Segir að málið hefði dáið hefði lögregla beðið átekta Árni Sæberg skrifar 10. febrúar 2024 12:10 Sveinn Andri er verjandi Sindra Snæs í málinu. Vísir/Hulda Margrét Verjandi manns sem grunaður er um tilraun til hryðjuverka segir það sem komið hefur fram í aðalmeðferð hryðjuverkamálsins í vikunni benda til þess að lögregla og ákæruvaldið hafi hlaupið upp til handa og fóta að ástæðulausu. Aðalmeðferð í hryðjuverkamálinu svokallaða hófst á fimmtudag og hélt áfram í gær. Tveir menn, Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson, eru þar ákærðir fyrir vopnalagabrot en Sindri er einnig ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka. Ísidór er ákærður fyrir hlutdeild að tilraunabrotinu. Fyrir dómi í gær báru vitni, meðal annars kærasta Sindra og faðir hans, sem og sambýliskona Ísidórs til sjö ára. Þá komu vopnasalar, tæknifræðingur og geðlæknir fyrir dóminn. Sveinn Andri Sveinsson er verjandi Sindra. Sveinn Andri segir að þrennt hafi staðið upp í aðalmeðferðinni í vikunni. Í fyrsta lagi hafi komið skýrlega fram hjá fulltrúa ríkislögreglustjóra að þegar Sindri Snær og Ísidór voru handteknir þá hafi það ekki verið vegna yfirvofandi hryðjuverkahættu heldur vegna rannsóknarhagsmuna. Í öðru lagi liggi fyrir að sérfræðingar um byssur hafi kveðið upp úr með það ekki væri um árásarriffla að ræða í málinu. Í þriðja lagi hafi frásögn geðlæknis, sem var matsmaður í málinu, verið mjög afgerandi. Hann hafi metið frásagnir mannanna sem galgopalega orðræðu, þannig að á bakvið hana væri ekkert og að þeir væru vitahættulausir. Lögreglan hefði betur fylgst með mönnunum lengur Sveinn Andri segir að samkvæmt alþjóðlegum stöðlum sé mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjaverka skipt í tvo hópa, annars vegar þá sem stöðva þarf strax vegna yfirvofandi hættu og hins vegar þá sem fylgjast þarf með, vegna hugsanlegrar hættu. „Í allra allra mesta lagi væri hægt að fullyrða það að þeir féllu inn í þá kategóríu, út af þessum samtölum þeirra, að það þyrfti að hafa auga með þeim. Það er það sem hefði átt að gera í málinu. Hefði lögreglan bara haft auga með þeim, fylgst með þeim, þá hefðu þeir áttað sig á því að það var ekkert þarna að gerast og málið hefði dáið. Það hefði verið hin farsæla ending á þessu máli í stað þess að fara í þetta frumhlaup að handtaka þá að ástæðulausu.“ Áhrifin mikil en er alltaf bjartsýnn Sveinn Andri segir að hryðjuverkamálið sé búið að hafa stórkostleg áhrif á allt líf þeirra Sindra Snæs og Ísidórs. Líf þeirra hafi algjörlega verið sett úr skorðum frá því að það kom upp þann 22. september árið 2022. „Það verður í raun erfitt að bæta það.“ Hann segist þó alltaf vera bjartsýnn. „Í þessu máli vonar maður alltaf að sannleikurinn og réttlætið hafi sigur að lokum og að þeir verði sýknaðir.“ Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglan Dómsmál Tengdar fréttir Heilsuðust að nasistasið með lögreglu á hælunum Karl Steinar Valsson, sem stýrði aðgerðum þegar sakborningar í hryðjuverkamálinu svokallaða voru handteknir, segir að það hefði verið ábyrgðarleysi af hálfu lögregluyfirvalda að stíga ekki inn í málið. Hann lýsti því fyrir dómi að þeir Sindri Snær og Ísidór hefðu heilsast að nasistasið þegar lögregla sá Ísidór fyrst. 9. febrúar 2024 11:11 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
