Staðfastur á því að árás með miklu mannfalli hafi verið afstýrt Jón Þór Stefánsson skrifar 12. febrúar 2024 19:41 Erlendur sérfræðingur telur að lögreglan á Íslandi hafi komið í veg fyrir hryðjuverk á Íslandi. Vísir/Vilhelm Fulltrúi hjá Europol, sem er verkefnastjóri hóps sem skoðar hryðjuverk hægrisinnaðra öfgamanna, gerði tvær skýrslur um hryðjuverkamálið svokallaða, en Europol kom að rannsókn málsins. Hann bar vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. „Ég stend hundrað prósent með niðurstöðunni um að íslenska lögreglan kom í veg fyrir hryðjuverk,“ sagði hann í upphafi skýrslutökunnar. Hann sagðist staðfastur á þessari niðurstöðu og að hann hefði borið málið saman við önnur mál sem varða öfga hægrimenn. Hann greindi frá því að hann væri búinn að starfa við rannsókn á hryðjuverkum hægrisinnaðra öfgamanna síðan 2018 og hjálpað bandarísku alríkislögreglunni FBI, sem og stjórnvöldum í Kanada, Bretlandi og í Nýja-Sjálandi við sýnar rannsóknir. Próteindrykkir ræddir fyrir rétti Á meðal þess sem fjallað var um í niðurstöðukafla annarrar skýrslu fulltrúans voru fæðubótarefni sem sakborningarnir höfðu notað. Einar Oddur Sigurðsson, lögmaður Ísidórs Nathanssonar, spurði hvernig stæði á því að í skýrslunni væru leiddar líkur að því að sakborningarnir væru við það að fremja hryðjuverk vegna fæðubótarefna og próteindufts. „Yfirleitt erum við ekki fyrir rétti að ræða próteindrykki. Frekar gerum við það í ræktinni,“ sagði fulltrúinn, en bætti þó við að fæðubótarefnið væri það sama og Anders Behring Breivik hefði notað, og jafnframt hvatt fylgjendur sína til að nota. „Við erum ekki að ræða notkun á próteinsjeikum, heldur erum við að tala um Breivik, persónu sem sakborningurinn dáir.“ Klúbbhús ekki nauðsynlegt Europol-fulltrúinn var spurður út tal um svokallað klúbbhús (e. safehouse). Svo virðist sem lögreglan hafi á ákveðnum tímapunkti talið að sakborningarnir hefðu haft aðgang að slíku húsi. Bent var á að eigandi hússins hefði keypt sér miða aðra leið til Spánar og hann grunaður um að styðja við meinta hryðjuverkastarfsemi Sindra og Ísidórs með því að veita þeim aðgang að húsinu. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs, spurði fulltrúann hvort hann hefði verið meðvitaður um að eigandi hússins ætti aðsetur á Spáni, og byggi þar að einhverju leyti. Fulltrúinn sagðist ekki hafa vitað það, en sagði þó að um hafi verið að ræða vísbendingu sem lögreglunni á Íslandi hefði verið bent á að taka til frekari skoðunar. Þá tók fulltrúinn fram að klúbbhúsið væri ekki forsenda grunsemdanna. „Það er vel hægt að fremja hryðjuverk án klúbbhúss. Það er ekki nauðsynlegt.“ Verjendur sakborninganna Sveinn Andri og Einar Oddur spurðu Europol-manninn spjörunum úr.Vísir/Vilhelm „Hann er greinilega með engin svör við þessu“ Sveinn Andri spurði meira út í sannfæringu fulltrúans um að staðið hafi til hjá sakborningunum að fremja hryðjuverk, og spurði hvers konar hryðjuverk væri um að ræða, og hvar og hvenær þau hefðu átt að vera framin. „Þetta er áhugaverð spurning verjandi. Þú leitar að dagsetningu, en í mörgum málum liggur hún ekki fyrir. Ég hef séð mál þar sem gerandinn minnist ekki á dagsetningu fyrr en daginn sem hann framkvæmir ódæðið,“ sagði hann og minntist á hryðjuverkamanninn Brenton Tarrant, sem framdi skotárás í Christchurch í Nýja-Sjálandi árið 2019 þegar hann var að verða uppiskroppa með peninga. „Ég get sagt þér að þetta hefði verið ofbeldisfull öfgaárás sem hefði orsakað mikið mannfall,“ sagði fulltrúinn um möguleg skotmörk. Hann hélt því fram að í mörgum málum hefðu hryðjuverkamenn verið með marga hópa í huga sem skotmörk, en þeim fækkað þegar nær dró að árásinni. Sveinn Andri vildi fá skýrari svör við spurningunni og fulltrúinn svaraði: „Ég þoli ekki að valda þér vonbrigðum,“ sagði hann og minntist á að hafa verið með mál á sínu borði þar sem árásarmenn væru með átta eða níu hópa í huga sem skotmörk. „Hann er greinilega með engin svör við þessu, þannig þetta er búið hjá mér,“ sagði Sveinn Andri. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Ég stend hundrað prósent með niðurstöðunni um að íslenska lögreglan kom í veg fyrir hryðjuverk,“ sagði hann í upphafi skýrslutökunnar. Hann sagðist staðfastur á þessari niðurstöðu og að hann hefði borið málið saman við önnur mál sem varða öfga hægrimenn. Hann greindi frá því að hann væri búinn að starfa við rannsókn á hryðjuverkum hægrisinnaðra öfgamanna síðan 2018 og hjálpað bandarísku alríkislögreglunni FBI, sem og stjórnvöldum í Kanada, Bretlandi og í Nýja-Sjálandi við sýnar rannsóknir. Próteindrykkir ræddir fyrir rétti Á meðal þess sem fjallað var um í niðurstöðukafla annarrar skýrslu fulltrúans voru fæðubótarefni sem sakborningarnir höfðu notað. Einar Oddur Sigurðsson, lögmaður Ísidórs Nathanssonar, spurði hvernig stæði á því að í skýrslunni væru leiddar líkur að því að sakborningarnir væru við það að fremja hryðjuverk vegna fæðubótarefna og próteindufts. „Yfirleitt erum við ekki fyrir rétti að ræða próteindrykki. Frekar gerum við það í ræktinni,“ sagði fulltrúinn, en bætti þó við að fæðubótarefnið væri það sama og Anders Behring Breivik hefði notað, og jafnframt hvatt fylgjendur sína til að nota. „Við erum ekki að ræða notkun á próteinsjeikum, heldur erum við að tala um Breivik, persónu sem sakborningurinn dáir.“ Klúbbhús ekki nauðsynlegt Europol-fulltrúinn var spurður út tal um svokallað klúbbhús (e. safehouse). Svo virðist sem lögreglan hafi á ákveðnum tímapunkti talið að sakborningarnir hefðu haft aðgang að slíku húsi. Bent var á að eigandi hússins hefði keypt sér miða aðra leið til Spánar og hann grunaður um að styðja við meinta hryðjuverkastarfsemi Sindra og Ísidórs með því að veita þeim aðgang að húsinu. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs, spurði fulltrúann hvort hann hefði verið meðvitaður um að eigandi hússins ætti aðsetur á Spáni, og byggi þar að einhverju leyti. Fulltrúinn sagðist ekki hafa vitað það, en sagði þó að um hafi verið að ræða vísbendingu sem lögreglunni á Íslandi hefði verið bent á að taka til frekari skoðunar. Þá tók fulltrúinn fram að klúbbhúsið væri ekki forsenda grunsemdanna. „Það er vel hægt að fremja hryðjuverk án klúbbhúss. Það er ekki nauðsynlegt.“ Verjendur sakborninganna Sveinn Andri og Einar Oddur spurðu Europol-manninn spjörunum úr.Vísir/Vilhelm „Hann er greinilega með engin svör við þessu“ Sveinn Andri spurði meira út í sannfæringu fulltrúans um að staðið hafi til hjá sakborningunum að fremja hryðjuverk, og spurði hvers konar hryðjuverk væri um að ræða, og hvar og hvenær þau hefðu átt að vera framin. „Þetta er áhugaverð spurning verjandi. Þú leitar að dagsetningu, en í mörgum málum liggur hún ekki fyrir. Ég hef séð mál þar sem gerandinn minnist ekki á dagsetningu fyrr en daginn sem hann framkvæmir ódæðið,“ sagði hann og minntist á hryðjuverkamanninn Brenton Tarrant, sem framdi skotárás í Christchurch í Nýja-Sjálandi árið 2019 þegar hann var að verða uppiskroppa með peninga. „Ég get sagt þér að þetta hefði verið ofbeldisfull öfgaárás sem hefði orsakað mikið mannfall,“ sagði fulltrúinn um möguleg skotmörk. Hann hélt því fram að í mörgum málum hefðu hryðjuverkamenn verið með marga hópa í huga sem skotmörk, en þeim fækkað þegar nær dró að árásinni. Sveinn Andri vildi fá skýrari svör við spurningunni og fulltrúinn svaraði: „Ég þoli ekki að valda þér vonbrigðum,“ sagði hann og minntist á að hafa verið með mál á sínu borði þar sem árásarmenn væru með átta eða níu hópa í huga sem skotmörk. „Hann er greinilega með engin svör við þessu, þannig þetta er búið hjá mér,“ sagði Sveinn Andri.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira