Ástandið ekki gott en kraftaverk unnið í nótt Bjarki Sigurðsson skrifar 9. febrúar 2024 21:01 Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra. Vísir/Arnar/Vilhelm Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir ástandið á Suðurnesjum ekki vera gott vegna heitavatnsleysis en dómsmálaráðherra vill meina að þarna hafi verið unnið kraftaverk. Þegar eldgosið á Reykjanesskaga hófst í gærmorgun virtist fátt benda til þess að það myndi valda miklum skaða. Sprungan sem opnaðist var tiltölulega langt frá Grindavík sem og orkuverinu í Svartsengi. Hlutirnir breyttust ansi fljótt og rann hraun á endanum yfir svokallaða Njarðvíkuræð sem kemur heitu vatni til Fitja. Úr varð heitavatnsleysi á öllum Suðurnesjum. Ástandið ekki gott Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og íbúi í Reykjanesbæ, segir ástandið á svæðinu afar erfitt. Hann telur að það hefði átt að vera búið að koma á varaleiðum. „Þetta segir okkur að við þurfum að hafa viðbúnað þegar svona voðir yfir. Ég er ekki að kenna neinum einum um það, ég held að við öll þurfum að koma okkur saman um það að vera meira tilbúin í bátana þegar ólagið skellur á,“ segir Ásmundur. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm Ekki hægt að sjá allt fyrir Eftir ríkisstjórnarfund í hádeginu í dag sagði Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra alla hafa gert sitt besta síðustu mánuði við að fyrirbyggja innviðatjón á svæðinu. „Það hefur verið plan A, B, C. Það eru fleiri plön í gangi og það er mat að það sé hægt að halda hita í fleiri daga. Það séu fleiri leiðir færar ef þessi hefði ekki gengið. Mér finnst viðbragðsaðilar okkar vera búnir að undirbúa sig eins vel og hægt er en það er ekki hægt að koma í veg fyrir allt og sjá allt fyrir,“ segir Sigurður. Sigurður Ingi Jóhannsson er innviðaráðherra.Vísir/Arnar Hugrakkir menn unnu kraftaverk Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir viðbragðsaðila hafa unnið kraftaverk í gær og í nótt. „Þetta var eins og kraftaverki líkast. Þarna voru menn sem höfðu hugrekki til að vera í þessari nálægð. Þetta gekk vel og það tókst að ljúka suðu og lagningu á þessari lögn. Nú krossum við fingur að þegar vatn verður sett á hana, væntanlega seinni partinn, að hún haldi og fari að flytja heitt vatn aftur á Reykjanes og halda hita á heimilum á Reykjanesi,“ segir Guðrún. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra að ríkisstjórnarfundi loknum í dag. Vísir/Arnar Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkumál Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Innlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Sjá meira
Þegar eldgosið á Reykjanesskaga hófst í gærmorgun virtist fátt benda til þess að það myndi valda miklum skaða. Sprungan sem opnaðist var tiltölulega langt frá Grindavík sem og orkuverinu í Svartsengi. Hlutirnir breyttust ansi fljótt og rann hraun á endanum yfir svokallaða Njarðvíkuræð sem kemur heitu vatni til Fitja. Úr varð heitavatnsleysi á öllum Suðurnesjum. Ástandið ekki gott Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og íbúi í Reykjanesbæ, segir ástandið á svæðinu afar erfitt. Hann telur að það hefði átt að vera búið að koma á varaleiðum. „Þetta segir okkur að við þurfum að hafa viðbúnað þegar svona voðir yfir. Ég er ekki að kenna neinum einum um það, ég held að við öll þurfum að koma okkur saman um það að vera meira tilbúin í bátana þegar ólagið skellur á,“ segir Ásmundur. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm Ekki hægt að sjá allt fyrir Eftir ríkisstjórnarfund í hádeginu í dag sagði Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra alla hafa gert sitt besta síðustu mánuði við að fyrirbyggja innviðatjón á svæðinu. „Það hefur verið plan A, B, C. Það eru fleiri plön í gangi og það er mat að það sé hægt að halda hita í fleiri daga. Það séu fleiri leiðir færar ef þessi hefði ekki gengið. Mér finnst viðbragðsaðilar okkar vera búnir að undirbúa sig eins vel og hægt er en það er ekki hægt að koma í veg fyrir allt og sjá allt fyrir,“ segir Sigurður. Sigurður Ingi Jóhannsson er innviðaráðherra.Vísir/Arnar Hugrakkir menn unnu kraftaverk Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir viðbragðsaðila hafa unnið kraftaverk í gær og í nótt. „Þetta var eins og kraftaverki líkast. Þarna voru menn sem höfðu hugrekki til að vera í þessari nálægð. Þetta gekk vel og það tókst að ljúka suðu og lagningu á þessari lögn. Nú krossum við fingur að þegar vatn verður sett á hana, væntanlega seinni partinn, að hún haldi og fari að flytja heitt vatn aftur á Reykjanes og halda hita á heimilum á Reykjanesi,“ segir Guðrún. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra að ríkisstjórnarfundi loknum í dag. Vísir/Arnar
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkumál Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Innlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Sjá meira