Aðalmeðferð í hryðjuverkamálinu svokallaða hófst á fimmtudag og hélt áfram í gær. Tveir menn, Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson, eru þar ákærðir fyrir vopnalagabrot en Sindri er einnig ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka. Ísidór er ákærður fyrir hlutdeild að tilraunabrotinu. Fyrir dómi í gær báru vitni, meðal annars kærasta Sindra og faðir hans, sem og sambýliskona Ísidórs til sjö ára. Þá komu vopnasalar, tæknifræðingur og geðlæknir fyrir dóminn. Sveinn Andri Sveinsson er verjandi Sindra. Sveinn Andri segir að þrennt hafi staðið upp í aðalmeðferðinni í vikunni. Í fyrsta lagi hafi komið skýrlega fram hjá fulltrúa ríkislögreglustjóra að þegar Sindri Snær og Ísidór voru handteknir þá hafi það ekki verið vegna yfirvofandi hryðjuverkahættu heldur vegna rannsóknarhagsmuna. Í öðru lagi liggi fyrir að sérfræðingar um byssur hafi kveðið upp úr með það ekki væri um árásarriffla að ræða í málinu. Í þriðja lagi hafi frásögn geðlæknis, sem var matsmaður í málinu, verið mjög afgerandi. Hann hafi metið frásagnir mannanna sem galgopalega orðræðu, þannig að á bakvið hana væri ekkert og að þeir væru vitahættulausir. Lögreglan hefði betur fylgst með mönnunum lengur Sveinn Andri segir að samkvæmt alþjóðlegum stöðlum sé mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjaverka skipt í tvo hópa, annars vegar þá sem stöðva þarf strax vegna yfirvofandi hættu og hins vegar þá sem fylgjast þarf með, vegna hugsanlegrar hættu. „Í allra allra mesta lagi væri hægt að fullyrða það að þeir féllu inn í þá kategóríu, út af þessum samtölum þeirra, að það þyrfti að hafa auga með þeim. Það er það sem hefði átt að gera í málinu. Hefði lögreglan bara haft auga með þeim, fylgst með þeim, þá hefðu þeir áttað sig á því að það var ekkert þarna að gerast og málið hefði dáið. Það hefði verið hin farsæla ending á þessu máli í stað þess að fara í þetta frumhlaup að handtaka þá að ástæðulausu.“ Áhrifin mikil en er alltaf bjartsýnn Sveinn Andri segir að hryðjuverkamálið sé búið að hafa stórkostleg áhrif á allt líf þeirra Sindra Snæs og Ísidórs. Líf þeirra hafi algjörlega verið sett úr skorðum frá því að það kom upp þann 22. september árið 2022. „Það verður í raun erfitt að bæta það.“ Hann segist þó alltaf vera bjartsýnn. „Í þessu máli vonar maður alltaf að sannleikurinn og réttlætið hafi sigur að lokum og að þeir verði sýknaðir.“
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglan Dómsmál Tengdar fréttir Heilsuðust að nasistasið með lögreglu á hælunum Karl Steinar Valsson, sem stýrði aðgerðum þegar sakborningar í hryðjuverkamálinu svokallaða voru handteknir, segir að það hefði verið ábyrgðarleysi af hálfu lögregluyfirvalda að stíga ekki inn í málið. Hann lýsti því fyrir dómi að þeir Sindri Snær og Ísidór hefðu heilsast að nasistasið þegar lögregla sá Ísidór fyrst. 9. febrúar 2024 11:11 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
Heilsuðust að nasistasið með lögreglu á hælunum Karl Steinar Valsson, sem stýrði aðgerðum þegar sakborningar í hryðjuverkamálinu svokallaða voru handteknir, segir að það hefði verið ábyrgðarleysi af hálfu lögregluyfirvalda að stíga ekki inn í málið. Hann lýsti því fyrir dómi að þeir Sindri Snær og Ísidór hefðu heilsast að nasistasið þegar lögregla sá Ísidór fyrst. 9. febrúar 2024 11:11