Andri. Aðalmeðferð heldur áfram í dag og næstu daga. Eftir hádegi gefur Sindri Snær skýrslu hvað varðar þann hluta ákærunnar sem snýr að ætlaðri skipulagningu hryðjuverka. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Dómara hryðjuverkamálsins gert að víkja vegna vanhæfis Landsréttur hefur gert Daða Kristjánssyni, dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, að víkja frá hryðjuverkamálinu svokallaða vegna vanhæfis. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari málsins í samtali við Vísi. 15. nóvember 2023 19:37 Kæra frávísun hryðjuverkaákærunnar Héraðssaksóknari hefur kært frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur í hryðjuverkamálinu svokallaða til Landsréttar. Ákæru í málinu hefur í tvígang verið vísað frá vegna annmarka. 5. október 2023 21:17 Hryðjuverkaákærunni aftur vísað frá Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá dómi ákæru héraðssaksóknara á hendur tveimur karlmönnum fyrir tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í tilrauninni. Úrskurður var kveðinn upp á þriðja tímanum í dag. 2. október 2023 15:06 Sendu hjartahlý skilaboð eftir meinta skipulagningu hryðjuverka Einar Oddur Sigurðsson, verjandi Ísidórs Nathanssonar sakbornings í hryðjuverkamálinu, segir að margt sem umbjóðandi hans sé sakaður um sé hreinn tilbúningur. Hann sakar ákæruvaldið um að leggja fram samtöl mannanna, í mörgum tilfellum, á samhengislausan hátt þannig að ekki sé hægt að lesa það á réttan hátt. 15. september 2023 14:43 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Sindri Snær gaf skýrslu fyrir dómi í morgun hvað varðar þann hluta hryðjuverkamálsins svokallaða sem snýr að vopnalagabrotum hans. Hann sætir ákæru fyrir vopnalagabrot í níu liðum, meðal annars fyrir að framleiða skotvopn, íhluti í skotvopn og skotfæri. Hann játaði sök hvað varðaði framleiðslu á þrívíddarprentuðum skotvopnum en neitaði að mestu öðru leyti. „Ég framleiði þetta viljandi þannig að þetta myndi klikka eftir tíu eða tuttugu skot. Ég var að selja þetta og ég kærði mig ekki um það að fólk hefði vel smíðuð og virk skotvopn. Ég gerði þetta í auðgunarskyni.“ Þó segist hann aldrei hafa fengið greitt í peningum. Hann hafi alltaf fengið greitt í fíkniefnum en hann viti ekki nákvæmlega hversu mikils virði fíkniefnin voru. Viðmiðunarverð hafi verið hálf milljón króna fyrir hvert skotvopn. Þá segir hann að samákærði hans Ísidór Nathansson hafi haft litla aðkomu að framleiðslu og sölu skotvopnanna. Hann hafi aðeins framleitt einhverja íhluti í skotvopn. Forvitni hafi leitt þá til að framleiða „swift link“ Sindri er meðal annars ákærður fyrir framleiðslu á svokölluðum swift link, hröðunarstykki fyrir riffil. Hann segir að hann hafi ekki framleitt stykkið en Ísidór hafi gert það að hans beiðni. Það hafi verið fróðleiksfýsn sem fékk þá til þess að framleiða og reyna að koma stykkinu fyrir í AK-47 riffli. Það hafi aldrei gengið upp. Faðir hans hafi átt rifflana Sindri er einnig ákærður fyrir vopnalagabrot fyrir að hafa haft þrjá riffla af gerðunum AR-15, AK-47 og CZ-557, í fórum sínum án heimildar. Vopnin fundust við leit inni í svefnherbergi Sindra Snæs. Hann segir föður sinn hafa átt vopnin en hann hafi búið heima hjá honum þar sem hann hafi verið á milli húsnæða. Byssuskápur með rifflunum hafi fylgt með búslóðinni og verið komið fyrir inni í herberginu hans vegna plássleysis. Herbergi föður hans hafi verið lítið og þeir hafi ekki viljað geyma skápinn inni í stofu, í eldhúsinu eða á baðherberginu. Hann hafi aldrei handleikið vopnin án þess að faðir hans væri viðstaddur. Faðirinn hafi til að mynda verið viðstaddur þegar þeir Ísidór boruðu í hlaup AK-47 riffilsins og reynt að koma „swiftlink“ fyrir í honum. Faðirinn sagði Sindra eiga vopnin Karl Ingi Vilbergsson, sem sækir málið fyrir ákæruvaldið, segir að Birgir Ragnar Baldursson, faðir Sindra Snæs, hafi sagt í skýrslutöku að Sindri hefði átt hugmyndina að því að kaupa rifflana. Hann hafi verið sáttur með að eiga haglabyssu og boltariffilinn. Sindri hafi átt hugmyndina að því að kaupa AK-47 og AR-15. Sindri eigi þessi tvö vopn. Hann hafi fengið sér skotvopnaleyfi til þess að Sindri gæti eignast þessi skotvopn. Sindri Snær segir ekkert af þessu rétt. Sindri Snær segir samantekt ákæruvaldsins á skýrslutöku yfir föður hans vera „í ruglinu“ og leggur fyrir Karl Inga sækjanda að fara betur yfir skýrsluna. Verjendur benda á að skýrsla sem Karl Ingi vísar til sé samantektarskýrsla, ekki beint endurrit. „Þetta er skýrsla sem lögreglumaður skrifar upp. Ekki áreiðanlegustu heimildirnar,“ segir Sveinn Andri. Aðalmeðferð heldur áfram í dag og næstu daga. Eftir hádegi gefur Sindri Snær skýrslu hvað varðar þann hluta ákærunnar sem snýr að ætlaðri skipulagningu hryðjuverka.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Dómara hryðjuverkamálsins gert að víkja vegna vanhæfis Landsréttur hefur gert Daða Kristjánssyni, dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, að víkja frá hryðjuverkamálinu svokallaða vegna vanhæfis. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari málsins í samtali við Vísi. 15. nóvember 2023 19:37 Kæra frávísun hryðjuverkaákærunnar Héraðssaksóknari hefur kært frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur í hryðjuverkamálinu svokallaða til Landsréttar. Ákæru í málinu hefur í tvígang verið vísað frá vegna annmarka. 5. október 2023 21:17 Hryðjuverkaákærunni aftur vísað frá Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá dómi ákæru héraðssaksóknara á hendur tveimur karlmönnum fyrir tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í tilrauninni. Úrskurður var kveðinn upp á þriðja tímanum í dag. 2. október 2023 15:06 Sendu hjartahlý skilaboð eftir meinta skipulagningu hryðjuverka Einar Oddur Sigurðsson, verjandi Ísidórs Nathanssonar sakbornings í hryðjuverkamálinu, segir að margt sem umbjóðandi hans sé sakaður um sé hreinn tilbúningur. Hann sakar ákæruvaldið um að leggja fram samtöl mannanna, í mörgum tilfellum, á samhengislausan hátt þannig að ekki sé hægt að lesa það á réttan hátt. 15. september 2023 14:43 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Dómara hryðjuverkamálsins gert að víkja vegna vanhæfis Landsréttur hefur gert Daða Kristjánssyni, dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, að víkja frá hryðjuverkamálinu svokallaða vegna vanhæfis. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari málsins í samtali við Vísi. 15. nóvember 2023 19:37
Kæra frávísun hryðjuverkaákærunnar Héraðssaksóknari hefur kært frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur í hryðjuverkamálinu svokallaða til Landsréttar. Ákæru í málinu hefur í tvígang verið vísað frá vegna annmarka. 5. október 2023 21:17
Hryðjuverkaákærunni aftur vísað frá Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá dómi ákæru héraðssaksóknara á hendur tveimur karlmönnum fyrir tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í tilrauninni. Úrskurður var kveðinn upp á þriðja tímanum í dag. 2. október 2023 15:06
Sendu hjartahlý skilaboð eftir meinta skipulagningu hryðjuverka Einar Oddur Sigurðsson, verjandi Ísidórs Nathanssonar sakbornings í hryðjuverkamálinu, segir að margt sem umbjóðandi hans sé sakaður um sé hreinn tilbúningur. Hann sakar ákæruvaldið um að leggja fram samtöl mannanna, í mörgum tilfellum, á samhengislausan hátt þannig að ekki sé hægt að lesa það á réttan hátt. 15. september 2023 14:43