Spyr hvort eigi ekki líka að girða gamla fólkið af Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. febrúar 2024 17:13 Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, segir hugmyndir um að byggja húsnæði fyrir eldri borgara í Gunnarshólma ekki góðar. Vísir/Arnar Formaður Landssambands eldri borgara segir uppbyggingu húsnæðis fyrir eldra fólk í Gunnarshólma vera vonda hugmynd sem gangi þvert gegn öllum ríkjandi áherslum í málaflokknum. Hann efast um að velferð eldra fólks hafi ráðið för við ákvörðunina. „Við höfum ekki farið yfir þetta í stjórn sambandsins en okkur hugnast ekki þessi hugmyndafræði að eldra fólk eigi að safnast saman á einum stað,“ Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, um áætlanir bæjarstjórnar Kópavogs um uppbyggingu í Gunnarshólma. „Þetta gengur eiginlega þvert á allt það sem verið er að leggja áherslu á, sem sagt lífsgæðakjarnar og annað slíkt þar sem er verið að huga að því að blanda saman aldurshópum og ýmsum möguleikum til afþreyingar,“ bætir hann við. Vísir fjallaði í gær um gagnrýni Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur, bæjarfulltrúa Pírata í Kópavogi, á vinnubrögðum bæjarstjórnar. Sigurbjörg sagði málið afhjúpa ófaglegheit, skammsýni og sérhagsmunagæslu meirihlutans. Spurði hvort ætti ekki að girða fólkið af Helgi segir að sér hugnist ekki að komið sé fram við eldra fólk eins og einingu sem hægt sé að henda niður þar sem menn telja það henta. „Ég leyfi mér að draga í efa að þessi hópur fólks hafi hugsað sérstaklega og ítarlega um velferð eldra fólks og þessi hugmynd lýsir ekki því hugarfari,“ segir hann og bætir við „Þetta eru menn sem eru með hugmyndir um fasteignaviðskipti og annað slíkt.“ „Þau komu til okkar og presenteruðu þessa hugmynd í fyrra og ég hafði ekkert um þetta mál að segja nema ég spurði hvort þau vildu ekki passa vandlega að girða þetta af með háum girðingum og svo væri hægt að hafa hlið á einum stað með áletrun fyrir ofan,“ segir Helgi „Þetta er vond hugmynd“ „Við höfum ekki ályktað neitt um þetta en það hafa margir úr okkar hópi tjáð sig um þetta og það er mjög eindregið að mönnum líst ekkert á þetta. Þetta er vond hugmynd Liggur eitthvað fyrir að álykta um þetta eða senda ykkar athugasemd um þetta? „Nei, þetta er náttúrulega bara einhver bissnesshugmynd út í bæ og hvað mig varðar nær það ekkert lengra,“ segir Helgi. „Mér þykir samt leitt að svona umræða og hugmyndavinna fari af stað og að fólk haldi að þetta sé það sem eldri fólk er að biðja um. Mér sárnar það,“ segir hann. Ekki náðist í Ásdísi Kristjánsdóttur, bæjarstjóra Kópavogs, við skrif fréttarinnar. Eldri borgarar Kópavogur Húsnæðismál Tengdar fréttir Byggja hverfi fyrir aldraða á Gunnarshólma Byggja á upp fimm þúsund íbúða lífsgæðakjarna á jörðinni Gunnarshólma norður við Suðurlandsveg við Hólmsheiði og Rauðavatn. Bæjarráð Kópavogs komst að þessari niðurstöðu á fundi sínum í dag. 25. janúar 2024 16:10 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Erlent Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Sjá meira
„Við höfum ekki farið yfir þetta í stjórn sambandsins en okkur hugnast ekki þessi hugmyndafræði að eldra fólk eigi að safnast saman á einum stað,“ Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, um áætlanir bæjarstjórnar Kópavogs um uppbyggingu í Gunnarshólma. „Þetta gengur eiginlega þvert á allt það sem verið er að leggja áherslu á, sem sagt lífsgæðakjarnar og annað slíkt þar sem er verið að huga að því að blanda saman aldurshópum og ýmsum möguleikum til afþreyingar,“ bætir hann við. Vísir fjallaði í gær um gagnrýni Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur, bæjarfulltrúa Pírata í Kópavogi, á vinnubrögðum bæjarstjórnar. Sigurbjörg sagði málið afhjúpa ófaglegheit, skammsýni og sérhagsmunagæslu meirihlutans. Spurði hvort ætti ekki að girða fólkið af Helgi segir að sér hugnist ekki að komið sé fram við eldra fólk eins og einingu sem hægt sé að henda niður þar sem menn telja það henta. „Ég leyfi mér að draga í efa að þessi hópur fólks hafi hugsað sérstaklega og ítarlega um velferð eldra fólks og þessi hugmynd lýsir ekki því hugarfari,“ segir hann og bætir við „Þetta eru menn sem eru með hugmyndir um fasteignaviðskipti og annað slíkt.“ „Þau komu til okkar og presenteruðu þessa hugmynd í fyrra og ég hafði ekkert um þetta mál að segja nema ég spurði hvort þau vildu ekki passa vandlega að girða þetta af með háum girðingum og svo væri hægt að hafa hlið á einum stað með áletrun fyrir ofan,“ segir Helgi „Þetta er vond hugmynd“ „Við höfum ekki ályktað neitt um þetta en það hafa margir úr okkar hópi tjáð sig um þetta og það er mjög eindregið að mönnum líst ekkert á þetta. Þetta er vond hugmynd Liggur eitthvað fyrir að álykta um þetta eða senda ykkar athugasemd um þetta? „Nei, þetta er náttúrulega bara einhver bissnesshugmynd út í bæ og hvað mig varðar nær það ekkert lengra,“ segir Helgi. „Mér þykir samt leitt að svona umræða og hugmyndavinna fari af stað og að fólk haldi að þetta sé það sem eldri fólk er að biðja um. Mér sárnar það,“ segir hann. Ekki náðist í Ásdísi Kristjánsdóttur, bæjarstjóra Kópavogs, við skrif fréttarinnar.
Eldri borgarar Kópavogur Húsnæðismál Tengdar fréttir Byggja hverfi fyrir aldraða á Gunnarshólma Byggja á upp fimm þúsund íbúða lífsgæðakjarna á jörðinni Gunnarshólma norður við Suðurlandsveg við Hólmsheiði og Rauðavatn. Bæjarráð Kópavogs komst að þessari niðurstöðu á fundi sínum í dag. 25. janúar 2024 16:10 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Erlent Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Sjá meira
Byggja hverfi fyrir aldraða á Gunnarshólma Byggja á upp fimm þúsund íbúða lífsgæðakjarna á jörðinni Gunnarshólma norður við Suðurlandsveg við Hólmsheiði og Rauðavatn. Bæjarráð Kópavogs komst að þessari niðurstöðu á fundi sínum í dag. 25. janúar 2024 16:10