Tíu mínútur í skammarkróknum ef leikmenn fá bláa spjaldið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. febrúar 2024 07:01 Tíu mínútuna brottvísun á þig. E+/simonkr The Telegraph hefur staðfest að IFAB, alþjóðlega knattspyrnuráðið, ætli á föstudag að kynna blá spjöld til leiks í knattspyrnu. Seint á síðasta ári greindi Vísir frá því að leikmenn myndu frekar fara í tíu mínútna „kælingu“ fyrir kjaftbrúk eða taktísk brot heldur en að fá gul spjöld fyrir slík athæfi. Upprunalega var talað um „appelsínugul“ spjöld en oft er talað að tæklingar verðskuldi „appelsínugult“ spjald. Það er, þær verðskulda meira en hefðbundið gult spjald en þó ekki rautt. Nú er liturinn orðinn blár og mun spjaldið fara á loft þegar leikmenn gerast sekir um að rífa kjaft við dómarann eða þegar þeir brjóta viljandi af sér til að stöðva skyndisókn. Eftir að fá bláa spjaldið yrði téður leikmaður að yfirgefa völlinn í tíu mínútur. Ekki kemur fram hvort tæklingar sem verðskuldi „appelsínugul“ spjöld séu inn í mengingu eður ei. EXCLUSIVE: Blue cards to be introduced for football sin-bins, with players removed from field for 10 minutes for cynical fouls or dissent @ben_rumsby#TelegraphFootball— Telegraph Football (@TeleFootball) February 8, 2024 Fari svo að menn fái tvö blá spjöld í einum og sama leiknum þá er niðurstaðan sú sama og ef leikmenn fá tvö gul spjöld, þeir verða sendir í sturtu. Að sama skapi verður leikmaður sendur af velli fái hann gult og blátt spjald í sama leiknum. Í frétt The Telegraph segir að enska knattspyrnusambandið, FA, stefni á að prófa blá spjöld í einhverjum af neðri deildunum karla megin og ensku bikarkeppninni kvenna megin. Aleksander Čeferin, fráfarandi forseti Knattspyrnusambands Evrópu – UEFA, er á móti hugmyndinni og segir að leikurinn sé að breytast svo mikið að ekki sé lengur um knattspyrnu að ræða. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Sjá meira
Seint á síðasta ári greindi Vísir frá því að leikmenn myndu frekar fara í tíu mínútna „kælingu“ fyrir kjaftbrúk eða taktísk brot heldur en að fá gul spjöld fyrir slík athæfi. Upprunalega var talað um „appelsínugul“ spjöld en oft er talað að tæklingar verðskuldi „appelsínugult“ spjald. Það er, þær verðskulda meira en hefðbundið gult spjald en þó ekki rautt. Nú er liturinn orðinn blár og mun spjaldið fara á loft þegar leikmenn gerast sekir um að rífa kjaft við dómarann eða þegar þeir brjóta viljandi af sér til að stöðva skyndisókn. Eftir að fá bláa spjaldið yrði téður leikmaður að yfirgefa völlinn í tíu mínútur. Ekki kemur fram hvort tæklingar sem verðskuldi „appelsínugul“ spjöld séu inn í mengingu eður ei. EXCLUSIVE: Blue cards to be introduced for football sin-bins, with players removed from field for 10 minutes for cynical fouls or dissent @ben_rumsby#TelegraphFootball— Telegraph Football (@TeleFootball) February 8, 2024 Fari svo að menn fái tvö blá spjöld í einum og sama leiknum þá er niðurstaðan sú sama og ef leikmenn fá tvö gul spjöld, þeir verða sendir í sturtu. Að sama skapi verður leikmaður sendur af velli fái hann gult og blátt spjald í sama leiknum. Í frétt The Telegraph segir að enska knattspyrnusambandið, FA, stefni á að prófa blá spjöld í einhverjum af neðri deildunum karla megin og ensku bikarkeppninni kvenna megin. Aleksander Čeferin, fráfarandi forseti Knattspyrnusambands Evrópu – UEFA, er á móti hugmyndinni og segir að leikurinn sé að breytast svo mikið að ekki sé lengur um knattspyrnu að ræða.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Sjá meira