„Sem betur fer er hún minn helsti stuðningsmaður“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. febrúar 2024 09:00 Gísli Eyjólfsson, leikmaður Breiðabliks í Evrópuleik liðsins gegn Istanbul Basaksehir í haust. Vísir/Getty Fótboltamaðurinn Gísli Eyjólfsson hefur yfirgefið uppeldisfélagið Breiðablik og freistar gæfunnar í atvinnumennsku með Halmstad í Svíþjóð. Hann þakkar unnustunni traustið og segir verkefnið tikka í öll box. Gísli samdi við Halmstad á dögunum og fór beint til móts við félagið í æfingaferð á Spáni. Hann segir liðið hafa sýnt sér töluverðan áhuga. „Þjálfarinn var mjög áhugasamur og vissi mjög mikið um mig. Hann var búinn að fylgjast með mér allt síðasta sumar og Evrópukeppnin gerði líka sitt og dregur athygli að manni. Hann vildi þá eiginleika sem ég hef í sitt lið, það er eiginlega ekkert flóknara en það,“ segir Gísli. Tjékkaði í öll box Gísli verður samherji Birnis Snæs Ingasonar sem samdi við Halmstad fyrr í vetur. Gísli er 29 ára gamall og á tvö börn, eins árs og fjögurra ára, með kærustu sinni. Hann er þakklátur kærustunni fyrir að koma með sér í þetta ævintýri. „Mér fannst þetta fínn tímapunktur vegna þess að við erum með krakka á góðum aldri. Anna, kærasta mín, sem betur fer er hún minn helsti stuðningsmaður og var til í þetta. Eftir að þau voru klár var lítið sem gat stoppað þetta. Þetta er ævintýri, að búa í öðru landi,“ „Þetta snýst ekki lengur um mig þannig að það þurfti margt að ganga upp. Þetta þurfti að vera gott lið, í góðri deild. Staðurinn og bærinn þurfti að vera frábær, og liðið að sýna virkilegan áhuga. Þetta tjékkaði í öll boxin þannig að ég er virkilega ánægður að vera kominn loksins hingað,“ segir Gísli. Saknar Blika strax en tímapunkturinn réttur Gísli segir erfitt að yfirgefa uppeldisfélagið en tímapunkturinn sé réttur til að prófa eitthvað nýtt. „Breiðablik er minn klúbbur. Ég er uppalinn þarna og hef aldrei áður skrifað undir félagsskipti - ég hef alltaf farið á láni ef ég fer einhvert frá Breiðabliki. Ég er að slíta naflastrenginn dálítið,“ „Það er margt fólk í Breiðabliki sem maður á eftir að sakna mjög mikið og bara klúbburinn í heild sinni. Særún sjúkraþjálfari, ég er strax farinn að sakna hennar, allir strákarnir, þjálfararnir, stuðningsmennirnir og klúbburinn í heild. Mér er mjög annt um þennan klúbb þannig að þetta er alveg erfitt að kveðja þetta fólk en þetta er fínn tímapunktur núna að prófa eitthvað nýtt,“ segir Gísli. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Sænski boltinn Íslenski boltinn Íslendingar erlendis Breiðablik Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Sjá meira
Gísli samdi við Halmstad á dögunum og fór beint til móts við félagið í æfingaferð á Spáni. Hann segir liðið hafa sýnt sér töluverðan áhuga. „Þjálfarinn var mjög áhugasamur og vissi mjög mikið um mig. Hann var búinn að fylgjast með mér allt síðasta sumar og Evrópukeppnin gerði líka sitt og dregur athygli að manni. Hann vildi þá eiginleika sem ég hef í sitt lið, það er eiginlega ekkert flóknara en það,“ segir Gísli. Tjékkaði í öll box Gísli verður samherji Birnis Snæs Ingasonar sem samdi við Halmstad fyrr í vetur. Gísli er 29 ára gamall og á tvö börn, eins árs og fjögurra ára, með kærustu sinni. Hann er þakklátur kærustunni fyrir að koma með sér í þetta ævintýri. „Mér fannst þetta fínn tímapunktur vegna þess að við erum með krakka á góðum aldri. Anna, kærasta mín, sem betur fer er hún minn helsti stuðningsmaður og var til í þetta. Eftir að þau voru klár var lítið sem gat stoppað þetta. Þetta er ævintýri, að búa í öðru landi,“ „Þetta snýst ekki lengur um mig þannig að það þurfti margt að ganga upp. Þetta þurfti að vera gott lið, í góðri deild. Staðurinn og bærinn þurfti að vera frábær, og liðið að sýna virkilegan áhuga. Þetta tjékkaði í öll boxin þannig að ég er virkilega ánægður að vera kominn loksins hingað,“ segir Gísli. Saknar Blika strax en tímapunkturinn réttur Gísli segir erfitt að yfirgefa uppeldisfélagið en tímapunkturinn sé réttur til að prófa eitthvað nýtt. „Breiðablik er minn klúbbur. Ég er uppalinn þarna og hef aldrei áður skrifað undir félagsskipti - ég hef alltaf farið á láni ef ég fer einhvert frá Breiðabliki. Ég er að slíta naflastrenginn dálítið,“ „Það er margt fólk í Breiðabliki sem maður á eftir að sakna mjög mikið og bara klúbburinn í heild sinni. Særún sjúkraþjálfari, ég er strax farinn að sakna hennar, allir strákarnir, þjálfararnir, stuðningsmennirnir og klúbburinn í heild. Mér er mjög annt um þennan klúbb þannig að þetta er alveg erfitt að kveðja þetta fólk en þetta er fínn tímapunktur núna að prófa eitthvað nýtt,“ segir Gísli. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Sænski boltinn Íslenski boltinn Íslendingar erlendis Breiðablik Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Sjá meira